Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

40 punktar

Ég er búinn að snúa kerfinu við og spila hring um morguninn og æfi eftir það. Geri þetta sökum skorts á sólarljósi, það verður dimmt um kl 18 hérna og maður rétt nær 18 holum sökum mikillar umferðar seinni partinn á völlunum.

Fórum út kl 08:40 á Ameríka frá hvítum og ég kom inn á -1 með 28 pútt, 92,3% hittar brautir (allar nema ein) og 61,1% grín. Þetta þýðir 40 punktar og lækkun um 0,4 ef þetta væri í móti.

Kláruðum um 12 og átum hádegismat (tvær samlokur og vatn)

Æfðum svo á reinginu og tókum svo loks vipp og pitch til kl 16.

Snilldar golfdagur og við ætlum að endurtaka leikinn á morgun. Eigum teig kl 09:30

Ég vann 15€ af Gabriel í dag en hann átti reyndar 10€ inni hjá mér síðan í gær. Þannig að staðan er 5€ í plús og við gerum upp eftir morgundaginn.


Catspin

funny pictures of cats with captions
more animals

jón frussandi

Besti gítarleikari okkar tíma er John Frusciante, á því leikur enginn vafi. Þeir sem halda öðru fram vaða í villu og fávisku.

Á síðustu plötu RHCP var sem hann hefði sprengjur í höndunum og gjörsamlega dælt út innóveruðum riffum og seiðandi línum sem dáleiða jafnvel hinn tóndaufa.

Á u.þ.b. 85% af þessum rúmlega 25 lögum fer JF algjörlega hamförum og rífur nóturnar í sig. Gítarsigrar eru unnir á tveggja mínútna fresti og hvergi slakað á.

Það er með ólíkindum að hann hafi ekki fengið bæði fálkaorðuna og óskarinn fyrir þetta snilldarverk.

Fannst bara nauðsynlegt að minnast á þetta þar sem hann er frekar vanmetinn.

Takk.


Hundatal

Hundurinn hans Flea úr Red hot chili peppers dó þegar þeir voru að vinna að plötunni Stadium Arcadium. Hann var búinn að vera partur af fjölskyldunni í áraraðir og mikill missir fyrir þau. Flea bað Tony söngvara að semja texta hundinum til heiðurs og er það síðasta lagið á síðari disknum. Það heitir Death of a Martian og er eitt besta lag þessara tvöföldu skífu.

Það sem vakti athygli mína er lokakafli lagsins þar sem Anthony syngur á hundamáli. Honum tekst vel til og er hundar töluðu ensku þá væri það einhvern vegin svona: 

brave little burncub bearcareless turnip snare
rampages pitch color pages...down and out but
not in Vegas. Disembarks and disengages. No
loft. Sweet pink canary cages plummet pop
dewskin fortitude for the sniffing black noses
that snort and allude to dangling trinkets that
mimic the dirt cough go drink its. It's for you.
Blue battered naval town slip kisses delivered
by duck muscles and bottlenosed grifters arrive
in time to catch the late show. It's a beehive
barrel race. A shehive stare and chase wasted
feature who tried and failed to reach her.
Embossed beneath a box in the closet that's
lost. The kind that you find when you mind your
own business. Shiv sister to the quickness
before it blisters into the newmorning milk
blanket. Your ilk is funny to the turnstyle
touch bunny whose bouquet set a course for bloom
without decay. get your broom and sweep the
echoes of yesternights fallen freckles...away...


King of the Queens

Doug sér innkaupapoka í ruslinu.

Doug: What´s this? Barry´s Big ´n Tall shop!!!!!

Carrie: What, oh, that´s just trash hon

Doug: You got my shirt at the Big ´n Tall Shop!!!!

Carrie: Did I,,,,hmm

Doug: I can´t believe this. At most I thought I was like the biggest size at Macy´s.

Doug: Carrie......When did I make the cross-over?

Carrie: Two years ago at christmas

Doug: OH GOD


Sjálfboðar

Það var urmull af sjálfboðaliðum á Volvo Masters og allir rauðklæddir. Sumir voru power drunk með það litla vald sem þeim var íhlutað. Valdið fólst í því að sjá til þess að áhorfendur hefðu ekki hátt og færu ekki inná brautirnar nema á þar til gerðum stöðum.

Það var hins vegar einn helvíti góður sem var að hleypa fólki yfir brautir. Hann var á sirka miðri fyrstu braut og var opna böndin sem girtu brautirnar af. Sergio Garcia var búinn að stilla boltanum upp og var að fara slá þegar einhver rammur spánverji þurfti endilega að komast yfir brautina. Hann labbaði í mestu makindum og tók ekki eftir neinu og hugsaði bara um sjálfan sig eins og þeim er einum lagið.

Sá gamli kallaði til hans um að flýta sér en spánverjinn tók því svo rosalega ílla og stoppaði og byrjaði að hvumsa og hvamsa um hitt og þetta. Hvurslags eiginlega þetta væri, einhver að birsta á MIG, þvílík óvirðing, og slíkt.....

Gamli sagði þá einfaldlega, drullastu þá bara til að standa þarna, ég mana þig, stattu á miðri brautinni þar sem þú ert núna.

Vittu til, spánverjinn áttaði sig þá á stöðu sinni og sá Sergio og fleiri bíða eftir honum og ákvað að hraða sporunum aðeins svo hann fengi ekki Taylor Made lógóið brennimerkt á ennið.

Ég var þarna skammt frá og hafði mikla skemmtun af. Þegar ég labbaði framhjá kallinum, tók ég í hendina á honum og lýsti yfir samþykki mínu á hvernig hann höndlaði svona dólga. Hann brosti í kampinn og greinilega ýmsu vanur.


Fin

Fór á fjórða og síðasta daginn á Volvo Masters. Ég var búinn að sjá og fylgjast með öllum sem ég vildi þannig að ég naut þess bara að vera þarna og rölta um. Fylgdist smá með Kaymer, Kjeldsen, Westwood, Sergio, karlsson, Harrington, Clarke og fleiri minni spámönnum.

Kom svo heim og náði formúlunni. Þvílík og slíkt. Ég styð Hamilton (er samt lítill formúlumaður) þetta er samt íþrótt þannig að ég hef stundum gaman af þessu.

Þetta var besta formúlukeppni ever. Hamilton náði að vinna titilinn í síðustu beygjunni. Spænsku þulirnir áttuðu sig ekki á því strax og voru frekar svekktir þegar þeir komu til. Það hata allir Hamilton hérna útaf þessari rimmu þeirra Alonso fyrir um ári síðan. Þannig að mér fannst þetta snilld.

Framundan eru flutningar. Byrjum strax á morgun og ætlum að taka okkur smá tíma í þetta, enda liggur ekkert á. Gerum þetta bara á þægilegum hraða. Það eru engin stórmót framundan og allt soldið stefnulaust eins og er. Bara flytja og halda svo áfram að æfa og lækka í fgj.


Nýjar myndir

Myndir frá krýningu meistarans eru komnar í umferð. Þær má finna á myndablogginu hér til vinstri undir möppu "klúbbmeistari".

Þeir sem ekki hafa lykilorðið sendi mér póst.


Sigurmyndin

Ég og Brian sem er Kapteinn klúbbsinsReyndar léleg gæði, en það var þarna alvöru ljósmyndari og maður fær betri myndir. Þessi verður að duga þangað til.

Krýndur Meistari

Ég var krýndur Klúbbmeistari í dag við formlegt borðhald. Ég fékk tvo bikara, einn með mér heim og annan sem verður geymdur í klúbbnum. Sá bikar er alveg eins og the Claret Jug sem er bikar the British open, mjög fansí og ógéðslega töff.

Ásamt því að fá nafn mitt á þennan fræga bikar þá fæ ég nafn mitt skráð á vegg klúbbhússins og verð þar forever á meðal annara meistara. Það er náttúrulega aðalmálið, það er það sem allir óska mér til hamingju með. You got your name up on the wall.

Svo fékk ég vín og ókeypis session hjá David Leadbetter Akademíunni.

Ég þurfti að halda ræðu og allt. Ég var mjög stuttorður þar sem það er ekkert leiðinlegra en að hlusta á þakkir sigurvegara og misheppnaða brandara. Ég var hvort eð er síðastur upp þannig að það var búið að segja alla góðu brandarana. dem......

En......I GOT MY NAME UP ON THE WALL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband