Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
11.2.2008 | 18:54
Makki dí
Við héldum uppá 10 kg farin með því að fara á Macdonalds.
Höfðum ekki farið síðan í nóvember 2007. Maturinn var ekkert spes með flugur á sveimi í kring og allt frekar ósnyrtilegt í alla staði. Eftirbragðið var líka viðbjóðslegt.
Í minningunni var þetta einhvern vegin betri upplifun. Fínt að vera laus við Makkí dí af matseðlinum for good.
Förum bara á burger king eða einhvern annan feitan stað þegar við höldum uppá fimmtán kílóin. Ætli það verði ekki að vera 16kg því makkí dí bætti örugglega við 1kg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2008 | 18:47
Puma skúma
Við fórum í þessaða blessuðu Puma búð sem átti víst að heita sú besta hérna í Andalúciu. Öngvir golfskór. Öngvir ég endurtek.
Puma: Tja...sko...við fáum kannski eitt par einhverntíman í byrjun mars.
SIR: Hvaða týpu fáið þið?
Puma:Ég veit það ekki, viltu ekki bara koma hérna við og tékka á því
SIR: Vilt þú bara ekki koma hérna við og tékka á prumpinu mínu.
Díses.
Það ku víst vera önnur verslun í Málaga en á að vera síðri, great.
við nýttum ferðina í búðasnáp þar sem við náðum að spara okkur heilmikin pening með því að kaupa ekki neitt. Húrra fyrir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 15:18
Puma
Erum á leiðinni til Marbella til að kaupa aðra golfskó. Mig langar í aðra sem eru léttari á sér heldur en þessir Adidas 360 sem ég á. Neðangreindir Puma skór eru aðal kandídatar í þessari leit að meiri léttleika. Svona skór henta betur í þurru veðri þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af dögg eða bleytu. Þar sem veðrið hérna er meira þannig þá finnst mér það vera tilvalið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 19:38
Spá
Hér er búið að vera snilldar veður en nú er útlit fyrir rigningu. Allavega mjög skýjað.
Lítið að frétta nema hvað að við fórum í mat til tengdó í dag.
Horfði á Chelsea-Liverpool í dag, leiðinlegur leikur.
Leiter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2008 | 18:50
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 18:49
Burro taxi
Við fórum í skoðunarferð til Mijas, sem er fjallaþorp þar sem aðal túrista málið er að fara á asnataxana/burro taxi.
Rosalegt útsýni yfir costa del sol, þarna sést stór hluti af strandlengjunni sem er torremolinos/benalmadena/fuengirola/mijas costa/Marbella.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 20:11
fróðleikur
fjórir undir heitir Condor (hola í höggi á par 5)
þrír undir heitir albatross (hola í höggi á par 4 eða par 5 á tveimur höggum)
tveir undir heitir örn
einn undir heitir fugl
Par er par
Einn yfir heitir skolli
Tveir yfir heitir skrambi
Þrír og plús heitir tvöfaldur/margfaldur skrambi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 20:07
Pirr
Nærmynd af högginu neðangreinda.
Þetta er svo nálægt að ég varð eiginlega bara pirraður. Kúlan endaði akkurat fyrir aftan holuna, þ.e. ef dregin er lína frá kúlunni sem sést á myndinni í átt að holunni og farið væri 166 metra áfram þá væri það akkurat upphafið á högginu. dem
Það er kannski ágætt að ég fór ekki holu í höggi í þetta sinn, því hvað er það allra versta sem getur komið fyrir golfara? jú, nefnilega að fara holu í höggi og enginn annar sér það. Engin vitni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 20:00
Aftur
Þetta er 3.brautin á Evrópu sem er par 3. Þetta voru 166 metrar með 4 járni í hliðarvindi. Þarna sést flaggið og þar sem holan er sést lítil kúla er kennd er við golf. Það munaði hársbreidd að ég færi holu í höggi. dem
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 153542
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar