Leita í fréttum mbl.is

Pixies

Annars er ég að reyna að ala hann upp á Pixies. Það er náttúrulega basic. Þetta er bara grunnur allra músík þreyfingar sem hann á eftir að fara í síðar meir.

Maður byrjar auðvitað á byrjuninni.

Svo skellir maður smá modest mouse, smashing pumpkins, Guns og likku á fóninn til að byggja við áhugann.

Um leið og eitthvað slíkt nemur eyrnasnepla hans þá ríkur hann í lúftgítar senur fyrir fullorðna. Svissar svo yfir í trommuslátt og endar sessionið á trompet hugleiðingum.

Hann er vel upp alinn þessi strákur.


Tissjú

Þrif mín á húsinu vöktu lukku hjá kvennpeningnum. Það kom samt ein athugasemd um aðferðafræðina við að þurrka af.

Hún var eitthvað að setja út á að ég hafi notað þurrkurnar hans Sebastians við að þurrka af. Þessar hálfblautu sem maður þrífur rassinn hans með.

Þær svínvirkuðu en voru greinilega ekki á sama standard og hennar aðferðir.

Svona er þetta bara.

Við pungarnir erum currently að prufukeyra Slipknot og éta pizzu yfir Mæju Bíflugu. Góð samsetning. Það er opið útá svalir og við gagnrýnum gangandi vegfarendur eftir því sem við á inn á milli. þeir eiga það skilið.

Ég skellti í pizzu eftir að hafa fengið leiðbeiningar um að gera pasta með túnfisk. Rebel.

Miklu einfaldara að koma bara við í Mercadona og kaupa eitt stykki á 2€.

Málið, eins og við segjum það, dautt.


Æsi

Þetta er orðið æsispennandi. Hið daglega líf og tónlistin heyja blóðuga baráttu um sigurinn en öllum að óvörum berjast golfið og nöldrið um fallsætið. Þvílík barátta. Þetta er virðingarvert.

11 kjósa hið daglega líf, 8 kjósa tónlistina og 5 hvor kjósa hitt.

LOLcatsið er út úr myndinni rétt eins og frjálslyndi, en það þýðir ekki að þeir munu gefast upp, rétt eins og frjálslyndi.

Sér einhver samlíkingu með þessari kosningu og nýafstaðinni kosningu á Íslandi? I do.


Slipping

Ég horfði á opna spænska í dag þegar ég var einn heima. Á meðan þá blastaði ég slipknot.

Það segir allt sem segja þarf um hve leiðinlegt það golfmót var með Levet í forystu hlutverkinu að ég sofnaði yfir því með Slipknot á fullum styrk.

Þetta er ekki beint þessi rólega ballöðu tónlist.

Thomas Levet + Slipknot = Síðdegisblundur


Nick Faldo

Hann er stundum þokkalega fyndinn.

Hann er að lýsa golfmótinu með öðrum köppum og það var eitthvað að vefjast fyrir þeim hvoru megin port og starboard væri á báti.

Nick var með þetta á hreinu og segir

"it´s easy, the way you remember it is this catch fraise."

"there´s some port left in the bottle"

"That´s how you remember it"

Þannig að port er left og starboard right.


Kæruleysi

Hvurslags kæruleysi var þetta í honum. Að bíða í tæp 40 ár eftir toppnum er bara sinnuleysi.

Í alvöru talað þá hætti ég mér ekki að tékka á þessari skífu. Ef ég fíla hana þá gæti ég alveg eins farið útí kirkjugarð og valið mér reitinn. Tryggt mig í bak og fyrir og kvadd nærstadda.

anyway, taldi mig skyldugan til að tala meira um tónlist þar sem ég fékk eitt atkvæði í viðbót í þann flokk. Maður verður að hafa lesenduna þæga.


mbl.is Dylan á toppinn að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjörtur

Við átum Hjört í kvöldmat. Djöfull var það ógeðslega gott kjöt. Þennan hjört veiddi frændi Maríu fyrir skemmstu.

Heitir þetta ekki annars hjörtur? aka Bambi.

Whatever, hljómar fyndið allavega.


Bubba

Það er nógu asnalegt að horfa á örvhenta kylfinga spila golf. En að horfa á Bubba Watson er Extra óþægilegt. Af hverju? Ég var lengi að átta mig á því.

Það er hvernig hann klæðir sig. Held að punkturinn yfir i-ið er að hann hneppir bolnum alveg uppí háls og virðist svo vera með axlapúða. Fötin eru líka nokkrum númerum of stór.

Hann er með vott af adt eða hvað sem það kallast. Það er mikið að gerast í kollinum hans, hann á erfitt með að halda einbeitingu. Hversu góður væri hann ef hann væri með 100% einbeitingu. Shit.


Napalm

Þegar Guns og Metallica gáfu út sínar skífur á síðasta ári kviknaði rokkarinn aftur í mér. Ég hafði driftað inní weird indie músík, og er enn þar, en með Rokkara auka side effect.

Þetta leiddi svo útí smá experíment inní harða trommurokk senuna þar sem ég var að leita að atdi (rip) like tónlist eða einhverju hörðu og rosalegu.

Tékkaði á Napalm Death bara útaf þeirra sögu og legend. Það var of hart og fast.

Tékkaði svo á einni over hypaðri sveit sem hefur verið áberandi á sviðinu síðan 99

Við fyrstu hlustanir á þessar fjóru skífur þá lofar þetta ágætlega góðu. 20-30% af stöffinu er áhugavert. Það er meira en nóg.

Þessi hljómsveit er Slipknot. Believe it or not. Dæmið mig hver sem vill, en þeir eru með mikið af því sem ég leita eftir. Rosalegum trommum (enda gamall trommari sjálfur), hörðum volatile riffum og atdi(rip) like stemmingu.

Wait and bleed er lag sem súmmerar þetta allt upp fyrir mér. Tékkið á því og þá vitiði hvað ég fíla þegar ég er í rokkara búningnum.

Þess ber að geta að stundum er ég í rokkara búning en stundum í indie búning. Maður dettur inní mismunandi fílíng dag frá degi eins og gengur og gerist. Ekki það að ég sé orðinn einhver dauðarokkari. Ónei.


Tiger

Það er nokkuð ljóst að Tiger er ekki sami Tígurinn og hann var fyrir aðgerð. Hann virðist vera orðinn mannlegur. Sem er miður.

Levet vann á EPGA í dag. Þoli ekki manninn. Hann er með svona bros front og allir halda að hann sé voða skemmtilegur og góður. Rangt. Ég sé í gegnum hann. Sá hann vinna í fyrra á Aloha vellinum hér rétt hjá, labbaði með honum og las hann sem opna bók.

Er að horfa á Quil hollow á PGA á neðangreindum link.

http://www.atdhe.net/index.html

Rip off af Setanta rásinni.


Headlines

Blöðin hérna úti hakka Real í sig. Kalla á breytingar og segja þetta niðurlægingu maximus. Vilja hausinn hans Sergio Ramos af því hann var veiki hlekkurinn þar sem Henry fékk að valsa um að vild. Þeir nefna einhverja 7-10 manns sem eiga eftir að fjúka...

Juan Francisco SARASTI

Þessi strákur er að gera góða hluti. Ég spilaði með honum í Barcelona á El Prat á Campeonato de Barcelona fyrr á árinu. Hann vann það mót og gékk ég með honum síðasta hringinn. Þetta er sami gæjinn og ég óskaði til hamingju með sigurinn eftir innáhöggið...

Mæðradagur

Búðin var lokuð sem seldi gjöfina hennar Maríu þannig að ég gerði bara það næst besta. Þreif fokkin húsið. Hún veit ekki af því þar sem þau eru hjá tengdó. Vonandi tekur hún eftir því. Vill svo óska móður minni til hamingju með...

Tré stunga

Graham er ráðgáta. Eins og ég hef áður sagt þá er erfitt að skilja hvað hann er að segja oft á tíðum. Oft hef ég heyrt hann tala um tréstungu. Sem ég veit ekki hvað er. Tree stab. Fattaði það í dag. Þetta er three stab, þrístunga. Orðið notar hann yfir...

ORÐLAUS

Ég fór niðrá bar til að horfa á leikinn RM-Barca og men ó men hvílíkt og slíkt. Frábær stemming og uþb helmingur á bandi hvors liðs. Það var allt vitlaust þarna. Real gæjarnir fóru þegar 20 mín voru eftir. Menn voru að tala um að þetta væri sögulegt....

listatónn

olræt, hver er fyndinn? Hver gékk berserskgang og kaus tónlistarblaður og almenn meðmæli? Ég helt í fullri alvöru að golf umfjöllunin myndi fá landslide kosningu. Hélt að þetta yrði bara rússnesk kosning nánast. Þannig að ég ætla ekkert að vera að tala...

ING

Á morgun er mót á Lauro sem heitir XI TORNEO KONINGINNEDAG og er styrkt af ING og er hollenskt út í gegn. Maður er ekki maður með mönnum nema að mæti í appelsínugulu og á ég eina slíka peysu. Flott verðlaun segja menn, hótelgistingar og slíkt, sem ég að...

Ég vann

Auðvitað. Ég spilaði gott golf í dag þar sem ég vippaði tvisvar í holu fyrir fugli. Muniði að ég æfði sérstaklega vippin með 54°, ó je baby. Það greinilega borgar sig. Ásinn flawless, vippin flawless, járnin góð og púttin ágæt. Hefði mátt setja 3-4 pútt...

Bridgestone B330s

Ég er búinn með þessar níu Bridgestone kúlur sem ég keypti. Átti 3 B330 og 6 B330S og verð að segja að ég fann engan mun á þessum tveim útgáfum. Svo fann ég engan mun heldur á þessum Bridgestone kúlum og Titleist Prov og Provx. Það eina sem skilur að er...

debet update

já, svo það komi nú fram þá var kortinu hennar Maríu ekkert stolið heldur hafði pabbi hennar eitthvað verið að sýsla í bankanum. Hann var að láta loka korti mömmu hennar sem er aldrei í notkun og einhvern vegin var kortinu hennar Maríu lokað! Þetta er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband