Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

3 nýjar myndir

Vek athygli á þrem nýjum myndum í albúmi 6.

Range

Á range-inuVar á range-inu í dag þar sem veðurguðirnir sýndu hvað í þeim býr. Bjútifúl dagur og eins og sést þá nýttu nokkrar flugvélar sér það og skriðu yfir himnafestinguna og skildu eftir hvítar rákir til að minna á hversu fráar þær eru. Mér sýnist þetta vera ca 10 rákir. whatever.

Ég nýtti tækifærið þegar bíllinn sem étur upp boltana á range-inu var parkeraður fyrir aftan mig og smellti nokkrum myndum af sveiflunni. Stillti símanum ofan á bílinn, setti tæmerinn á og hljóp upp að kúlunni og sveiflaði í snarhastri. Kannski þess vegna lítur sveiflan ekkert sérstaklega fallega út en hey, improvise.

Stuttu síðar fékk ég símtal frá Maríu þar sem hún tjáði mér um atvik ránsins. Ég pakkaði saman og dreif mig heim til að redda nokkrum hlutum og thats that.

Fór svo og púttaði líkt og vindurinn í 1 og hálfan og tók svo vipp og sand það sem eftir leið dags.


Rán

María var rænd í Madrid.

Þau voru stödd í skóbúð og allt í einu var veskið hennar horfið. Það hefur einhver tekið það þar sem það lá í barnavagninum. Hvers konar manneskja rænir barnavagn?

Allavegana þá var hún snögg að loka kreditkortinu og símanum. Það var það eina verðmæta í veskinu fyrir utan lykla,leikföng, 15€ og þess háttar.

Löggan vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið skilst mér því María á það til að taka málin í sínar hendur og verða öskureið, latínó style. Hún hlýtur að hafa öskrað ansi hátt því skömmu síðar fannst veskið með öllu í fyrir utan 15€, lokuðu og ónothæfu kreditkorti og síma án inneignar. Þjófurinn hefur örugglega heyrt í henni.

Þannig að þegar upp var staðið voru þetta síminn (núvirði ca 10þ kr) og 1500 kr sem töpuðust.

Sebastian svaf í gegnum öll þessi læti og virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Ég held eiginlega að honum sé slétt sama. Kannski jafnvel ánægður því núna veit hann að pabbi sinn fær að kaupa nýjan síma og það er alltaf gleðiefni.


Do it

Hafiði pælt í því að enskumælandi þjóðir og fleiri nota orð eins og please eða por favor (fyrir greiða) til að ljúka setningu þar sem manneskja biður um eitthvað. Mjög notalegt og fallegt af þeim að biðja svona fallega.

Hvað gera íslendingar.

Þeir segja ,,gerðu það" sem á ensku myndi þýða

DO IT

Pass me the ketchup, DO IT

soldið krefjandi ekki satt.


Liverpool, a force to be recond with in Europe

1-0 fyrir Liverpool staðreynd.

Á morgun verður farið á range-ið um morguninn í ca 2 tíma svo matur í 15 mín loks pútt og vipp það sem eftir lifir dags.

Maður gæti kannski látið plata sig í 18 ef rétta stemmingin er fyrir hendi.

ps. fituprósentan hefur lækkað um nærri 6%

pps. batteríin eru enn, merkilegt nokk, á lífi


Bíbí og kvaka

Ég fór sem sagt 36 holur í dag með misjöfnum árangri.

Fyrri 18 voru í miklum vindi og hröðum grínum +10. Gabriel vann fyrri hlutan 3€ og ég seinni. Komum út á sléttu.

Svo fór ég núna 18 á Evrópu og gékk vel. Byrjaði soldið shakí og var kominn +4 eftir níu. Svo allt í einu heyrði ég út undan mér bí bí og svo kvak kvak. Hmmmm....fuglasöngur. Bem. Tók 4 fugla á seinni níu og endaði þar á -2. Var sem sagt á +2 í heildina. Notaði aðeins 10 pútt á seinni níu sem er met. Frekar gott ef litið er á það að þetta voru holur 28-36 á einum degi og einbeitingin í púttunum var samt enn til staðar.

Mjög ánægður með daginn sem byrjaði kl 6:30 og endaði 18:30

Statistikín hjá mér er öll að koma til. Eftir ca 20 hringi er ég með 67.93% hittar brautir sem myndi skila mér í 10.sætið á Evróputúrnum.

Ef litið er á hringinn í dag þá var ég með 1.72 pútt á þeim grínum sem ég hitti í réttum höggafjölda (GIR). Sem myndi skila mér í 24.sætið á Evróputúrnum.

Djöfull er ég þreyttur maður. Ég veit ekki hvort að þið trúið þessu en ég fór á vigtina í gær og svo á sama tíma í dag þá sýndi vigtin 1.1 kíló minna. Mestmegnis vökvatap en hey, hvað er smá vökvatap milli vina Wink

Jæja, ætla að reyna að borða smá áður en ég fer á kránna (enginn bjór drukkinn, bara vatn) til að horfa á Liverpool koma sér áfram í meistaradeildinni. 1-0 fyrir púllurum þar sem Jún Árni skorar með þrumufleyg.


Vindur

Vaknaði kl 6:30 og var mættur á teig kl 8.

Gabriel og ég fórum Mijas golf sem er í 20 mín. fjarlægð. Það gékk ágætlega. Það var hífandi rok og grínin eru 8-9 á stimp. Stimp er mælikvarði sem segir hversu hröð grínin eru. Á íslandi held ég að normið sé 3-4 en t.d. á US open er þetta ca 13. La Cala er núna ca 6.

Sum sé, ef mús trítlar framhjá gríninu og ropar óvart, þá hreyfist boltinn. Svo hröð voru grínin í þessum vindi. Án vindsins hefði þetta verið allt í k.

Það ljósa í þessu öllu er að ég þrípúttaði ekki einu sinni. Húrra. Þó skorið hafi ekkert verið glæsilegt. +10

Núna ætla ég að rjúka uppí La Cala og taka annan 18 hring til að auka aðeins á úthaldið.

fyrst 18 holur án buggy haldandi á settinu í hífandi roki og núna 18 holur í buggy í hífandi roki.


Þefið þetta

MGMT-Time to pretend     úúú þvílík gleði..... kúlið byrjar á 27 sekúndu. Gæsahúð

The Wombats-kill the director

 


Einn í kotinu

Jæja þá er ég orðinn einn í kotinu.

Ég skutlaði þeim úta lestarstöð kl 11 og kvaddi þau með tár á hvarmi. Fór svo beint útá völl að æfa.

 

Ég æfi líkt og vindurinn, æfi til að gleyma

Kona og sonur farin, til madrid eitthvað að bjása.

Einn ég sit og sauma, einn ég er hér heima.

Ég sakna þeirra mikið, en hef þó alltaf hann mjása.


Einsamall

María og Sebastian yfirgefa mig á morgun. Þau ætla til Madrid að heimsækja vinkonu Maríu og fara með lest. Það tekur ca 2 og hálfan tíma með þessari nýju lest sem heitir AVE.

Þau koma aftur á fimmtudaginn og verður þá aftur kátt í höllinni.

Tengdó eru súper áhyggjufull, bæði útaf því að María er að fara ein með Sebastian í ferðalag og ekki síst útaf mér. Því hvernig get ég, karlmaðurinn, verið einn heima. Hver á að elda matinn og þrífa þvottinn? Þau eru búin að margbjóða mér í mat alla dagana og Gabí er búin að láta mig fá fullt af mat sem auðvelt er að framreiða ef ég kæmi ekki í mat til þeirra.

Eins gott. Ekki vill ég deyja úr hungri og óhreinum þvott á þessum þrem dögum Tounge

ps. ef þið sjáið engar færslur hérna næstu daga þá vitið þið hvað um mig hefur orðið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband