Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
19.2.2008 | 11:11
Kúl
María fór út í morgun til að skoða einn leikskóla. Akkurat þegar hún kom til baka og gékk inn um dyrnar byrjaði að rigna. Þegar ég segi rigna þá meina ég rigna sjó. Það hellti niður sjó og með þrumum og eldingum í desert.
Hef aldrei séð annað eins, þetta var rosalegt alveg hreint.
Það kom elding og 1 sek. eftir komu þrumur dauðans, sem merkir að þetta var rétt við hliðina á okkur. Ég náttúrulega útí glugga með kveikt á sjónvarpinu eins og dádýr í bílljósum. María reyndi að tala mig til að slökkva á sjónvarpinu og draga fyrir en ekkert gékk.
Ég var að vona að ég fengi eitt stykki eldingu í mig og kannski einhverja súperkrafta, það yrði kúl.
Núna er þetta hætt og skýin að hverfa og sólin komin út. Skjótt skipast veður í lofti.
Jæja, ætla að drífa mig út í golf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2008 | 07:57
Maurar
Við vöknuðum endurnærð eftir góðan nætursvefn þar sem Sebastian vakanaði bara kl 4 svo aftur kl 8. Fórum inní eldhús til að laga morgunmat og sáum Maura. Það voru nokkrir komnir inn og herinn beið svo úti í viðbragðsstöðu. Ekki veit ég eftir hverju þeir seildust en við erum alltaf mjög varkár og þrífum allt upp sem gæti freistað þeirra.
Það er bara þannig hérna á spáni að ef þú t.d. skilur eftir smá magn af brauðmylsnu á gólfinu þá áttu það í hættu að verða fyrir árás.
Það hefur verið ílla ruglaður rannsóknar maur sem kom hingað inn og kannaði aðstæður. Hann hefur haldið að örbylgjuofninn væri ætilegur og kallað á liðstyrk. Ekki hefði ég viljað vera hann þegar ég kom svo og drap þá alla. Vandræðalegt fyrir hann.
ps. Sebastian situr nú stjarfur fyrir framan stubbana og veltir fyrir sér hvurslags eiginlega skilaboð þetta séu til ungra barna að hafa hommskan stubb með tösku. nei segi svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 22:17
Heimsóknir
Vanalega fæ ég sirka 5-10 gesti á dag á þetta blog. Í dag er talan hins vegar komin í 28. Hmmm skrýtið. Hvað gerðist eiginlega. Ég velti þessu soldið fyrir mér, djöfull er ég vinsæll, er ég svona sniðugur? er ég svona fyndinn? er ég svona djúpur?
Allt þetta hljómar mjög vel en er mjög líklega ekki ástæðan fyrir fjölda heimsókna í dag.
Ég er nefnilega búinn að finna ástæðuna fyrir þessu, er nokkuð viss um að þarna sé sökudólgurinn fundinn.
Prófið að opna www.google.com og skrifið orðið: allsberir. Og leitið svo.
Maður ætti kannski að byrja að nota fleiri dónaorð í fyrirsagnirnar til að trekkja að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 18:50
Allsberir Finnar
Ég gerði aðra tilraun til að fara í sánu eftir ræktina með þessum allsberu finnum. Ég gékk allsber inn í klefan vopnaður vatni,mp3 spilara og handklæði.
Í þetta sinn var kveikt á sánunni. Góð byrjun enda skilst mér að það sé mikilvægt þegar njóta eigi sánu.
Finnarnir voru samt enn fjarverandi. Þeir hafa greinilega frétt af því að ísmaðurinn væri á leiðinni og sprettað út naktir útí rigninguna og þrumurnar. Já sennilega.
Ég sem sagt gékk inn og fann notalega hlýju leika um mig en fannst þó ekki nógu heitt. Ég skellti því þremur stútfullum ausum á steinana og fann fljótt að það voru ca tveimur og hálfri ausu of mikið. Mjög mikill hiti er vægt til orða tekið. Meira svona kæfandi hlýleiki.
Ég skellti í mig hálfri flösku af vatninu sem ég kom með sem gerði það að verkum að ég svitnaði því munmeira. Tilgangnum náð.
Upphaflegur tilgangur Mp3 spilarans í sánunni var til að útiloka næst ljótasta og næst óhljómfegursta tungumál í hinum vestræna heimi. Fjarvera finnana hjálpaði mikið til við það þannig að spilarinn fékk annan tilgang, sem var að skemmta sjálfum mér.
Handklæðið var svo með í för í augljósum tilgangi og fékk einnig nýtt hlutverk fyrir vikið. Mun veigameira en upphaflega var ætlað, en það er svo önnur saga.
Þarna eyddi ég næsta hálftímanum og er betri maður fyrir vikið. Húrra fyrir mér.
ps. flæmska er ljótasta tungumálið, flæmska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 18:32
Massaður
Djöfull er ég massaður. Í dag var ég svo að pumpa með írska stórveldinu í fótbolta Bohemians FC sem hafa unnið titilinn í írsku deildinni oft og mörgum sinnum.
Ég gekk inn í tækjasalinn og sá að það var einhver þarna inni. Mér til mikilla ama erum við að tala um ca 10 írska atvinnumenn í fótbolta. hæ fæf. Ég náttúrulega set hausinn niður og rýk beint að upphitunartækinu mínu, þar voru einmitt meirihlutinn af þessum mössum. greit. Þar sem ég er ekki beint þessi opna týpa þá bara skelli ég á mig heyrnatólum og byrja á minni rútínu.
Sem betur fer sáu þeir fljótt að þessi hvítleggjaði bumbulíus var ekkert lamb að leika sér við og yfirgáfu salinn eftir ca 15 mínútur. Örugglega skíthræddir við the ice man. Eða bara hreinlega búnir í ræktinni. either way, I rule.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 13:31
Þrumur
Hér eru þrumur og hellirigning.
Spennó.
Sundlaugin úti flæðir yfir bakka sína. Hættuástand.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 22:51
Að neðan
Hér að neðan eru skemmtilegir hlutir til að prófa.
Smellið bara á myndirnir þá farið þið á viðkomandi próf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2008 | 21:42
Skrifið eins marga liti og þið munið á 5 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 21:32
Hve mörg 5 ára börn ræður þú við í slag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar