Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sagan hingað til

Það er ekki úr vegi á þessum dýrðardegi að rifja upp hvað skóp drenginn og hvert hans leið liggur.

....ég fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Fór í Menntaskólann á Akureyri og kláraði Tungumálabrautina á tilsettum tíma. Eftir það fórum Sverrir og ég í smá ævintýraleit. Fyrst til Danmörku,svo til Spánar. Á spáni kynntist ég Maríu og ákvað strax að ég ætlaði að verja lífinu með henni mér við hlið.

Eins og sannur víkingur rændi ég henni til Íslands og bjuggum við þar í rúmlega 7 ár. Á þeim tíma fór ég í Viðskiptafræði í HÍ og kláraði á tilsettum tíma ásamt því að ráða mig til Glitnis.

Á þeim tíma sem ég vann hjá Glitni surgaði ávallt í undirmeðvitundinni sá draumur um að helga mig golfinu. Það var því með miklum hug og staðfestu sem ég sagði starfi mínu lausu seint á árinu 2007 og flutti út til Spánar í þeim tilgangi að gerast atvinnumaður í golfi.

Að gerast atvinnumaður í golfi er enginn hægðarleikur þar sem margar hindranir eru á veginum. Maður þarf að setja sér viss markmið og vinna að þeim. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki er nóg að standa bara á æfingarsvæðinu daginn inn og út.

Ég setti mér neðangreind markmið.

1.Æfa skipulega og mikið. (Markmið staðist)
2.Taka þátt í mótum og lækka forgjöfina. (markmið staðist)
3.Verða Klúbbmeistari La Cala. (markmið staðist)
4.Láta að mér kveða á mótaröðinni á Íslandi (óklárað)
5.Komast í núll í forgjöf. (óklárað)
6.Komast á þann stall að verða samkeppnishæfur í úrtökumótum. (óklárað)
7.Komast á mótaröð og geta þannig séð fyrir fjölskyldunni (óklárað)

Hér erum við fjölskyldan því á Spáni að basla okkur áfram í þessum draumi. Við erum gott lið, ég, María, Sebas og Mjási. Án þeirra væri ég ekki hér.

Markmið 1-3 eru veruleiki. Hin markmiðin eiga að klárast í framtíðinni, hve lengi þetta tekur, veit ég ekki, en ég ætla svo sannarlega að reyna. Ef þetta tekst ekki þá er það allt í lagi. Maður hefur allavega reynt að láta draum sinn verða að veruleika og það getur ekki verið svo slæmt.

Þessi tími hér hefur verið brjálæðislega skemmtilegur og við sjáum ekki fyrir endann á þessu. Góður vinur minn sagði við mig fyrir stuttu, það er einskis virði að komast á áfangastaðinn ef þú nýtur ekki ferðarinnar.


afmæli

Fórum til tengdó eftir mótið og borðuðum eins og við hefðum aldrei borðað áður. Þetta var afmælismaturinn okkar Maríu því hún átti afmæli 24 og þann 30 nóv.

Það var kaka og læti og allir lifðu hamingjusamir til æviloka.

FIN


Mót

Fór í mót í morgun á Lauro Golf í blússandi vindi og æpukulda. Stórir vöðvar í líkamanum voru flestir helaðir og því vantaði soldið uppá mýktina í sveiflunni.

Endaði þessi ósköp á +6 sem voru kannski um 4 höggum of mikið fannst mér. Hækka um 0.1 sennilega, ef þetta þá gildir til hækkunar. Fer í 2,6

Ein brautin var heldur skrautleg. Par 4 um 320 metrar, tók blending af teig því brautin er þvengmjó og stutt. Sköllaði boltann 100 metra áfram. Tók því aftur blendinginn og ætlaði að bjarga pari. Sný kúlunni til hægri, höggin verða vart ljótari en sloppí fade going nowhere, fast. Boltinn stefndi á tréin og OB var nokkrum metrum til hliðar. Vúps.
Heyrðu, kvikindið skoppaði skringilega á buggy path og stefndi endanlega í out of bounds. Nei, nei, minn endurkastast af golfbíl sem þarna var staddur og endar 10 metrum hægra megin við grínið, pinhigh, og pinninn var meter frá grínkanti.

Ég átti því erfitt þriðja högg fyrir höndum þar sem að ég tók 60° og lobbaði boltanum eins og phili mikk beint uppí loftið því lítið sem ekkert grín var til að vinna með. Það tókst og ég vippaði ofaní fyrir óverðskulduðum fugli.

Tvö viðbjóðsleg högg og eitt þrusu skiluðu fugli. Þetta er ekkert flókið.

Fátt annað markvert gerðist nema hvað að ég var í ströggli með ásinn og 60° allan hringinn.


niðurhlóð Ríkinu ásamt dagvaktinni. Á eftir að kíkja á þetta stöff.

Eigum flug 20.des með easyJet til londres og svo iceland express til kef. Vinsamlega tjái mér einhver ef þessi tvö flugfélög eru farin á hausinn.....Maður veit aldrei. Helst með ágætum fyrirvara.

Það er svo kalt hérna að maður er með særindi í hálsi tvist og bast. Ég er í skóm innandyra, annars detta tærnar af. Ef maður vaknar á nóttinni og kannski annar handleggurinn er fyrir utan sængina þá má maður búast við því að hann sé orðinn blár af kulda.

Mót á morgun ef það rignir ekki of mikið. Það mun rigna, en ef hellirignir þá nenni ég því. Því tilgangurinn er jú að lækka í fgj, og minni möguleikar eru á því í slæmu veðri.


Gas

Núna finnst okkur við loksins vera komin til Spánar. Hin íbúðin var svo modern og þægileg, svona týpísk fyrir tveggja vikna sumarfrí. in and out.

Þessi er nefnilega ekta spænsk. Þetta segi ég því við þurfum að kaupa GAS til að fá heitt vatn. ÓMG. þvílíkt pain. Erum með tvo kúta sem konstantly þarf að kveikja á til að fara í sturtu og slíkt.

Svo er náttúrulega aðalbrandarinn á heimilinu að þykjast vaska upp þegar hinn fer í sturtu. Eins og í dag. Ég var í chillinu í heitri og góðri sturtu í miðri sjampó rútínu þegar skyndilega allt verður ís-frísing-kalt. Ég stökk til útí kalt hornið á sturtunni þar sem veggirnir kaldir tóku við. Öskraði þvínæst á Maríu að skrúfa fyrir kranann inní eldhúsi svo ég fengi nú eitthvað heitt vatn til að klára rútínuna.

María kom þá rúllandi inn á klósett, vart viðræðuhæf af hlátri.

Þessi brandari er ALLTAF jafn fyndinn. Alltaf. allavega líka næst. þegar ég fæ að hefna mín.


Lateral movement

Fór loks að æfa golf í dag eftir langa fjarveru (nokkra daga). Hvíldin kom sér vel og ég komst að ýmsu nýju í sveiflunni. Ég var búinn að leggja of mikla áherslu á þyngd í vinstri fæti í upphafsstöðu sem gerði það að verkum að í sveiflunni varð lítil lateral hreyfing. Núna er ég með þyngdina betur dreifða á fæturna og ekki 55% í vinstri eins og áður.

Niðurstaðan er að núna er fín lateral hreyfing sem gefur mér miklu meiri kraft í höggum. Góð tilfinning að sveifla easy en fara lengra. Ég var sirka 150m með áttu járni en hafði týnt þessu og var að slá þangað með góðu 7 járni. Núna er ég sem sagt búinn að endurheimta þetta og er sáttur. Maður var farinn að taka meira á þessu því maður vissi að þetta var ekki rétta lengdin, og þannig urðu höggin villtari fyrir vikið.

60°-75m
54°-105m
pw-125m
9-135-140m
8-150m
7-155m
6-165m

Þannig eru lengdirnar mínar í stuttu járnunum.

Tókum fyrsta skype fund í langan tíma við fólkið mitt í lundinum. Ótrúlegt hvað maður einangrast eftir bara 15 daga án netsambands.


1 blogg

þá snúum við okkur aftur að einu bloggi per dag (eða fleiri ef ég er í stuði)

NETtengdur

Þrátt fyrir ítrekaðar og grófar yfirlýsingar um að ég yrði netlaus fram til jóla þá erum við einn, tveir og nettengd.

Tæknimaðurinn dinglaði öllum að óvörum og skellti þessu upp fyrir okkur. Vó. Við keyptum 20mb pakkann en samkvæmt mælingum eru þetta bara 5mb. Gæjinn sagði að það væri sirka meðaltalið á nethraðanum. Bara einu sinni hafði hann séð 18mb hraða, þá bjó viðskiptavinurinn við hliðiná centralnum og aðeins 2 mb töpuð. Ef við kaupum 6mb tengingu þá fáum við sirka 2-3mb.

Svona er þetta bara.

Tilboðið hljóðaði uppá að borga bara 9,95€ á mánuði fram til apríl og byrja þá að borga 39,9€. Frí uppsetning og svo áttum við mjög góðann ráter og engin þörf á að fá skaffaðan ráter frá þeim. 20mb hraða, ótakm. niðurhal og frítt að hringja innanlands.

Raunveruleikinn er hinsvegar eftirfarandi. Borga 39,9 plús 9,95 fyrstu þrjá mánuðina svo bara 39,9€ okayyyyy. Borga 20€ fyrir ráter sem við þurfum ekki og einungis 5mb hraði. Þegar þeir ætluðu svo að rukka okkur 99€  fyrir uppsetningu en við náðum að stoppa það.

Það er sama við hvern við tölum, enginn veit neitt og allt er í gegnum síma, öngvar verslanir þar sem við getum röflað í fólki. Svona virkar þetta hérna á rassi veraldar.

 


Berja menn

Madur má ekki líta af landinu thá eru menn farnir ad berja menn og annan. Steinkjaftur J í VG berjandi Geir í 0xlina. Fyrst er thad stand¡-off vid Bj0rn face 2 face svo ber hann Geir. Heyrdu svo neitar hann thessu 0llu saman,,,,,snilld.

Thurfti ad skrópa í móti í morgun og vera heima med Sebas, hann var med 38,9 stig í gaer og vid vildum ekki senda hann á leikskólann. Greyid,,,,hann svaf bródurpartinn af morgninum í fanginu á mér á medan ég horfdi á vidbjódslegar sápuóperur og dýralífsmyndir.

María er nefnilega á námskeidum á morgnanna á vegum Andalúsíu. Sjálfur Chavez forseti Andalúsíu sem svaradi meili frá henni og reddadi henni frítt á Administrativo kúrs sem er alla morgna í 5 tíma, alla virka daga, fram í apríl,maí. Thá faer hún einhverja stjórnunargrádu. Hún er ad laera um bókhald fyrirtaekja, stjórnun, upplýsingartaekni og allskonar nytsamlega hluti til ad geta betur gengid inn í vinnur. Helvíti heppin bara, eda kannski ekki heppin, heldur thrautseig. María laetur ekkert stoppa sig. Sendir bara meil á adalkallana og uppsker eftir thví.


Netid alveg ad detta inn

Fáum netid sennilega í lok naestu viku. jibbí jei og jibbí jei. Get thá loks endurvakid íslensku stafina, ótholandi ad hafa thá ekki.

Erum búin ad eiga góda helgi thar sem mikid var um afsl0ppun og almennt chill.

Thad er búid ad tala heil ósk0p um Schuster og Real madrid hérna útaf slaemu gengi lidsins undanfarid. Fj0lmidlarnir eru svo rosalega ýktir og leidinlegir hérna og eru búnir ad jarda Schuster.

Schusterinn drullar alltaf svo yfir thá á thessum bladamannafundum, hann er snillingur. Hann bara svarar fyrir sig, ekkert dipló kjaftaedi. Thess vegna eru their náttúrulega leidinlegir vid hann.

anyways...ég hélt ad Real vaeru algj0rlega í skítnum í deildinni útaf thessari umfj0llun, nei, nei....their eru í 2.saeti. úúúúúúúú.....rosalegt.

leiter, er ad fara horfa á Barca leikinn.....


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband