21.5.2008 | 19:50
Undirbúningur
Dagurinn í dag hefur farið í undirbúning fyrir ferðina á morgun. Ég fór í morgun með bílinn á verkstæði og lét kíkja á hann, það var fyllt á þetta og hitt. Herlegheitin kostuðu mig heilar 5 evrur, ekki dýrt það.
Ég tók einn hring með Gabriel í millitíðinni. Við fórum á Calanova sem er hérna rétt hjá okkur. Það er frábær völlur með frábærum grínum, svo er hann ódýr þar sem hann er frekar nýr. Við þekkjum pró-inn sem vinnur þarna, hann Monty. Þetta er gæji sem hefur spilað 4-5 sinnum með Tiger Woods og var 3 ár á pga túrnum ásamt einhverjum öðrum túrum. Hann veiktist eitthvað og varð að kúpla sig út og er núna bara að chilla sem pró á Calanova.
Er að horfa á Man-Che í meistarad. og held ég með Chealse þar sem ég vill ekki að man jú nálgist liverpool í verðlaunum. Samt á einn bóginn væri fínt ef man jú vinni því þá færi Ferguson loksins og man jú gæti kannski farið í lægð og þyrfti að byggja upp.
Jæja, seinni hálfleikur er byrjaður,
Við erum að fara norður og það verður ekkert blogg þangað til á mánudagskvöld.
Lifið heil.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.