Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Cloverfield

Horfðum á Cloverfield og get ekki mælt með henni. Myndatakan eins og blair witch projekt og lítil sem engin spenna né fjör né gamanmál. hálf af 5 mögulegum.

Pedro Gonzalez

Pedro á afmæli í dag.

Til Hamingju með það.

Djöfull ertu orðinn gamall, gamle ven.


El Luxo lífó

Það segja margir að þetta sé lúxuslíf sem ég lifi. Það er rétt. Rétt í þeim skilningi að ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegt og hef í kjölfarið góðan tíma til að verja með fjölskyldunni. Mér finnst lífið of stutt til að eyða því öllu í rottuhlaupinu og gera eitthvað í 8-9 tíma á dag sem skapar auð fyrir aðra en mig. 

En það er ekki allt tekið út með sældinni. Það sem ég er að gera skapar enga innkomu í húsið. Þetta er viss áhætta sem tekin er í þeirri von um að fá að gera eitthvað að atvinnu sem mér finnst viðbjóðslega gaman og seinna meir fá loks pening fyrir.

Svona er þetta. Það vilja ekki allir fara beinu og breiðu götuna. Sumir vilja fara doglegg til vinstri.


Sími

Mikið er ég óglaður yfir þjónustu símafyrirtækjanna hérna á Spáni. Alveg hreint ótrúleg þjónusta miðað við fjölda fyrirtækja hérna og þeirrar samkeppni sem myndast við það.

Maður þarf alltaf að fara fyrst til Telefónica og fá lína þar, ok, ekkert mál skv. síðu þeirra á það að kosta 13€ á mánuði og enginn uppsetninga kostnaður.

einmitt. Við fengum reikning uppá 123€ fyrir janúar og svo núna 72€ fyrir febrúar. great.

Fyrirtækið sem við völdum til að eiga viðskipti við er ya.com. Keyptum símaþjónustu og net af þeim. Allt þetta átti að kosta 34€ á mánuði og enginn aukakostnaður. Svo áttu líka að fylgja fullt af gjöfum og loforðum.

Höfum ekki fengið neitt af þessum gjöfum og þeir rukka okkur um meira en um var samið.

Svo þegar við biðjum um frekari skýringar á þessu er komið að tómum kofanum. Höfum ekki séð neina pappíra um neitt og enginn vill gera neitt fyrir okkur.

Það er ekkert sem heitir þjónustulund til staðar. Alveg ótrúlegt að spánverjar láta svona ganga yfir sig.


Náður

Svo virðist sem ég sé búinn að ná mér. Líður allavegana betur.

Fer sennilega á stúfana á morgun.

Hér hefur ekki rignt ennþá, en veðrið er alltaf að ógna því. Óþolandi. Maður býst við rigningu en svo kemur ekkert nema vindur og kuldi. Rigningin hefur verið í kortunum í nokkurn tíma núna en einhvern megin alltaf forfallast. Núna lítur spáin þannig út að næstu 3-4 daga verði ekki rigning og svo rigning í 7-8 daga. Hvernig væri nú bara að fá þessa blessuðu rigningu núna og get it over with.

 


Meiri Adams

Orbiting the sun at a distance of roughly 98 million miles is an utterly insignificant little blue-green planet whose ape-descended life forms are so amazingly primitive that they still think digital watches are a pretty neat idea.

Lots of people were mean, and most of them were miserable, even the ones with digital watches.


Solo

Er einn heima. María og Seba fóru í leiðangur. Skoða leikskóla,kaupa inn, heimsókn til tengdó. En aðallega þó til að fara burt frá mér svo minni líkur séu á því að þau smitist.

Dagurinn mun fara í það að lesa/tölvast/sjónvarpsgláp/borða/klósett. Í þessari röð.

Douglas Adams quote of the day:

In the beginning the universe was created. This has made a lot of people very angry and been widely regarded as a bad move.

 


Sem múkki væri

Kom snemma heim í dag því mér leið ílla. Er með sizzlandi hita og almenna vanlíðu. Ég held að það sé útaf þessum hitabreytingum í loftinu. Fyrir stuttu var brilliant veður en núna í 2 daga hefur verið drullukalt og vindur. Næstu 4 daga er svo spáð rigningu. jeiiiii.

Horfðum á nýjustu mynd Wes Anderson, sem heitir The Darjeeling Limited. Hún var lágstemmd en sniðug eins og allar fyrri myndir hans. Royal Tenenbaums, Life aquatic with steve Zissou, Rushmore og Bottle Rocket. Brilliant stuff.

Þessi mynd fær 3,5 af 5. miðað við að Tenenbaums fengi 5.

Höfum líka horft á Meet the spartans, verið að gera grín að myndinni 300. Fyndið fyrstu 20 mín.

2 af 5

Á morgun verð ég heima í þeim tilgangi að láta mér batna.


Að pumpa með Dynamow moskvu

Ég mætti í ræktina í morgun og var að vinna í sixpakkinu þegar einhver gengur inn. Ég sá ekki í andlitið á honum því hann var dökkur sem nóttin. Ég var pínu skelkaður í ca 2 sek en svo kom hann betur í ljós þegar nær dró. Þetta var einn liðsmanna Dynamow Moskvu og angist mín linaðist um helming. Bara um helming því hann var Þeldökkur og massaður í drasl. Til alls líklegur þarna inni og ég forðaðist að horfa í áttina til hans í þeirri von að ógna honum sem minnst. Guð einn veit hvað hefði gerst ef ég hefði óvart náð augnsambandi.

Þarna voru við félagarnir að pumpa saman uns fleiri mættu á svæðið úr röðum Dynamow. Þá girti ég í brók og fann að minn tími var kominn og ég gerði mig líklegan til brottfarar. Þetta var nefnilega ekki álitlegur hópur, fílhraust vöðvabúnt sem hafa það að atvinnu að vera hrikalegir.

Ég fór í búningsklefan og undirbjó heimsókn mína í sánuna sem er jafnan þéttsetin finnskum körlum, alsberum. Ég gekk inn í sánuna og tók eftir því að eitthvað var öðruvísi í þetta sinn. Það var eitthvað sem stakk í stúf og gerði það að verkum að ég braut heilan um það. Ég áttaði mig svo á því hvað það var og kom auga á að það var fjarvera þessa finnsku alsberu kalla sem var öðruvísi en vanalega. Svo var líka slökkt á helvítis sánunni þannig að ég dreif mig í sturtu og kom mér út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband