Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Litli kútur 11 mánaða í dag

11 mánaðaAfmælisbarnið að borða afmælismatinn sinn í tilefni 11 mánaða afmælisins. Afmæli.

Hann sendir hér á þessari mynd sérstakt salút til allra þeirra sem þarna úti eru. Salút.


Jákvætt/neikvætt

Ég tók eftir því þegar ég renndi í gegnum fyrri færslur að ég segi bara frá því jákvæða í golfinu. Það er kannski skiljanlegt því maður vill nú vera jákvæður gagnvart öllu þessu og tilhneygingin er nú alltaf þannig að láta mann líta vel út.

Svo dæmi sé tekið þá segir maður t.d. alltaf frá löngu upphafshöggunum en ekki þeim stuttu. Vellirnir einfaldlega bjóða uppá svona lengdir því þeir eru mjög hæðóttir og í vindi þá magnast allar vegalengdir. Myndi segja að meðallengd upphafshögga væri 250m.

En svo ég segi nú aðeins frá hinni hliðinni þá á ég líka fullt af hringjum sem voru á 10 og meira yfir pari. Fyrir eitt skref framm á við er hálft tekið til baka. Þannig sé ég þetta, maður mjakast hægt og bítandi áfram hálft skref áfram. Oft er maður að reyna að breyta einhverju í sveiflunni og það tekst ekki upp og lélegir hringir poppa upp. Ekkert big díl, maður lítur á það sem lærdómsferli.

Svo eru það hendurnar. Einn puttinn á það til að festast niðri þannig að ég þarf að rétta hann af með hinum puttunum. Á öðrum putta er ég oftast kominn niðrí kjöt af núningi sem getur verið frekar óþægilegt þegar það nuddast í kjötið á puttanum á móti. Allskonar mini-hlutir sem mann hrjáir en eigi maður tjáir. rím.

Jæja, nóg komið af svona hlutum, aftur að því jákvæða.


Tónlistarverðlaunin

Ég horfði á þetta á ruv.is í gærkveldi og helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Flytjandi ársins: Björk

Lagahöfundur ársins: Högni í Hjaltalín

Textahöfundur ársins: Bergur Ebbi í sprengjuhöllinni

Lag ársins: Verum í sambandi með sprengjuhöllinni

Sönkona ársins: Björk

Söngvari ársins: Páll Óskar

poppplata ársins: Frágangur/Hold er mold með Megas

Rokkplata ársins: Mugiboogie með Mugison/Marilyn Manson

Ég er ánægðastur með að Bergur Ebbi hafi verið kosinn besti textasmiðurinn því hann á það svo sannarlega skilið. Ég hefði sennilega þurft að yfirgefa Evrópu sökum gremju og óréttlætis ef Megas hefði verið valin enn og aftur. Skil ekki hvernig hann fékk bestu poppplötu ársins án þess þó að hafa heyrt plötuna hans þá bara veit ég að hún er viðbjóður. Alltaf skal snobbað fyrir Megasi, úúú hann svo sérstakur,,,,úúú engin skilur hvað hann er að segja. crap. Engin spurning að sprengjuhöllin hefði átt að fá þau verðlaun enda lang----lang---langvinsælasta plata ársins.

Það var gaman að sjá Pál Óskar fá uppreist æru sem söngvari ársins. Hann var einnig kosinn bestur í símakosningu af fólkinu og svo á netinu á tónlist.is. Gaman af því. 


Löggan

Löggan hérna á Spáni er frekar ströng. Mér finnst eins og þeir séu að reyna að skapa nokkurs konar rússa ímynd af sér í þeim tilgangi að fólk virði þá og jafnvel hræðist. Það er ekkert bros í umferðinni hjá þeim, þeir eru alltaf grafalvarlegir og gruna alla um græsku. 

Í gær var ég að keyra heim og beygði inn á aðreyn og sé út undan mér nokkrar löggur. Ég byrjaði strax að svitna og þar sem ég beygi inn þá byrjar ein löggan að benda eitthvað með höndunum að mér. Ok, greinilega random check var það fyrsta sem ég hugsaði og hægði á mér og beygði útaf veginum inná mölina. Tek af mér sólgleraugun, lækka í útvarpinu og opna rúðuna.

Þar sem löggan nálgast bílinn var ég orðinn stressaður og nánast tilbúinn að játa öll voðaverk á mínar hendur fyrirfram. Svo sterk er ímynd löggunar hér að maður vill alls ekki lenda í þeim, maður veit aldrei hvað þeir geta gert, hver veit, þeir geta stundið manni inn án nokkurar ástæðu bara til að sýna mátt sinn. Ég horfinn í nokkra daga og engin veit hvar ég er því að sjálfsögðu fengi ég ekki símtalið sem mér bæri.

Löggan beygir sig niður og ég kominn að suðupunkti. Hann segir með silkimjúkri röddu að hann hafi nú bara verið að benda mér á að hægja aðeins á. Ég þurfti ekkert að stoppa bara fara aðeins hægar.

ok, hjúkkit, ég biðst forláts og skrúfa upp rúðuna, set á mig gleraugun og kveiki aftur á útvarpinu en átta mig skyndilega á því að ég er á möl.

Djöfull var ég stressaður á því að spóla ekki í mölinni þar sem ég keyrði af stað. Þá fyrst hefði löggan aflífað mig.


Heima

Í dag verð ég heima til að létta á fyrir Maríu á meðan hún er veik. Ætla að taka Sebastian í heimsókn til tengdó í mat til að halda uppá Feðradaginn, sem er merkilega mikilvægur. Hann er næstum jafn stór og 25.des. Mæðradagurinn er það hins vegar ekki,,,,,hmmm wonder why.

Í lok mánaðarins kemur Evrópski túrinn hingað til að halda mót á Aloha golfvellinum sem er í 20 mín. fjarlægð frá okkur. Í tilefni þess sló ég á þráðinn til Bigga Leifs og grennslaðist fyrir hvort hann ætlaði að koma á mótið. Hann svaraði því játandi og ætlaði að sjá hvort hann gæti reddað mér passa inná mótið sem er vel. Það verður gaman að fylgjast með honum hérna og sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Gabriel og ég ætlum að kíkja á mótið og reyna að læra eitthvað af þessum köllum. 


Hringur

Fór 9 á ameríku og 9 á Asíu í dag.

Gékk mjög vel. Endaði á +3 með einum þreföldum skolla. Fór í vatn á einni par 4 þannig að þetta vatn stóð á milli mín og par-hring.

31 pútt þar sem ég var að pútta eins og selur. Það fór nánast ekkert í. 

10 misst fuglapútt og 2 arnarpútt.

Fyrra arnarpúttið var á par 5 þar sem ég tók 290m upphafshögg niður í móti og svo lágt laser 7 járn (stinger) 140m í mótvindi. Endaði 1 og hálfan meter frá stöng. Fékk forsmekkinn af túrnum þegar ég heyrði skyndilega fagnaðarlæti í 150 metra fjarlægð þar sem hollið á undan hafði stoppað til að horfa á höggið góða sem heppnaðist svona undur vel. Klappað fyrir kallinum. Eins gott að þau voru farin þegar ég klikkaði á arnarpúttinu.

Seinna arnarpúttið kom eftir upphafshögg á par 4 segi ég og skrifa. Kallinn dreif inná grín í upphafshögginu. Svipurinn á fólkinu sem var að pútta var priceless. 280 metra upphafshögg með vindinn í bakið. Reyndar var þetta 20 metra pútt, en samt.

by the way, lengdirnar bæði finn ég út með lasernum mínum sem mælir vegalengdir og svo í google earth seinna meir þegar heim er komið. Ég slæ nefnilega alla tölfræði inn í sérstakt forrit sem heitir StatDoktor. Þar sé ég nákvæmlega alla tölfræði sem ég vill halda. Ég horfi aðallega á hitt grín, hittar brautir, fjöldi pútta á hittum grínum, meðallengd af teig og svo náttúrulega skorið.


Varnargarður

Vek athygli á nýjum myndum í myndaalbúmi 7.

Þar sést hvernig varnargarðurinn sem við settum upp svo hann væri ekki að skríða upp tröppurnar í tíma og ótíma, var rofinn auðveldlega.

Þarna eru nokkrar myndir sem sýna atburðarásina þar sem hann skríður í gegn um gatið og hvernig fyllt var svo í gatið með krókódíl.

Hint: byrja á síðustu myndinni og flétta til baka.


Veik

Uppáhalds vikan hennar Maríu er gengin í garð. Semana Santa, Páskahelgin.

Að sjálfsögðu nýtti hún sér tækifærið og er orðin veik......komin með rokna hálsbólgu,kvef og beinverki.  Týpískt

Ekkert ógeðslegra en að vera bursta í sér tennurnar að morgni til og sjá út undan sér þetta fisk-kvikindis-skriðdýr labbandi með sínar 100 fætur þar sem allt snyrtidótið er. sargasti durgur.

Málið er að við búum á Spáni, ennfremur búum við hliðiná rosa skógrækt. Þannig að það verður fjör hérna í sumar með pöddur og slíkt.

písát


Fita

Var 32.4% fita en er núna 26%. Takmarkið er að vera ca 20%

Fór og keypti nýjar gallabuxur því hinar eru allt of stórar og lafandi. Var í stærð 38 er núna í 34.

Er loksins kominn í mínar réttu lengdir með kylfunum mínum.

54°---110m (nota líka í allar styttri lengdir, 60° bara kringum grín og í glompum)

Pw---120m

9----130m

8----135-140m

7----145-150m

6----155-160m

5----170m

4----180m

3----190-200m

19° blendingur-210-215m

15° 3 tré--220-225m

9° Ás---240-250m


Nýjar Myndir

Tjékkit í Myndir 6

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband