Leita í fréttum mbl.is

dasgelbe

Var ég búinn að minnast á bílinn minn?

Ég fékk brúnan volvo lánaðan frá Bjarna mági mínum. Þetta er 94 módelið, keyrður 250þ kmtr en í topp standi. Bíll með reynslu eins og auglýsingin myndi segja.

Fyrir utan nokkur ljós í mælaborðinu sem einhverra hluta blikka stöðugt þó ég gefi þeim íllt auga.

Það er ekki spilari í bílnum en ég hlusta bara á x-ið sem er ferskur andvari í tilveruna miðað við útvarpsrásirnar á spáni. Þar geturu valið á milli crap eða crap-it-í-crap.

Bíllinn er algjör sleði. Rennireið dauðans. Ég var búinn að keyra í hálftíma út í keflavík þegar það byrjaði að stíga þessi myndarlegi reykur upp úr húddinu. Ég gaf þá bara í til að fá smá vindkælingu á þetta. Kannski að reykurinn hafi eitthvað með þessi blikkandi ljós að gera. I guess we´ll never know.

Svo þarf maður að plana það vel fyrirfram ef maður ætlar að bremsa. Það hökktir allt og hristist nefnilega og maður fær hálfpartinn á tilfinninguna að bíllinn sé uþb að stökkbreytast í transformer kall við hverja bremsingu.

Ég myndi ekki vilja skipta á bíl fyri fimmaura. Ég fíla mig á honum. Soldið amerikanó, soldið white trash, sem passar fínt við derhúfurnar mínar og mitt almenna attitjúd.

ps reyndar ætlar bjarni kannsi að láta mig fá mercedes í staðin. Sjáum til.


Þrír

Fór svo inní skála að leik loknum og ætlaði að næla mér í vallarvísi til að skoða holurnar aðeins betur.

Ég spyr roskna manninn hve mikið vallarvísirinn kosti og hann svarar "þrír"

Já...........þrír segiru...........Vallarvísirinn kostar sem sagt þrír.

Ég lét 15 sek líða og impraði svo á því hverskonar þrír þetta væru.

Þrjár evrur meinaru?

"nei, ég sagði að vallarvísirinn væri frír"

ó, ok takk bæ.


Leiran

Tók hring í Leirunni kl 11:20. Spilaði með ungum strák, Eygló Mirru og svo reyndum heimamanni.

Völlurinn kom mér á óvart. Skemmtilega á óvart. Grínin góð miðað við íslenskar aðstæður og allt annað mjög fínt. Bjóst ekki við þessu.

Er farinn að pútta líkt og vindurinn en vippin eru enn smá strögl. Þangað til að ég fattaði að nota bara pw í þetta, það virðist vera betra.

Ef ég nota 54° eða 60° þá í fyrsta lagi gæti kúlan hoppað og skoppað 45° í aðra hvora áttina sökum grínana og í öðru lagi þá næ ég ekki tötsinu á þessum grínum með ofangreindum kylfum.

Ég rúlla bara kúlunni í staðin með pw og jafnvel áttunni. Virkar betur.

Nota hins vegar 60° þegar ég þarf þess. Lítið grín til að vinna með og slíkt.

Þetta eru ein stærstu grín á landinu held ég. Það eru nokkur þarna sem eru um 40 metrar að lengd. Svaðalegt. Ég fíla það. Svo fíla ég líka röffið á tólftu, alvöru us open röff.

Ég vill alltaf hafa röffið þannig að það sé alvöru refsing ef þú ferð þangað.
Í fyrra var þetta brill en menn kvörtuðu yfir því hve hátt það væri. Crap. Aldrei nógu hátt segi ég nú bara.

Við vorum að slá nokkrum boltum, æfa okkur og slíkt. Allt virðist vera semí fínt hjá mér. Er samt ekkert að toppa. Finnst ég eiga nóg inni.


keini melodien

Við strákarnir duttum inní eitt svaðalegt teknó lag um helgina. Ég setti það í djúkarann hér á hægri hönd. Efsta lagið. Þetta byrjar á 25 sekúndu. og svo aftur á sirka 1.15 mín.

Rosalegt alveg hreint. Þetta er ekki nýjasta lagið en virkar samt sem hanski.

og já, ef maður hlustar ekki á það í botni þá er þetta tilgangslaust.

Við botnuðum þetta í bílnum nokkrum sinnum í röð. Allir með waynes world headbang.

ps takið eftir þegar hann óskar eftir að vera metallica, eins og kj hélt í fyrstu.


vaknivakn

Hann er þétt setinn, fokkin leiru völlurinn. Ætla núna til kef að æfa fyrir mótið á laugar og sunnudaginn. Kíkti á rástímana og bara örfá sæti laus.

Allir að hugsa það sama og ég greinilega.

Fyrst er það Nevadabob til að kaupa skó og hanska, svo leiran.


nýjar myndir

skellti inn nýjum myndum. Nokkrar myndir frá ströndinni þar sem m.a. má sjá dramaqueen, white trash lúkkið og fátt annað.

Þetta er í albúmi 19 og þeir sem ekki hafa lykilorðið biðja bara um það.


góssentíð

guð minn almáttugur, það er góssentíð á lolcats myndum. Langar að pósta sirka fjórar í einu en mun ekki geri í ótta við boycott á síðuna vegna vanvirðingu við skoðunarkönnunina.

Á það bara inni.

Mæli með síðunni http://icanhascheezburger.com/

Langaði að pósta mynd 1-2-5-6-7 og 8. Sú fyrsta er með squirrelnum og sú áttunda með lasna kisanum.

Treysti því að þið tékkið á þessu. Er það ekki Stólafur?


BWUAHAHAHA

Ég hló upphátt þegar ég las þessa frétt.

Je ræt, missir af fletcher. Einn lélegasti góði leikmaður í heimi.


mbl.is Missir fyrir United að vera án Fletchers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRGRÍN

Það er svaðalega fínt að æfa vippin uppí básum. Einnig er fínt að pútta þar. Hef notað það soldið núna og ber þess vel söguna.

Ætla hins vegar núna í hraunkotið í kvöld og mun gefa því séns. Finnst betra að æfa sveifluna þar þannig að þetta er soldið pull me push me situation.


skór

Þarf að fara kaupa mér golfskó. Er á þessum görmum sem leka og særa mig í bak og fyrir. Ekki skynsamlegt. Kannski maður kaupi líka nýja hanska, farinn að lykta nefnilega svo helvíti ílla á höndunum. Alltaf góð vísbending um að maður eigi að skipta þegar...

acostume

Tók æfingu í morgun, svo hring, svo æfingu, svo núna matur, svo æfing í kvöld. Verð að leggja extra áherslu á vipp og pútt. Þetta er rosalegt. Spilaði fínt golf upp að grínum svo var það barningur. +6 í dag en grínin kosta mig um 5-8 högg á hring eins og...

Winamp

Hlóð winamp niður og nota hann til að fylla ipoddinn. Fyrst valdi ég allt og syncaði þetta. Tók nokkra klst enda með um 80 gíg af tónlist. Spilarinn fyllist (120gíg) af einhverri vírd ástæðu. Það var eitthvað auka drasl sem þarna fór með. Fann ekki hvað...

Kaghaup

Tók leit næter á þetta og verslaði í Hagkaup garðatorgi Bara af því að það var opið. Var að reyna að forðast freistingar og slíkt og prísaði mig sælan yfir að hafa sloppið með að kaupa bara draum og lion bar. Og kók. En kókið keypti ég bara til að hafa...

gkg

tók þriðju nóttina í röð vakandi til 4. Í þetta sinn ekkert vín heldur ipod og almenn bachelor stemming hjá keppanum. Vaknaði því bara kl 10:30 og tók bara hring á gkg kl 12. Tók 5 tíma hring þar sem ég spilaði með 3-7 boltum. Nokkur upphafshögg, nokkur...

Íbúðin

Er fluttur inn í íbúðina sem Bjarki útvegaði mér. Snilldin ein verð ég að segja. Allt til alls og meira að segja Play3 á staðnum. Mjög sáttur og til í tuskið. Nálægt öllu sem ég þarf á að halda, nánast í miðjunni þar sem ég mun vera að flakka á milli...

Helgarpassi

talandi um að livin for the weekend. Það var tekið á því um helgina. Ég kom á aðfaranótt föstudags, tók strax hring með pabba, hitti svo strákana um kvöldið og tók á því. Svo daginn eftir smá golf með strákunum og tekið aftur á því um kvöldið. Ég vaknaði...

Hraun

Fór útá Hraunkot áðan til að tékka aðeins á aðstöðunni. Fórum þrír félagarnir og slógum nokkrum boltum. Frábær aðstaða. Tókum svo stutta spilið. Grínið þarna er VIÐBJÓÐSLEGT. Hræðilegt. Þarna mun ég aldrei æfa púttin aftur. Fínt svæði þarna til að æfa...

yfir til þín

Í öðrum fréttum er það helst að ég gleymdi golfskónum mínum á Spáni. Ótrúlega gáfaður. En til allra lukku hafði ég pakkað vara skónum mínum með settinu, en þeir eru gatslitnir. Nú svo má nefna að það hlakkaði í mér að koma hingað með bóndabrúnku dauðans...

SÆÆÆÆÆÆLLLL

Já góðan daginn. Spilaði hring með pabba á GKG í GALE FORCE vindi. Sem var frábært. Skemmtilegt að spila svona sirkus golf og mjög krefjandi í þessum vindi. Þetta var lærdómsríkt, óhætt að segja. Ég var ekki að fatta þessi grín. Ég vill nú ekki koma fram...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 153643

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband