Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Mynd

Humorous Pictures
moar humorous pics

Walk Hard

Við horfðum á myndina Walk Hard og ég bara á ekki eitt aukatekið auka orð.

Algjörlega sillí mynd með þunnasta húmor ever en einhvernvegin náði ég að ströggla í gegnum fyrstu mínúturnar. Svo vann myndin á og varð bara fín afþreying. Kántrískotin rugl tónlist sem er grípandi, hélt að ég myndi aldrei segja upphátt að gontrí tónlist væri áheyrandi.

Maður var bara farinn að halda með coxs á endanum.

4.6 af 5


Costa

Fórum í sunnudagsmatinn til tengdó í dag og fórum svo strandleiðina heim til að gefa Sebastian góðan rúntsvefn.

Skrýtið að sjá ströndina og allt hafurtaskið í kring svona steingrátt, nánast yfirgefið, og eiginlega fráhrindandi.

Maður hafði alltaf Costa del sol í hausnum á sér sem sól og sumar og allir í stuði. Núna er þetta sem sagt andstæðan við það. Allt grámyglulegt.

Núna er rigning í kortunum næstu daga og útséð með það að ég geri mitt besta í ræktinni á meðan.


Spiderman3

Horfðum á Spiderman 3 um daginn og kom hún ágætlega undan vetri. Hasar og skemmtilegheit. Mæli með henni (öllu nema kanasleikjusenunni). Fín afþreying.

3.5 af 5


Mjólk

Þegar einhver er kúl eða hefur gert eitthvað vel þá segja spánverjar jafnan "soy la leche" eða "tú eres la leche". Sem útleggst ,,ég er mjólkin" eða ,,þú ert mjólkin".

Svo er líka hægt að nota "leche" sem upphrópun þegar eitthvað bjátar á. Ekki ósvipað orðinu ,,djöfulsins" eða "shit".

Svona er tungumálið djúpt.


Bíókvöld

Þar sem skemmtiefni í spænsku sjónvarpi er þunnt sem þrettándi og óspennandi sem ingibjörg sólrún (lástafir sökum virðingarleysis)  þá horfum við soldið á kvikmyndir í staðin, eins og glöggir bloglesendur hafa kannski tekið eftir.

Það hefur gefist ágætlega og mikil lukka með það, ánægjuvogin hefur risið um tvö desibil í kjölfarið.

Vill annars óska Kötu til hamingju með nýja Ifóninn sinn sem, að sögn, er mjólkin.

 


Að gefnu tilefni

Vill koma því á framfæri að stjórastaða Liverpool er laus til umsóknar. Segi ég og skrifa.

(Ætti allavega að vera þannig í hinum fullkomna heimi.)


Bjarni Bjarna

Bjarni Bjarna eignaðist stúlkubarn núna í febrúar. Vill óska honum og hans frú til hamingju með það. Öllum heilsast vel og ánægja ríkir þar á bæ.

Svo vill ég benda á fyrirtækið hans www.kaka.is þar sem hægt er að kaupa allskonar kökur fyrir allskonar tilefni. Hef sjálfur notað þá þjónustu tvisvar og það ávallt vakið mikla lukku.

Vill líka benda á það að kaka þýðir kúkur á spænsku þannig að ekkert vera að hugsa um útrás til spánar með þetta nafn Bjarni minn W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband