Leita í fréttum mbl.is

Taylor Made málið

Það er verið að vinna í stóra TM málinu. Færslan um málið fyrr í morgun skók golfheiminn. Ekki datt mér í hug að báðir þeir sem lesa þetta blog öllu jöfnu væru svona máttugir.

Allavega, þá sakna ég míns fallega R7 Ltd áss (segir maður áss?).


Dikta

Ánægður með nýja Dikta diskinn. Ekkert kominn með svaka reynslu á hann en þarna eru um 6 lög sem eru instantlí góð. Lag 1-2-3-5-10-12. Nokkur svo potentially góð. Nokkuð gott af 12 laga plötu og það með íslenskri hljómsveit.

Svo fylgdu ókeypis með tvær útgáfur af breaking the waves, sem er gott lag. Svo eitt remix og svo eitt íslenskt lag. Ekki góð.


Veruleiki

Síðasta færsla varð að veruleika.

Bifur

Hef íllan bifur af þessum degi í dag. Potentially sá versti hingað til?

afmæli

María á afmæli í dag. Hún er 19 ára og óska ég henni til hamingju með það. Ég lét senda blómvönd í vinnuna hennar til að gera hana vandræðilega. BLómabúðin bauð að vísu ekki uppá syngjandi kvartett, sem ég hefði pottþétt þegið. Látum þetta nægja.

Stjörnustælar

Fór uppí Saga Film og fór í audition fyrir skrifstofublók statista. Það var ógeðslega gaman. Labbaði þarna inn og móttökustelpan brosti sínu breiðasta til mín og horfði á mig allan tíman á meðan hún hringdi í casting konuna. Hún sagði;

,,hann er kominn"

Ég bara VÓ! mér leið instantlí eins og stórstjörnu.

Svo batnaði það ekki þegar mér var sagt að fara niður hringstigann. Ég labbaði þar niður en þar sem ég var hálfnaður, byrjuðu um fimm stelpur að horfa á mig þar sem þær sátu saman við eitt borðið, alveg þangað til að ég komst niður stigann. Þá brostu þær og ein sagði með hálf histerískum hlátri:

,,Ó, ég hélt að þú værir annar"

,,djöfull er ég friggin með'etta" hugsaði ég og sleikti hægri hlið hársins aftur með hægri hendinni svona rétt til að púlla the signature move of a movie star[ekki ósvipað move og the secret handshake leynifélaga].

Svo kom ein kona og tók loks á móti mér og vísaði mér inní bakherbergi þar sem var stóll,borð,mappa með skjölum, myndavél, vídeóvél og ljóskastari.

Við spjölluðum fyrst um þennan nýja þátt sem þau eru að fara framleiða og svo fékk ég senu til að leika. Ég átti að setjast í stólinn og blaða í gegnum bunkann á borðinu, bjóða svo yfirmanni mínum góðan daginn og láta hann vita að Angantýr Thorlacius væri kominn. Og svo myndum við spinna rest.

Fyrsta taka: Ég hlunka mér í stólinn. Skelf sem hrísla á höndunum með blöðin fljúgandi útum allt. Hún býður góðan daginn. Ég stari beint í vélina og frýs!............tik tak...tik tak.......Segi ekkert...þar sem ég var að pæla hvort ég ætti að horfa á hana eða í vélina. Hún segir þá....,, var ekki eitthvað sem þú vildir segja mér?" Ég hrekk til og bauna frasanum út, bæði með fáránlega skrækum róm og svo leifturhratt að myndavélin náði því örugglega ekki á filmu.

Epic Fail

Taka tvö:Sama, nema ég bara sit casually og blaða í gegnum blaðabunkann. Hún býður góðan daginn og ég svara því rólega. Segi svo:

,,heyrðu, nokkur skilaboð, Hann Logi hringdi og vildi láta vita að hann yrði of seinn á 11 fundinn. Svo er Angantýr Thorlacius mættur og ég vísaði honum bara beint inn."

[kallinn aðeins að bæta við handritið eins og sönn stjarna]

hún segir ,,bíddu, vísaðiru honum inn?", ,,já, átti ég ekki að gera það?" segi ég og púlla ÚPS svipinn.

Svo spinnum við eitthvað meira og allt gékk vel.

Var bara mjög ánægður með töku tvö, og hún líka.

Hún tók svo nokkrar myndir(örugglega í einkasafnið) og sagðist hringja á morgun ef leikstjórinn vildi fá mig og mitt lúkk.

Það væri gaman að taka þátt í þessu, verða bara 8 langir dagar sagði hún. En er svo sem ekkert að hrynja af spenningi. Gæti kannski orðið bögg því capacent hringdi í dag til að spurja mig hvort einhver vinna mætti hringja í mig og boða mig í viðtal.

hmmmm....vega og meta...ólaunað statista starf eða borgað alvöru starf....sjáum til.


statisti

Er að fara í áheyrnaprufu hjá Saga Film. Þeir hringdu í gær. Held að það sé hlutverk statista á skrifstofu í einhverjum þætti. Veit annars ekkert um þetta. Bara spennandi og gaman að prófa eitthvað nýtt.

Svo er meira en líklegt að ég meiki ekki einu sinni köttið. Ég reikna ekki með því. Þar sem ég er með svo powerfull pressans þá á ég erfitt með að ímynda mér hvernig myndavélin gæti ekki verið fókuseruð ALLtaf á mig. Ég myndi bara trufla aðalleikarana.

í miðri senunni mun ég ekki geta staðist mátið og sagt...aaaaaaaand kött!

án djóks þá reikna ég ekki með að nenna að gera þetta. Þetta krefst viðveru dauðans. Yrði upptekinn þarna allan friggin daginn og kvöld. Nenni því ekki nema að fá laun. Það er svo annað. Ætli maður fái laun? Ef ekki þá little statistí go bye bye.


bubbi

Dreymdi að ég væri að þvælast um í köben með Bubba Morthens. Hann bjó þarna og var að sýna mér ófarnar slóðir og þar sem hann hengi. Svo horfði hann sposkur á mig og spurði hvort við ættum ekki að fá okkur eina jónu saman. Ég hélt það nú.

Hvað ætli þetta þýði?


Hvam

einn besti klovn þáttur ever. Reyndar hef ég séð fáa. Frank prumpaði niðrí kjallaranum og fólk hélt að þetta vera fúkkalykt. Fólkið sem var að skoða húsið hætti við að kaupa. Eða eitthvað álíka. Nenni ekki að útskýra það frekar.

Fór á æfingu í kórnum í kvöld. Þetta var góð æfing og árangursrík.


Varúð, major pirr færsla

djöfulsins moðafokking DRASL! Taylor Made vill ekkert gera fyrir mig nema að ég sendi ásinn aftur til spánar, láti þá tékka á honum, og þeir þurfa svo að senda mér nýjan eða whatever, alla leiðina frá FRIGGIN SPÁNI! Djöfulsins óliðlegheit. Þetta kallast...

Opel

Setti Getzinn á verkstæði og fékk lánsbíl í staðin. Glænýjan Opel Vectra. Sjálfskiptan með alvöru græjur og alvöru hestöfl. Ég stillti bassann í botn, þrykkti Silversun Pickups í tækið og gjörsamlega rokkaði út í myrkrið. Þeir segja að viðgerðin taki um...

obligi

Fór í barnaafmæli í dag hjá Perlu. Reyndi að hemja mig í kökuáti. Mistókst. Fyndið hvað það er alltaf lítið af færslum á sunnudögum hjá mér. Hvað ætli liggi þar að baki? Ekki drakk ég einn drykk yfir alla helgina. Ekki þynnka sem sagt. Mér gæti ekki...

tansanía

Það var ammælisboð hjá Maríu í kvöld. Húsið fylltist af spænskumælandi fólki. Það voru kökur og brauðtertur og læti. Pungurinn komst í þetta allt saman og er núna eins og tasmaníudjöfull útum allt hús. Fer vanalega að sofa kl 20:45 eða svo. Það er bara...

KJ sigurvegari

Það varð jafntefli milli KJ og GC í könuninni. 15 á móti 15 atkvæðum. Svo kom eitt rugl atkvæði sem var gert ógilt sökum max 30 atkvæðareglunni. Það má með sanni segja að hinn sanni sigurvegari sé Kevin James, aka KJ, aka Doug, aka Fatty McButterpants....

KJ

Go KJ, koma zo. Nú vantar bara þrjú atkvæði í viðbót og könnunin mun slútta. Öll til KJ og hann vinnur. 2 til KJ og eitt til George og það verður jafntefli.

www.kaka.is

Fékk köku frá Bjarna Bjarna, aka Gull Gulls. Hann á bakaríið www.kaka.is sem heitir reyndar eitthvað annað og flottara en þarna inni er hægt að panta sér kökur og láta myndir á kökurnar og slíkt. Örugglega hægt að gera þetta á mörgum stöðum EN þessar...

Krónukort

Snilld að versla í krónunni. BARA útaf því að á kerrunni er kort af hvar allt er. Annað var það ekki.

Dubai

O to the mothafriggin MG hvað ég er að horfa á vel spilað golf. Þessir gæjar eru on fæææjaaaa. Síðasta mót Evrópumótaraðarinnar og Westwood og Rory eru að berjast um titilinn. Þessir gæjar ásamt McGowan eru að sulla 10mtr púttum hægri og vinstri,...

Desember

Það er fyndið með þessa nýju íslensku mynd, Desember, sem skartar lay low og Tómasi. Hún er klárlega ekki að gera gott mót. Af hverju segi ég það. Bara að lesa þessa dóma sem hún fær. raunsæ og vel gerð segir einn dómurinn. Vel útfærð og eitthvað crap...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 153659

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband