Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

myndir frá Valderrama

Nýjar myndir á myndablogginu undir möppu sem heitir Valderrama. Þetta eru grænspúandi eksklúsiv myndir frá staðnum sem bannar síma og myndavélar. Ég var með síma með innbygða 3,2 mpxl myndavél. KOL ólöglegur.

Ég og kaninn tókum myndir hægri og vinstri. Ég kom heim með 24 myndir og kaninn örugglega með hátt í 50 myndir. Hann ætlar að senda mér þær þegar hann kemur aftur heim til sýn til San Fran.


Valderrama sagan mín

Það var auðmýkjandi að labba inn á Valderrama svæðið þar sem gæslan er hörð. Ég þurfti að stoppa við hliðið og út kom vörður með skrifblokk undir hönd. Ég sagðist eiga teig kl 12:45 og vörðurinn spurði um nafn og ég sagðist heita Rasmussen, segi sona. Hann virtist ekki finna nafnið (var skráður sem SIR) og spjallaði eitthvað í talstöðina og kom aftur og opnaði hliðið með fjarstýringu á beltinu sínu. Töffari.

Hann sagði mér að beygja til hægri og svo aftur strax til hægri. Ég beygði inn á bílastæðið og fattaði af hverju ég átti að beygja strax til hægri. Hitt svæðið var members only. Töff.

Ég var kynntur fyrir spilafélögunum sem voru 54 ára ríkur Dani og 40 ára kani að nafni Brian. Kona danans komst ekki og sá hann því fram á að borga 600€ fyrir einn hring. Við redduðum því með því að afskrá mig og ég spilaði sem konan hans og vorum því bara þrír og allir sáttir með að borga bara 300€.

Við fengum æfingarbolta á slaginu 45 mín fyrir teig, ekki sekúndu fyrr. Þetta voru glansandi Callaway boltar og reingið er flott, það er slegið á grasi og svo var vipp svæði og púttgrín.

Ég smjaðraði yfirmanninn þarna og fékk að spila frá hvítum sem eru um 6000 metrar. Svörtu teigarnir voru ekki til staðar því að sjálfsögðu er verið að geyma þá fyrir Volvo Masters, þeir eru 6300 metrar. Þannig að við sluppum við að þurfa spila frá gulum sem eru einungis 5500 metrar.

Ég var frekar hyped up þegar við fengum kallið um að koma á teig. Get ekki sagt að ég hafi verið nervus heldur meira svona adrenalín kikk og almennur "get ekki beðið" spenningur og "vó, ég er að spila Valderrama" fílingur. Þannig að mér gekk ekkert allt of vel á fyrstu holunum.

skolli-skolli-skolli-par-skolli-par-par-tvöf. skolli-skolli=+7 eftir fyrri níu og ég var frekar skúffaður. Grínin voru náttúrulega út úr þessum heimi en það var ekki málið. Ég var bara ekki í sveiflunni minni því ég var of heillaður af Valderrama. Svipað ástand og vera í návist við einhverja fræga hollywood stjörnu. Held að það sé góð lýsing. Hitti bara 3 brautir og bara EITT grín með 16 pútt. Halló, ég sem hitti 16 grín af 18 í gær.

Reyndar var þetta líka í fyrsta sinn sem ég spila skógarvöll þannig að það var soldið yfirþyrmandi. Alltaf tré að ógna þér. anyways.

Á tíunda teig ákvað daninn að spæsa þetta aðeins upp og skoraði á okkur. Sá sem tapar borgar drykki og mat. Kúl. Við þetta hrökk ég í gírinn og fór að finna mitt golf og hugsa um það sem ég er vanur að hugsa.

par-fugl-fugl-skolli-par-par-þref.skolli-skolli-par=+3

Fín spilamennska fyrir utan þessa einu braut þar sem ég lenti í trjám og reyndi að vera hetja.

14 pútt á seinni og samtals 30. Hitti núna 4 grín en bara 3 brautir.

Skorið var s.s. +10 (með einu dobbúl og einum tribbúl). 30 pútt.6 brautir. 5 grín.

Ég fæ 5 högg þarna frá hvítum þannig að þarna voru önnur fimm auka högg sem áttu ekki að vera (skrifast á stjörnuglampa í augum og fyrsta skógarvallar spilun).

Eftir hringin voru settin okkar tekin og kylfurnar hreinsaðar fyrir okkur.

Kaninn hafði tippað einn strákinn þarna of mikið (20€) og fékk því ógrynni af allskonar Valderrama varningi frá stráknum í þakklætisskyni. Strákurinn spurði svo kanann hvort hann vildi fá passa á Volvo Masters en þar sem hann fer heim til USA eftir nokkra daga þá afþakkaði hann það. Ég var fljótur til og sagði honum að þiggja passann og gefa kellinum stykkið og málið dautt. Ég er því kominn með frían vikupassa á síðasta Volvo masters mótið ever. Sögulegt því þetta er í síðasta sinn sem þetta fer fram hérna eftir rúmlega 20 ára hefð. Á næsta ári verður þetta (the gran finale de Evróputúrinn) í Dubai. Heppinn.

Allt í allt voru þessar 300€ bara nokkuð vel varðar. Hringur á besta velli continental Evrópu, Vikupassi á Volvo Masters, rándýr nýpressaður ferskur appelsínusafi og matur meððí (daninn tapaði). Hey, ekki má gleyma, vel hreinsaðar kylfur og fata af æfingarboltum. Jeeeeeee.

Hápunktur I: 3 metra pútt fyrir fyrsta fuglinum á Valderrama. 11.braut par 5 þar sem púttið sveigði frá hægri til vinstri og rennslið var svo "true" að þetta pútt var eitt það fallegasta golfhögg sem ég hef séð. Rétt andaði á kúluna en kúlan rúllaði öruggt í miðja holuna. Flawless rennsli.

Hápunktur II: 5 metra pútt fyrir back to back fugli á 12.braut sem er par 3. Átti 180 metra í pinna og skellti 5 járni pin high en 5 metra til vinstri. Púttið rann fallega og örugglega í miðja holuna og er fallegasta golfhögg sem ég hef slegið. Flawless I tell ya.

Hápunktur III: 2 metra pútt fyrir pari á 18. brautinni. Lokaholan og frábær endir á frábærum degi. Flawless.


VALDERRAMA

Ég er spenntur og veltenntur. Get ekki beðið eftir að vakna á morgun og fara til Valderrama. Þetta er eins og að fara á st.andrews eða á Anfield eða eitthvað álíka. Örugglega jafn spenntur og vilhelm var áður en farið var í sveitina í gamla daga, þurftu aldrei vekjaraklukku, var bara alltaf vaknaður á slaginu 8 útaf spenning.

Þetta er allt mjög eksklúsiv þarna, maður má ekki koma fyrir 10:30 og maður má bara nota reingið fyrir hringin og aðeins í max 45 mín. Svo má ekki nota gemsa á öllu svæðinu, ekki einu sinni í klúbbhúsinu og alls ekki taka neinar myndir neins staðar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég mun virða þetta að vettugi um leið og ég stíg fæti þarna inn. Myndir smyndir....tek myndir bara útaf því þetta er tekið svo skýrt fram. Það er líka tekið skýrt fram að öllum sem brjóta reglurnar verður umsvifalaust gert að yfirgefa svæðið. Sjáum til með það.

Var að tjekka á google earth layoutið á vellinum og hann virðist bara nokkuð þokkalegur, hlakka til að spila þessar sögufrægu brautir eins og sautjándu og átjándu. ó mæ gúdness. ég læt eins og lítil skólastelpa. En þetta er reyndar eitt það skemmtilegasta sem ég geri, að spila nýja velli. Sérstaklega þegar ég spila vel eins og um þessar mundir.

Spilaði í morgun með þremur skotum og kom inn á pari vallar, reyndar frá gulum en engu að síðar að spila ágætlega. Hitti 16 af 18 grínum sem er met hjá mér, það sem vantaði voru púttin, þau voru alls 34 sem eru ca 4-6 of mikið. En er samt sáttur með heildar spilamennskuna.

Fór svo aftur síðdegis, en einungis níu holur þar sem ég hitti 8 af 9 grínum en var aftur með of mörg pútt. Þessi helv...grín á La Cala eru svo bumpy og misjöfn, alltaf gott að kenna grínunum um. Sjáum til á morgun með grínin á Valderrama,,,,,,get örugglega lítið afsakað mig á þeim velli, besti völlur evrópu. (allavega annar eða þriðji,veit ekki nákvæmlega)


Nýjar myndir

Það eru nýlagaðar myndir á könnunni. Þær má súpa í albúmi 6 á myndabloggi hér til vinstri. Þarna eru myndir úr dýragarðinum þar sem ég púlla eitt stykki rúnarssons brandara á þetta, og svo margt fleira.

Lykilorðið má nálgast með því að senda mér línu og óska eftir því (þeir sem ekki hafa það núþegar)


Rúsína

Þessi rúsína var sérstaklega bragðgóð......nom nom nom

Við feðgarnir horfðum á leikinn saman og skemmtum okkur vel við að gera aðhrópanir að sjónvarpstækinu. Vinsæl orð voru m.a. "áfram", "sendan", "heimskur", "núna" og svo þegar það kom mark þá var það Toooooorreeeeeeeeess með ekta spænsku ílengdu "gol" yfirbragði.

Seba skemmti sér held ég bara betur en ég því þetta var eintóm gleði hjá honum versus taugaspenna og titringur hjá mér.

2-3 staðreynd og þessi úrslit senda skýr skilaboð til annara liða í deildinni.


Zoo

Tókum almennilegan sunnudag á þetta. Skelltum okkur í zoo (eða "þó" eins og spánverjinn kallar þetta). Sáum urmul af dýrum og mesta lukku vakti górillan sem horfði beint í augun á mér. Mér fannst ég vera ansi lítill á því augnabliki. Þessi kolbikarsvörtu augu störðu á mig, svo beinskeitt að mér fannst sem hann væri að lesa hugsanir mínar. Augnaráð hans skarst inn í mig sem sög skerst í járn. Rosalegt móment.

Svo sáum við tígrisdýr, sem var ekkert merkilegt, þar sem við eigum eitt stykki heima hjá okkur. Mjög svipaður bara aðeins minni en samt fallegri.

Fórum þvínæst á róló og vorum þar þangað til að pungur nennti ekki meiru, röltum því á kaffihús og fengum okkur í goggin. Þvílík bongóblíða og almenn yndælistíð. Ég held meira að segja að rósir og fleiri blóm hafi ekki haft undan við að springa út þar sem við löbbuðum framhjá, svo marvelus var dagurinn í dag.

Er núna að setja mig í stellingar fyrir Liv-Mancity. Annað hvort setur leikurinn skugga á fullkomin dag eða verður rúsínan í pusluendanum. Talandi um pulsur, á róló þá förum við seba oft í búðarleik þar sem hann lemur í borð og heimtar að fá keypt Pulsu. Hann segir reyndar pussu en það er svo annað mál (gott að við erum í spænskumælandi landi).


Messi

Horfði á Barca-Atlético Madrid í gærkveldi og man ó man þvílíkur leikur. Messi var allt í öllu.

Nældi í hornspyrnuna sem skóp fyrsta markið. Fiskaði vítið sem skóp annað markið. Skoraði þriðja markið. Átti sendinguna sem skóp fjórða markið. Svo man ég ekki meir, gæti verið að hann hafi átt þátt í hinum tveim mörkunum......gæjinn er ótrúlegur. Hann er hættur að dúllast bara með boltann og er farinn að dúllast og materialæsa.

Það er hálfgerður sunnudagur í okkur núna. Erum á leiðinni út og ætlum í dýragarðinn í Fuengirola, górillur, fílar, ljón og allur pakkinn. sha shem eins og kj orðar það.


update

Spilaði Lauro í morgun og fór á +3 sem eru 34 punktar. Goddddemmitt...4 klaufaskollar og aðeins 1 fugl, rest par. Það er eitthvað við þennan völl sem gerir mér eigi kleift að turn it onnnn.

fór svo aftur 18 holur seinni part dags og spilaði ágætlega. Var 1 og hálfan tíma með 15 holur, svo náði ég í rassgatið á túristunum og spilaði næstu 3 holur á 1 tíma. Æðislegt. Var með 5 dani fyrir framan mig, allir að spila saman. Mikið getur fólk verið skemmtilegt.

Það réðust tveir púddluhundar að mér hérna fyrir utan heimilið þegar ég fór út með ruslið. Ég náttúrulega dúndraði bara í þá með löppunum og þeir hörfuðu skjótt (áttu sennilega ekki von á því að fá auga fyrir auga meðferðina). Þeir voru farnir að narta í mig þannig að það var ekkert annað að gera í stöðuna en að láta þá finna fyrir því. Eigendurnir voru þarna ekki skammt frá og skömmuðu hundana en ekki mig, til allra lukku þá var þetta fólkið sem býr fyrir neðan okkur, þorðu örugglega ekki að segja neitt. Annað fólk hefði kannski komið með eitthvað komment útaf því að ég sparkaði í þá, en ég meina, hey....þér réðust að mér og byrjuðu að narta í mig. Mér finnst þetta eðlileg viðbrögð. Veit ekki hvað öðrum finnst.

Man ekki hvort ég var búinn að minnast á það, en ég er að fara spila Valderrama á þriðjudaginn...hell yeahhhh.....Besti völlur Spánar og á topp 3 í Evrópu myndi ég halda. Það eina sem væri betra en að spila Valderrama væri að spila St. Andrews og Augusta national. One down, two to go.

Kostar ekkert lítið.....en það er 300 evra virði að fá að spila þennan völl 20 dögum áður en Volvo Masters lokamót Evrópumótaraðarinnar fer þarna fram. Hann verður í þvílíku topp formi. Ég lagði mikið uppúr því að spila hann áður en mótið fer fram til að þekkja völlinn þegar ég fer og labba með þessum hetjum í mótinu. Draumur í dós.


segir sökudólgurinn

the nerve......einn að reyna klóra í bakkann eftir það sem hann kom sjálfur af stað. Við værum ekki í þessari stöðu ef hann hefði ekki farið í sandkassaleikinn við Baug. Bara útaf smá leikskólahefnd þá hrundi allt traust á ísland og íslenskt hagkerfi. Gee thanx.......

Eins og maður var fylgjandi þessum manni þegar hann var í forystu xD þá er hann gjörsamlega orðinn vanhæfur opinberu starfi. Sökum elli, veit ekki, veit bara að hann kann ekki að hemja sig.


mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danish him

cat
more animals

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband