Leita í fréttum mbl.is

Itlob Noj

Í dag á Jón Ingi afmæli. Ég óska honum til hamingju. Hann var nágranni minn á Blönduósi.

Hann var ávallt mikill grallari og eins og frægt er orðið þá stal hann þríhjólinu mínu einn daginn og henti því útí sjó.

Þegar játning lá fyrir eftir langar yfirheyrslur, fóru foreldrar beggja útá bryggju og veiddu hjólið upp með krók.

Við vorum 6 ára

update! við vorum örugglega mun yngri en 6 ára. Ég man ekkert hvenær þetta gerðist og slumpaði bara á 6 ára aldur. En maður er sennilega mun yngri á þessum þríhjólum . Whatever...you get the point.


Snjókúla

Í dag var snjókúlu kastað í bílinn minn. TVISVAR. Þá meina ég í tvö mismunandi skipti. Klukkan 17 og svo aftur kl 21.

Hef held ég aldrei fengið snjókúlu í bílinn áður.

Það var reyndar bara mjög gaman.

Í fyrra skiptið voru María og Sebas með í bílnum. María snappaði og vildi stoppa og elta þá, ég bara hló og sebas spurði hvað gengi eiginlega hér á.

Ég man þegar maður var lítill að kasta í bíla á Blönduósi þá var alltaf skemmtilegast þegar bílstjórinn kom bálreiður úr bílnum og elti mann. Þá var takmarkinu eiginlega náð.

En annars var þetta bara rólegur dagur. Ég slökkti á gemsanum og chillaði bara. Fór á borgarbókasafnið niðrí miðbæ og sat þar einn og las í hægindarstól. Nice.


Ég á afmæli í dag

Til hamingju Ísland með að ég fæddist hér.

Stig

Hvað er málið með þuli! Þeir voru þarfir þegar þurfti að segja frá leikjum í útvarpi. Ekki svo mikið í sjónvarpi. Ég er að horfa á bloody leikinn og þarf ekki einhvern misvitran svokallaðan sérfræðing til að segja mér að Gerrard sé með boltann!

Ég meina.....what gives!

Ég var að stríma LP-Eve í dag af portúgalskri stöð og gæjinn sagði bara nöfnin á mönnunum sem voru með boltann. Frekar fyndið. Það er náttúrulega bara frumstigið.

Hér á ísl eru þeir þó komnir á annað stigið. Kalla sig sérfræðinga til að reyna að halda þessu gangandi áður en að við fáum loks þriðja stigið. Á þessu öðru stigi kalla þeir ekki bara nöfnin heldur eru líka með eigin skoðanir á hlutum tengdum leiknum. Oft mjög misgáfað og oftast eitthvað sem engin hefur áhuga á að hlusta á.

Þriðja stigið væri þá bara friggin hljóðið af leiknum sans misvitrir þulir.

Fjórða og síðasta stigið kemur vonandi innan skamms. Það væri bara leikurinn með ,,GO WEST" á repeat.


DV

Fékk símtal frá blaðamanni. Hann ætlar að skrifa grein um íslandsmeistarann fyrir blaðið á morgun. Afmælisgrein. Kjeppinn þrítugur.

Hann rakti skólagönguna,vinnuferil og afrek meistarans. Ásamt því að telja upp fjölskylduna.

Það verður mynd og læti.

Myndin sem fylgir er croppuð, það sem ekki sést er að ég held á stútfullu G&T glasi, ágætur á því, á MA reunioninu.


Hobnob´s

Borðaði ,,krassandi" morgunmat svo 6 hobnob´s kexkökur með kóki í hádegismat. Þrátt fyrir trefjaríkar kexkökur þá er ég orðinn frekar svangur allt í einu.

Hvaða enska 12 stafa orð er með 6 s? Helmingur stafana er s!!!

ps LP vann Neverton 0-2 á sjúddison.

Ætla að skreppa yfir til Zordiac´s palace of love og horfa á arse vinna Elsu FC og svo Barca taka los blancos.


Gelfoss

María er föst á Gelfossi með Sebas. Nei, nei, bara soldið pirrandi veður. Hún fer bara hægt yfir og þá ætti heiðin að vera fær fyrir getzinn.

Í öðrum fréttum er það helst að í dag er súper sunday.

13:30 LP-neverton
16:00 Arse-Elsa Fc
18:00 El Clássico


Díkíta

Það verður erfitt fyrir Dikta að verða ekki heimsfrægir miðað við hressleika þessara rokkslagara á nýju skífunni. Þeir þurfa virkilega að hafa fyrir því að slá ekki í gegn. Í raun getur bara eitt komið í veg fyrir það....hinn íslenski ,,þetta reddast" hugsunarháttur. Gera ekkert og halda að allt gerist fyrir þá.

Eins mikið og white lies trommarinn er þéttur þá gefur nonni ekkert eftir.

Ég er eins og lítil skólastelpa allt í einu....hefði ekki átt að fara í bíó í gær. kræst!


jer traittör og lúlla hjá pabba sænum.

Það var treittör pungur sem lá uppí rúmi með afa sínum að lesa þegar við komum úr bíóinu kl tæplega 23. Hann fer vanalega að sofa um 20:40 eða svo þannig að hann hékk á síðustu dropunum. Greyið. Það fyrsta sem hann sagði þegar hann sá mig var ,,papá!...

New Keith Moon

Dios Mio! Við fórum sem sagt á New moon sem er vampírumyndin þarna fræga. Þetta var fyrsta kvöldið og fyrsta sýning. Við fórum fyrst á Ruby´s þar sem ég fékk mér Chicken Alfredos Pasta sem var unaðslegt. Við vorum mætt allt of snemma......eða hvað!...

New moon

Ætlum á nýju vampírumyndina á eftir. Þetta er frum eða forsýning, kann ekki muninn. Allavega, það er uppselt og okkur ráðlagt að mæta fyrr. Djöfull verður þetta erfitt fyrir mig. Ég er svo paranoid með sæti og slíkt. Ég mun sennilega fara yfir um. Ætla...

Ping

Gaman að sjá að Ping hefur tekið afgerandi forystu í könnun hér til hægri. Enda hefur það verið mitt merki lengi vel. Póski hlýtur að vera ánægður með þessa kosningu. En þetta er langhlaup. Ekki marktækt fyrr en kannski eftir svona 20 til 30...

Armur

Klikkaði í fyrsta sinn á hundredpushups.com. Það var á öðrum degi í viku 3. Það er svo rosalegt stökk frá fyrsta degi í annan. Svo er ég líka búinn að vera gera þetta soldið tvist og bast. Gleymi að gera þetta í nokkra daga og geri svo þrjá daga í röð....

Þetta er stellingin mín um jólin

see more Lolcats and funny pictures

Æfing

Fór á æfingu í kvöld. Mjög ánægður með Derrick og hans input á sveifluna mína. Hann er að gera hana betri. Fer úr totally custom made in da hood sveiflu í klassíska og áferðarfallegri sveiflu. Minni hnébeygja, tilta/ýta mjöðm til vinstri og efri búk til...

Sebas

Ég og Sebas vorum í þykjustunni leik rétt fyrir svefninn. Sungum allur matur á að fara....etc. Sungum svo afmælissönginn og lékum sem Sebas ætti afmæli. Svo var komið að blása á kertin. Hann blés en til að gera þetta meira spennandi og raunverulegra þá...

Ný könnun

Í kjölfar þess að jafntefli varð á milli KJ og Costanza skellti ég inn nýrri könnun hér til hægri. Hér erum við að tala um hvaða golf vörumerki þú fílar best. Þá meina ég um gæði vörunnar, endingu, þjónustu og slíkt.

Kljéssik

Doug: I lost my wallet Carrie: you lost your wallet! are you sure? Doug: Yes I´m sure, I mean....I won´t be 100% positive until I shower tonight but I´m pretty sure.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband