Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
23.3.2008 | 19:36
Kvebbi
Sebastian er með 0.4 gráðu hita. Í nótt sváfum við nánast ekki neitt því hann var sívaknandi og skælandi, greyið.
Í dag er hann búinn að vera mjög erfiður, alltaf í fýlu með pirring að vopni.
Vonandi jafnar hann sig fljótlega því maður er farinn að sakna þessa skælbrosandi álfs sem ávallt er glaður.
Í öðrum fréttum er ekkert. Fin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 21:50
Besti brandari í heimi
Gæinn sem skrifaði bókina sem ég er að lesa Quirkology, stóð fyrir tilraun eða samkeppni um hvaða brandari væri fyndnastur í heimi. Hvaða brandari höfðaði til sem flestra og fengi hæstu meðaleinkun.
Hann stofnaði www.laughlab.co.uk og bað fólk um að senda inn brandara og gefa öðrum einkun. Á nokkrum árum hafa safnast saman 40.000 brandarar og 1.500.000 manns hafa tekið þátt.
Fyndnasti brandari í heimi er eftirfarandi:
Two hunters are out in the woods when one of them collapses. He doesn't seem to be breathing and his eyes are glazed. The other guy whips out his phone and calls the emergency services. He gasps, "My friend is dead! What can I do?". The operator says "Calm down. I can help. First, let's make sure he's dead." There is a silence, then a shot is heard. Back on the phone, the guy says "OK, now what?"
Í öðru sæti er eftirfarandi:
Sherlock Holmes and Dr Watson were going camping. They pitched their tent under the stars and went to sleep. Sometime in the middle of the night Holmes woke Watson up and said: Watson, look up at the stars, and tell me what you see.
Watson replied: I see millions and millions of stars.
Holmes said: and what do you deduce from that?
Watson replied: Well, if there are millions of stars, and if even a few of those have planets, its quite likely there are some planets like earth out there. And if there are a few planets like earth out there, there might also be life.
And Holmes said: Watson, you idiot, it means that somebody stole our tent.
Minn uppáhalds brandari er hins vegar:
An Alsatian went to a telegram office, took out a blank form and wrote:
Woof. Woof. Woof. Woof. Woof. Woof. Woof. Woof. Woof.
The clerk examined the paper and politely told the dog: There are only nine words here. You could send another Woof for the same price.
But, the dog replied, that would make no sense at all.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 14:54
hola í ??????
Þessi vindasami hringur hafði samt sem áður uppá margt að bjóða.
Á 8. holunni sem er par 3 miðaði ég vel hægra megin (ca. 20 metra hægra megin við holu) við pinnan og ætlaði að láta vindinn fjúka boltanum uppað holu. Það tókst svona vel og biðum við öll í ofvæni þar sem boltinn sveif í fallegum boga í átt að holunni, sannkallað banana hook skot. Holan er í hvarfi en við vorum öll vissum að kúlan væri hámark 30 cm frá holu ef ekki í holunni......kallinn orðinn spenntur.
Ég keyri uppað gríninu og enginn bolti sjánlegur....tíhí tíhí....ég var farinn að finna allskonar hrolla fara um líkamann, þar á meðal sælu og aula. Hæ hó og jibbí jei jibbííí jei, það er kominn 17.júní.
Ég skrefa grínið hægt og rólega og færi mig nær holunni. Á ég að þora að kíkja.......kíki svo loksins og viti menn.............enginn bolti.......what.
Þetta getur ekki verið......spilafélagarnir líta spurjandi á mig og ég hafði engin svör. Enginn annar sjáanlegur hérna sem hefði getað nappað boltanum. Hinir fara því næst að sínum boltum og heyri ég þá skyndilega einn kalla, heyrðu, hér eru tveir boltar. DEEEEM......ekki nóg með að boltinn minn hafði rúllað út af gríninu sökum gríðarlegs vinds, þá rúllaði hann beint oní djúpa glompu.
Ég kom boltanum uppúr glompunni en ekki betur en svo að hann fýkur í næstu glompu við hliðiná. greit. Ég stekk í næstu glompu og ætla dúndra honum uppúr....það tekst.....en kannski of vel...því hann dúndrast yfir grínið og í glompuna á móti......ég er ekki að grínast, allavegana var lítið um að boltinn fyndi helv....grínið.
við vorum öll farin að brosa af þessu og ég endaði með því að taka helvítið upp og setja boltann í vasann. Sama boltann og við héldum að hefði farið holu í höggi takk fyrir.
Á næstu holu sem ég var búinn að ákveða að yrði mín síðasta hola í dag var par 5 monster. Ég steig á teiginn og fann að loksins var þessi vindskratti í bakið og hlakkaði í mér. Ég sagði við fólkið að ég ætlaði að myrða þennan bolta, hann skyldi sko finna fyrir því.
Brautin liggur í öfugt S og ég ætlaði að skera brautina þvílíkt og negla kúlunni eins langt með vindinum og ég gæti. Grip it and rip it time.
Djöfull tók ég á því, ég held að höggið hafi heyrst alla leið til portúgals. 350 metra monster upphafshögg sem skildi eftir aðeins um 110 metra í meðvindi. Take that völlur.
Ekki oft sem ég er á par 5 og tek sand wedge 54° í öðru höggi og er of langur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 14:31
Vindur
Fór á range-ið í morgun og sló nokkra bolta. Fljótlega fór aðeins að hvessa og átti teig kl 12:30
Ég mætti á teig galvaskur en frekar var búið að bæta í vindinn. Við erum að tala um að það var varla orðið stætt.
Ruslatunnur fjúkandi um völlinn, settin hjá meðspilurunum ávallt fjúkandi út um víðan völl. Svo ég tala nú ekki um tréin, heilu greinarnar rifnuðu af trjám í kringum okkur. Hmmmmm það var orðið tímabært að slútta þessu í dag og ég endaði á að fara bara 9 holur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 20:42
Hátíð
Við fórum kl 18 að kíkjá Semana santa loksins. Við fórum þrjú til Málaga og sáum fullt af stöffi. Röltum um og fengum okkur belgíska vöfflu.
Komum við í Alhaurin de la Torre og kíktum líka á fullt af stöffi þar.
Erum núna komin heim. Fin
ps. Ég fékk loksins í dag póst frá mömmu og pabba með 2 golfblöðum....hátíð í bæ.....jibbí. Ég held ég fari bara á klóstið í nokkra klukkutíma til að fá frið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 16:08
Birgir Leifur
Biggi byrjaði á sínu fyrsta móti síðan í janúar kl 14 að staðartíma. Hann kláraði 2 holur og hætti svo. Örugglega vegna meiðsla. Mig grunar að vinstri öxlin spili stórt hlutverk í þessari tragedíu.
Vona bara að komi í mótið í næstu viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 16:06
Tilviljun
Þar sem það er stöðug rigning og læti þá fórum við í La Canada (verslunarmiðtöð) sem er í Marbella. Bara svona til að drepa tímann og leyfa Maríu aðeins að fá frískt loft eftir kvefið. Hvað haldiði að gerist....
Ok. Staðan er þannig.......Við erum stödd á Spáni þar sem íbúafjöldi er ca 43 milljónir. Nánar tiltekið í Andalúsíu, Málaga. Við ákveðum að skella okkur í verslunarmiðstöð í útnára Marbella. Klukkan var 13 og við tökum skyndiákvörðun um að fara inní Matvöruverslun inní La Canada sem einnig selur gsm síma. Þar sem við erum að skoða síma þá heyri ég út undan mér íslensku. Þarna er kominn fyrsti íslendingurinn sem ég rekst á hérna á Spáni. Það er ekki bara það að ég þekki manninn, heldur þá er þetta Blönduósingur í þokkabót. Ekki bara Blönduósingur heldur bjó hann nokkrum húsum fyrir neðan mig á Hlíðarbrautinni í fjölda ára.
Himmi bróðir hennar Völu mættur ásamt stráknum sínum. Þeir eru sjálfsagt partur af þessum 300 íslendingum sem staddir eru í Benalmádena hérna rétt hjá. Hann sagði mér að hans stórfjölskylda sé í smá fríi þarna. Gaman af því.
Spánn-Andalúsía-Málaga-útnári Marbella-Verslunarmiðstöð-matvöruverslun-kl 13-skoðandi síma-fyrsti íslendingurinn-þekki manninn-Blönduósingur-nágranni.
Tilviljun eða guðs náð......you decide.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 09:47
Big Bang
Hafiði velt fyrir ykkur upphafi heimsins......þetta er upphaf alls og er því hrikalega mikilvægt eða ekki bara það mikilvægasta sem hefur gerst,,,, ever.
Hvað skýra þeir þetta svo.....Mikli hvellur.
Kommón....
Gátu þeir ekki kryddað þetta aðeins meira...ég meina.....mikli hvellur.....frekar lame.
Hvellur er eins og eitthvað smá hljóð.
Ég hefði viljað sjá nöfn eins og t.d. Sprenging Maximus, hið Sargasta dong eða hið hrikalega búmm búmm shake the room.
Þessir stjörnufræðingar eru svo mikil nörd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 09:34
Veður
Í nótt byrjaði ég skyndilega að dreyma síðari heimsstyrjöldina. Klukkan 6 rumskaði ég svo og áttaði mig á því að úti var hið mesta þrumuveður sem nokkur maður á jarðríki hefur nokkurn tíman upplifað. (kannski smá ýkjur, en allavegana var þetta rosalegt).
Þrumur og eldingar með nokkra sekúnda millibili. Þegar maður heyrir þetta þá fyllist maður lotningu og ótta samtímis. Þetta er eins og að vera á stór tónleikum og standa við hliðiná hátalaranum þar sem bassinn dúndrast í gegnum líkamann og beinin verða að dufti.
Mjása stóð ekki á sama og Sebastian hrökk nokkrum sinnum upp. Ég dró sængina yfir hausinn af hræðslu á meðan að María svaf þyrnirósarsvefni enda öllu vön.
Þetta hljómar kannski eins og þessi típíska klisja, en þetta virkilega var rosaleg upplifun.
Það eru allir grátandi í Andalúsíu því þessir söfnuðir geta ekki farið í skrúðgöngurnar á meðan það rignir. Það koma daglega fréttir af börnum og fullorðnum mönnum grátandi af vonbrigðum þar sem þau hafa verið að bíða í heilt ár eftir þessu og í sumum tilvikum þá er þetta annað árið í röð sem ekki er hægt að fara út með trönurnar. Óheppin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar