Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
16.3.2008 | 18:20
Quirkology
Ég er að lesa bók sem heitir Quirkology og segir hún frá allskonar skrýtnum tilraunum og skoðunum á mannlegu eðli.
Á sjöunda áratugnum gerðu Milgram tilraun sem kannaði hve mannheimurinn er tengdur. Fólk fékk pakka til að koma áleiðis til manneskju sem þau þekktu ekki neitt og bjó langt frá þeim. Maður átti að senda pakkann til einhvers sem þú þekktir í þeirri von um að hann þekkti kannski manneskjuna eða einhvern sem gæti þekkt hana, og svo koll af kolli þangað til að loka manneskjan fengi loks pakkann. Kemur á daginn að fólk er að meðaltali 6 manneskjum frá fólki sem það þekkir ekki. Svo kallað six degrees of separation.
Svo var þessi tilraun aftur gerð núna fyrir nokkrum árum til að sjá hvort bilið hafi minnkað sökum betri boðleiða og minnkandi heims. Núna tekur þetta að meðaltali 4 manneskjur. Þannig að hið fræga six degrees of separation er orðið four degrees of separation.
Athyglisvert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 15:19
Vampýra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 07:06
Spurning
Ef það er eitt sem fer í mínar fínustu þá er það þegar atvinnumenn í skriftum eins og blaðamenn og þeir sem skrifa á netinu skrifa allt eins og um spurningu væri að ræða.
Dæmi:
,,Kappakstri í Ástralíu er nú nýlokið og var hann mjög spennandi. Vann Hamilton frekar örugglega og er þar með fyrstur í heildar stigafjölda. Keyrði hann mjög rösklega og var aldrei ógnað."
Þetta ætti að vera svona:
,,Kappakstri í Ástralíu er nú nýlokið og hann var mjög spennandi. Hamilton vann frekar örugglega og er þar með fyrstur í heildar stigafjölda. Hann keyrði mjög rösklega og var aldrei ógnað."
Vinsamlega látið persónuna koma á undan sögninni en ekki á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 06:51
Braveheart
Horfðum á Braveheart í gærkveldi. Hún er ennþá ein besta mynd sem gerð hefur verið. Hún stenst tímans tönn mjög vel. 5 af 5 mögulegum.
Núna er Sebastian að horfa á stubbana, María að kúra aðeins lengur og ég á netvaktinni.
Í dag er pálmasunnudagur og ætlum við að spariklæðast og fara til tengdó í mat í tilefni þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 11:31
Dr. Gunni
Dr. Gunni var að væla um á blogginu sínu hve ömurlegt ástandið væri á Íslandi og hve ílla væri statt fyrir hinum almenna borgara. Við værum svo fátæk og allt í vaskinum, eins og sönnum komma og sósíalista sæmir.
Ég kommentaði á það að sjálfsögðu og sagði honum hve ílla rangt hann hefði fyrir sér. Ísland er eitt besta land í heimi þar sem lífsgæðin eru einna mest og svo framvegis. Auðvelt væri að sjá það með því að búa annars staðar til að fá samanburð.
Hann gerði þetta komment mitt að meginefni á bloggi sínu nokkru síðar þar sem hann ræðir um þetta með hjálp vinar síns sem býr útí Barcelona.
http://www.this.is/drgunni/gerast.html
Gaman er að sjá hve öflugar og sannfærandi mínar athugasemdir geta verið. Þetta blogg hans er eitt mest lesna blogg landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 21:50
Broker
Af hverju heitir maðurinn sem fjárfestir peningunum þínum fyrir þig broker?
To go broke=að fara á hausinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 21:50
110 látnir
Þessi semana santa er mesta ferðahelgin yfir árið á Spáni og þar sem flestir deyja sökum umferðar. Í fyrra létust 110 manns bara á þessum 7 dögum. Á Íslandi látast hvað margir....ca 5-10 á ÁRI.
Núna er þess vegna mjög hamrað á öllu öryggi, beltum og hraða. Fróðlegt verður að sjá hvort talan verði lærri í ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 21:46
Semana Santa
Núna gengur í garð Semana santa, páskahelgin þar sem spánverjinn setur sig í stellingar og tilbiður guð sinn og meyjar sem aldrei fyrr.
Flestar kirkjur hafa nokkra söfnuði en í þorpum er hver kirkja oftast bara með einn söfnuð. Hver söfnuður hefur sína jesú ímynd og sína meyju ímynd. Hver söfnuður fer í sína eigin skrúðgöngu með huge trönur þar sem ofan á er stytta af meyjunni og svo eru aðrar trönur þar sem ofan á er stytta af jesú ímyndinni. Í göngunni eru svo stundum hermenn sem blása í trompeta, berja trommur og sveifla rifflum. Einnig eru alltaf krakkar klæddir nokkurskonar ku klux klan fatnaði í göngunni.
Trönurnar vega nokkur tonn, það eru ca 300-500 persónur sem bera þær og allt er þetta fólk sem hefur lofað að bera trönurnar ef eitthvað gengur eftir. Eins og t.d. ef ég myndi biðja um að komast inn á mótaröðina þá myndi ég fórna mér og bera trönurnar. Það þykir mikill heiður að fá að bera þessi tonn og það er nokkra ára biðlisti.
Hver skrúðganga getur varað allt frá nokkrum tímum uppí marga klukkustundir, það fer náttúrulega eftir stærð þorpsins. Söfnuðurinn hennar Maríu er í 6-8 tíma að þramma um Málaga. Svo þegar gangan kemur að vissum stöðum þá bíður kór útá svölum sem syngur súper sorgleg lög.
Í Málaga eru göngur í 7 daga þannig að það er mikið um að vera í bænum og mjög skemmtilegt að fara niðrí bæ og gera sér glaðan dag, ehem, kannski ekki glaðan því þetta á víst að vera frekar sorgmætt allt saman. Þetta er allt gert til að mynnast síðustu daga Jesús og hans þrautargöngu.
Uppáhaldið mitt er að hlusta á trompetana því það vekur gæsahúð að hlusta á hve sorgmædd lög eru spiluð. Þótt ég sé ekki mikið trúaður þá getur maður nú samt lifað sig soldið inní þetta og sett sig í fótspor hins trúaða spánverja.
María hefur ekki séð þetta í 7 ár og hefur saknað þess að fara á staðinn með pabba sínum eins og þau gerðu alltaf þegar hún var lítil. Mamma hennar og bróðir voru alltaf heima því þeim fannst þetta leiðinlegt (Það er samt alltaf lágmark að fara og fylgjast með sínum söfnuði eins og Gabí gerir alltaf). Antonio og María þvældust útum alla Málaga til að fylgjast með og taka uppá vídeó allt sem fram fór og á kallinn hvílíkt safn af gömlum vídeóspólum með skrúðgöngum.
Núna fer María með syni sínum á hans fyrstu semana santa. Svo byrja hefðirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 18:47
Hringur
Týndi uppáhalds tíinu mínu á range-inu í morgun. Þykkt plasttí sem var ódrepandi, búinn að nota það í ca 500 högg. Það spýttist fram á við og sökum hættu á að fá bolta í mig frá öðrum gat ég ekki náð í það. Það var með trega og söknuði sem ég horfði á tíið þarna 10 metrum fyrir framan mig þegar ég labbaði af range-inu. Ég ætla að reyna snemma á mánudaginn að ná í það þegar fáir eru að slá boltum
Fór hring á evrópu kl 13. Hringurinn tók 5 tíma á buggy. Það var nefnilega allt stappað af englendingum sem drekka bjór í öðru hvoru orði og kunna einfaldlega ekki að leika golf. Það að kunna að leika golf þýðir að gera alltaf við boltaför á gríni, vera röskur í öllu sem viðkemur þinni spilamennsku, ekki skrifa skorið við hliðiná gríninu sem þú varst að klára og sitthvað fleira.
Ég spilaði vel í dag og kom inn á +2. Var á even Steven eftir 9. Einn undir eftir 13. Fékk svo 3 skolla á síðustu 5 holunum. Missti 8 fuglapútt sem hefðu átt að fara oní. (allavegana 4 meters pútt).
Svona er lífið, þetta dettur inn einn daginn. Ég finn að ég er á allt öðru leveli en fyrir mánuði síðan og par hringurinn er á næstu grösum. Er öruggur með járnunum, ásinn er að koma betur inn (12 hittar brautir), vippin voru góð í dag en púttin voru ekki að detta, 31 pútt í dag. (ég kenni auðvitað lélegu ástandi grínanna hérna um það )
Ótrúlegt að vera bara með 1 fugl og samt á +2. Þeir kalla mig ekki Siggi stabíli fyrir ekki neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 17:31
Komin heim
Allt er aftur orðið gott í heiminum. Fuglar syngja, grasið grær og sólin skýn á ný.
María og Sebastian eru komin heim.
Á þessum 4 dögum hefur litli stækkað soldið, það mikið að ég tek eftir því. Segir mun oftar og skýrar dada og kominn með nýtt hljóð í vopnabúrið.
Hann er núna að leika sér að nýja brunabílnun sem Elísabeth og fjölskylda gáfu honum í fyrirfram árs afmælisgjöf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar