Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Pingwie

Sebastian á nýjan vin sem heitir Pingwie (píngví). Þetta er lítil mörgæs sem annars hafði farið huldu höfði á heimilinu og ekki leikið stóran þátt í leikjum Seba.

Einn daginn varð allt hljótt og foreldrar vita að þá er eitthvað í gangi. Þannig að við læddumst um og fundum Sebastian sitjandi á sturtubotninum með Pingwie. Hann hafði rænt rassaþurkunum frá skiptiborðinu og var þarna að skipta á Pingwie líkt og við gerum við hann.

Í dag sáum við hann rölta með Pingwie í hrókasamræðum sem var bara í fínu lagi. Svo kemur Seba með koppinn inní stofuna og leggur hann á gólfið. Þvínæst setur hann pingwie á koppinn og segir piss,piss. Ég held að hann sé að reyna ala hann upp eða eitthvað. Reyndar leist mér ekkert á blikuna þegar Seba settist svo sjálfur á koppinn, yfir Pingwie, og þóttist pissa. Erfiðleikar í uppeldinu? veit ekki.


Hjólkoppur

Þegar við fórum í ferðalagið í gærmorgun þá brá okkur í brún við þá sjón að allir fjórir hjólkoppar bílsins voru horfnir. Greit. um nóttina höfðu sem sagt einhverjir óprúttnir baggar þjóðfélagsins stolið þessum ómerkilegu plast frisbí diskum undan Fókinum okkar.

Það eru um 20-25 bílar hérna yfir nóttina og þeir ÞURFTU að velja okkar bíl. Það var ekki eins og fleiri bílar hefðu orðið fyrir barðinu á böggunum. Nei nei, allir hinir bílarnir voru seif. Greinilegt að þessir menn áttu Ford focus og vantaði fjögur stykki hjólkoppa.

Við lítum því frekar druslulega út núna á fókinum en er samt alveg sama enda ekki mikið bílafólk. Eiginlega slétt sama svo lengi sem þetta létti bara á bílnum og við eyðum minna eldsneyti fyrir vikið.


AukaspyrnuSérfræðingur

Komin heim frá Guadíx og lífið heldur áfram. Það var frábært veður hérna þegar við mættum til Cala de mijas um kl 17 en veðurfréttir segja að frá og með miðnætti verður alerta naranja sett í gang, alveg til þriðjudagskvölds. Alerta Naranja er appelsínugul veðurviðvörun sem þýðir að það verður mjög mikil rigning og rok.

Í kortunum segir rigning alveg til laugardags. Djöfulsins stuð.

Það er komin lausn á efnahagsvanda íslands. Gefið mér allan peningin sem eftir er og ég skal sjá um að koma honum í góða fjárfestingu. MIG.

Sebastian var að vanda miðpunktur allrar athygli í ferðinni og naut þess vel. Hann syngur,dansar og leikur eftir það sem beðið er um. Alger hermikráka.

Við vorum í fótbolta útá svölum áðan í góða veðrinu og hann er orðinn nokkuð góður í að sparka boltanum. Reyndar er hans sérgrein að taka innköst en hann kemur einnig sterkur inn í aukaspyrnunum, þar sem hann stillir boltanum upp og hleypur svo yfir hann (hann er sem sagt blekkingarmaðurinn, ekki spyrnumaðurinn)

Hef ekki snert golfkylfu núna í þrjá heila daga, og sé ekki fram á að geta æft né spilað allavega fram á miðvikudag. Maður fer kannski regnhring þegar vindurinn fer, ekkert að því að blotna smá, fín æfing.


Guadíx

Ætlum að skreppa til Guadíx um helgina. Þorpið er rétt hjá Granada og þar býr fjölskylda pabba hennar Maríu.

Núna er fárviðri og hefur verið alveg síðan við kláruðum átjándu brautina á fimmtudaginn. Það rigndi t.d. svo mikið á leiðinni frá golfvellinum heim að ég hélt að ég yrði úti. Ég honestly var að velta fyrir mér að stoppa bílinn og bíða rigninguna af mér. Við erum að tala um að vegurinn fyrir framan mig var að leysast upp á köflum (malarvegur) og ég þurfti að keyra á 5-20 km hraða.

Ég sá ekki út um gluggan fyrir úrhelli og bíllinn nánast fljótandi vegna regnmagns. Soldið kúl en samt soldið spúkí.

Þetta verður áhugaverð keyrsla þar sem ég vona að við verðum í meðvind.......

Við erum núna sem sagt að undibúa brottför og ég mun ekki verða við á morgun internets-lega-séð. Ísland, ekki fara á hausinn á meðan ok!

 


Kjaftfor Brown

Þeim Gordon og Davíð Odds svipar soldið til. Eru báðir komnir af léttasta skeiðinu og taka orð á lofti og svara með óviðeigandi hætti. Fara fram með fullyrðingar og sneipu steypu í bræði án þess að hugsa sig um hvað og hvernig áhrif þannig hegðun hefur í för með sér fyrir heilu þjóðirnar. Því svona menn tala opinberlega og eiga að vera diplómatískir, rökræða svona hluti milli manna og láta verkin annars tala.

Sammála Guðna í þessu máli. Taka svona menn á orðinu og svara í sömu mynt.


mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður til að létta á kreppunni

Íri sem hafði verið strand á eyðieyju í meira en 10 ár lenti svo í því einn daginn að hann sá eitthvað reka að landi rétt úti við sjóndeildarhringinn. Hann hugsaði með sjálfum sér: "Þetta er örugglega ekki skip." og eftir því sem fyrirbærið kom nær og nær þá byrjaði hann að útiloka möguleikann.
Þetta gæti verið lítill bátur eða fleki.
Skyndilega birtist vera klædd svörtum blautbúningi úr briminu.
Þegar veran hafði lagt frá sér köfunargræurnar og tekið hettuna á blautbúningnum niður sá hann að þetta var glæsilegasta ljóska sem hann hafði á ævinni séð!

Glæsilega ljóskan gekk upp að Íranum sem nú var alveg orðlaus og sagði við hann: " Jæja, segðu mér, hversu langt er síðan þú fékkst þér sígarettu?"
"Tíu ár," svaraði Írinn hissa. Og með það sama þá opnaði ljóskan vatnsheldan vasa á vinstri erminni á blautbúningnum og náði í skraufaþurran pakka af sígarettum. Hann fær sér eina, kveikir á henni og tekur góðan smók. "Góður guð" sagði hann, "þetta er svo gott... ég var næstum búinn að gleyma hvað það var gott að fá sér að reykja!" "Og hvað er langt síðan þú fékkst þér gott írsk viskýtár?" Spurði blondína. Titrandi svaraðið strandaglópurinn, "tíu ár".

Þegar hún heyrði það, þá teygði blondínan sig í hægri ermina og opnaði vasa þar og dró upp flösku og rétti honum. Hann opnar flöskuna og fékk sér gúlsopa. "Þvílíkar guðaveigar!" sagði hann. "Þetta er algjört kraftaverk!!!"
Þegar hér var komið við sögu byrjaði glæsilega ljóskan að renna hægt og rólega niður blautbúningnum... niður að mitti.

Hún leit titrandi á manninn og spurði, " og svo... hversu langt er síðan þú hefur "leikið" þér aðeins???" Með tár í augunum, féll Írinn niður á hné og snökti... "Jesús Kristur... ekki segja mér að þú sért með golfkylfur þarna líka!"

In the know

Jæja loksins kom ein smá frétt um ísland hérna í fréttunum á Spáni. Hún var á þá leið að breskir þegnar sitja í súpunni eftir að breska ríkið ráðlagði þeim að leggja pening inná káptin og lendsbenk. Svo kom fram að þrír stóru bankar íslands væru nú orðnir ríkisreknir og erfiðið tímar framundan.

Ég kom Madrid á kortið í denn þegar ég meilaði sigga stormi hneykslun mína á því að höfuðborg Spánar væri ekki á veðurkorti hans í fréttatímanum. Hann brást við og skellti Madrid á kortið og hafði orð á því.

Alveg eins þá hefur Dabíð Oddson komið Íslandi á kortið á Spáni. Áður fyrr var eina vitneskjan um Ísland hérna sú að það væri mjög kalt þarna, landið væri mjög langt í burtu og það væri myrkur hérna 25 tíma sólahrings. Sumir en fáir vissu að það væru geysirs á landinu og enn færri vissu að Reykjavík væri höfuðborgin.

Núna hefur sem sagt la crisis economica bæst í vitneskju dallinn sem er just great. I´ll never hear the end of this.

By the way ég mæli með að fólk lesi bókina "The end of MR. Y" eftir Scarlett Thomas.


Nær dauða en lífi

Ég ákvað að skrifa ekkert í gær af virðingu við mig. Ég dó næstum því. Svo var heldur engin ástæða til að skrifa því þetta var níundi og eins og allir vita er talan níu ekkert spes.

Ég ákvað að taka daginn snemma og dreif mig í golf því spáin fyrir næstu daga var rigning og rok næstu 3-5 daga. Lenti í holli með þrem bretum sem sökuðu mig um að hafa stolið peningunum þeirra. Næstum því. Einn þeirra á einhvern pening á reikningi hjá Káp-tín eins og hann ber það fram. En allt var þetta nú í gamni sagt og þeir höfðu samúð með íslendingum.

Ég spilaði lala golf og það kom mér á óvart að ég endaði á -1 eftir hringin því það voru öngvir töfrar í spilamennskunni og allt frekar mundane.

Hann byrjaði að hóta rigningu á 15.braut og droparnir seitluðu niður í makindum. no big deal. Það voru þvílík læti á himnunum að við höfðum aldrei heyrt neitt þessu líkt. Þrumur og eldingar og hávaðinn var stórfenglegur. Það var eins og einhver væri að opna hurðina að himnaríki og hjarirnar voru ryðgaðar til helvítis, olíuskortur greinilega viðvarandi þarna uppfrá og Pétri sárvantaði olíu til að smyrja hurðina.

Það var ekki fyrr en á átjándu að rigningin byrjaði fyrir alvöru. Þá byrjaði kapphlaupið og við þustum upp brekkuna á golfbílnum í þeirri von um að haldast sem mest óblautir. Við drifum ekki upp því í rigningunni var stígurinn orðinn renniháll og við spóluðum bara og skidduðum svo aftur á bak. Ég steig út og byrjaði að ýta að hætti íslendinga og það var þá sem ég kynntist því að vera nær dauða en lífi.........

Þetta var svo sannarlega surreal. Allt í einu hægðist á tímanum eins og við þekkjum hann og allt datt í einhverskonar Matrix gír þannig að ég gat séð ótalmarga hluti í kringum mig án þess að tapa miklum tíma. Skyndilega finn ég nokkurs konar loftbylgjur þéttast saman nálægt höfðinu mínu og ég lít aðeins við til að tékka á þessu. Þar sem ég lít til hægri þá sé ég einskonar ormagöng með hvítum depli í miðjunni þeysast í áttina að mér. Þvínæst finn ég eitthvað snerta eyrnasnepilinn minn og ég snarkippi höfðinu fram á við og lít til vinstri. Þá sé ég í rassgatið á golfkúlunni sem fyrir split sekond hótaði að myrða mig með hraða sínum og harðkjarna. Ég sá hana fljúga inn í runna tvo metra fyrir framan mig og lauk þar með atlögu hennar að viðveru minni á þessari jörð. Henni hafði mistekist ætlunarverki sínu og skammaðist sín svo mikið að hún faldi sig og fannst aldrei framar.

Svo snappaði ég úr þessum transi og áttaði mig á því hvað hafði gerst. Ég var í algjöru sjokki. Þá hafði einn bretinn (einmitt sá sem átti pening í kaupþing) slegið kúlunni sinni beint til hægri og ekki kallað nein aðvörunar orð að okkur. Fyrir það færi ég honum þakkir. Bastard.

Ég get svo svarið það. Kúlan snerti eyrnasnepilinn á mér og einn cm til eða frá hefði endað líf mitt. Þarna var ég nær dauða en lífi (þó ég hafi nú reyndar verið á lífi allan tímann) whatever......


King of Queens

Við erum King of Queens-aholics. Erum búin með 1.2.og 9. seríu. Það er leikarinn Kevin James (KJ) sem fer með aðalhlutverkið sem Doug. Hann og Carrie virka vel saman og fara ekki yfir strikið eins og Raymond og konan hans úr Everybody loves Raymond.

Uppáhaldið okkar er hins vegar Arthur, eða Basement artie eins og KJ kallar hann. Þetta er pabbi Ben stiller sem fer með hlutverkið og gerir það með þokka og lipurð.

Just making conversations.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband