Leita í fréttum mbl.is

life goes by, on the Talahina sky

Ótrúlegt en satt er ég ekki enn orðinn 100%. Ekkert veikur en samt enn running on 88%.

Ég fór með Sebastian í kringluna í gær. Hann var sjóræningi. Hann er of ungur til að snýkja nammi þannig að við fórum bara okkar vanalega rúnt. Á morgun er svo frí á leikskólanum og við munum dunda okkur því frá 8 um morgunin á föstudeginum til 9 um morgunin á mánudaginn.

Við munum fara á bókamarkaðinn í perlunni, fara í litla íþróttaskólann hans á laugardaginn og svo fara í ævintýraferð í strætó.


Ný könnun

Ég setti inn smá könnun varðandi hvaða kylfur heilla mest. Hvort sem það er vegna reynslu af járnunum eða bara hvort þær heilla við fyrstu sýn.

'tis all good

Ég verð bara að segja að ég fékk bóner yfir þessum Adams Pro Black járnum.


Hugsanlegir kandidatar

Núna er ég á fullu að leita að góðum kylfum til að taka við keflinu af Ping S59 sem eru orðnar gamlar og mjög notaðar.

Hugsanlegir kandidatar:

Mizuno Mp 68 = Falleg blade járn. Meira veit ég ekki.
http://golf.mizunoeurope.com/irons/mp-68/

Ping: Annað hvort i15 eða S57. Líkar við og þekki Ping.
http://www.ping.com/clubs/ironsdetail.aspx?id=438

Taylor Made: Mjög vinsæl járn. Spurning um að tékka á því.
http://www.taylormadegolf.eu/irons/tour-preferred-irons.html

Srixon Z-TX: þekki þau ekki en spurning um að gefa séns.
http://www.srixon.co.uk/products.aspx?product_id=85

Adams Pro Black: Hættulega flottar kylfur sem vert er að prófa.
http://www.adamsgolf.com/products/irons/problack.php

Held ég sé að verða ástfanginn af þessar mynd
http://www.todaysgolfer.co.uk/upload/42870/images/Idea_Pro_Black%20set.jpg

Adams klárlega þær sem ég er spenntastur fyrir í augnablikinu.


Titleist 690 mb

Ég prófaði Titleist 690 mb í gær. Smá vonbrigði með þær kylfur. Þetta eru reyndar kylfur frá árinu 2002 og því mikil framför orðin síðan þá. Samt, þetta eru klassískar titleist kylfur og ættu að gefa góða mynd af hvernig 695 mb myndu spilast, sem eru frá 2007.

Mér fannst ég vera sveifla járnpriki með steinklumpi á endanum. Fáránlega þungar kylfur og mjög spes að fara í þær frá ping kylfunum. Þegar ég fór svo aftur í ping þá fannst mér ég vera með plastkylfur í höndunum.

Gjörsamlega truflar allt tempó í sveiflunni sem ég hef verið að æfa hingað til.

Þetta var soldið skrýtið því mér fannst mun erfiðara að ná góðu höggi með pw og sexu heldur en með 3 járninu. Þristurinn ætti að vera í raun ein erfiðasta kylfan í pokanum en einhverra hluta vegna þá myrti ég kúluna alltaf beint af augum. Það gaf mér gífurlega vellíðan en hinar tvær toguðu mig aftur á jörðina því miður.

Ég var alltaf að púlla hinar kylfurnar. Ætli þunginn í kylfunni hafi gert að verkum að líkaminn hafi þurft að toga meira í hana til að ná henni niður og verið því opinn við impact! Að líkaminn færi of fljótt í gegnum tempóið og væri á undan kylfunni! Þannig að kúlan væri alltaf að fara beint til vinstri?

Hver veit(Derrick). En allavega þá var þetta ekki byrjunin á ástarævintýrinu sem ég hélt að það yrði.

Núna er ég á báðum áttum með hvort ég vilji Titleist. Þær eru nefnilega þekktar fyrir að vera mjög þungar og stirðbusalegar sagði Úlli mér. Mér finnst ég mun opnari fyrir að prófa aðrar tegundir. Væri kannski til í að sveifla Mizuno, Srixon, TM og nýju Ping. Svona þar sem ég er kominn á jörðina með að vilja eingöngu blade lúkkið. Ég meina....ég vil fallega blade lúkkið, en bara ekki svo mikið að ég fórni sveiflunni, góðum árangri og eigin vellíðan.


Siggarnir eru víða

Hérna er svo Bubbi Morthens þeirra þjóðverja.......Siggi Mertens!!!

Ekki slæmt....siggi Mertens að kenna fólki að spila Bryan Adams 


Siggi Rose

Þegar ég var lítill hélt ég voða mikið uppá Axl Rose í Guns n Roses. Ég átti plakat og allt. Ég gekk þó ekki jafn langt og félagi minn hann Siggi Rose frá Þýskalandi. Hann tók þetta alla leið.

 


bækur

Annars er ég búinn með ...and another thing, sem er sjötta bókin í Hitchhikers trilogíunni. Hún fær nú bara um 3 measlý stjörnur af 5. Must ríd fyrir Douglas fan en alls ekki lesa hana ef þú hefur ekki lesið hinar bækurnar.

Nú get ég spenntur einbeitt mér að keith richards og motley crue bókunum.

Samt eitt sem ég þarf að nefna, ég er á engan hátt aðdáandi keith né mötley crue. In fact þá gæti ég ekki nefnt eitt lag með mötley.

Ofangreindir eru bara svo þekktir fyrir fáránlega sukkað líferni að ég get ekki beðið með að lesa um allar sögurnar. The booze, the women and the rock and friggin roll.


sljéppur

Búinn að vera að jafna mig eftir smá slappleika. Búinn að vera soldið undir veðrinu. Fór til að mynda ekki á morgunæfingu í morgun og mun ekki taka coppers testið á eftir. Mun samt mæta og pútta og vippa. Fínt að fara aðeins út til að viðra rassinn. En svona hörku púl held ég að myndi ekki gera neinum greiða.

RIP da pussy

Mamma fór með vonda köttinn sem stal matnum hans Pjakks til dýralæknis. Hann var ekki merktur þannig að núna hvílir hann með jimi hendrix sér á vinstri hlið og Omar Sharif á þeirri hægri.

Kemur á daginn að þau þekktu hann samt. Þetta var villiköttur sem hafði verið ráfandi um Garðabæ í dágóðan tíma. Aðrir kéttir verða fegnir að vera lausir við hann að sögn.

Hann var orðinn helmassaður á lífinu á götunni. Hann klárlega barðist með kjafti og klóm til að fá sér í svanginn hér og þar. Þetta var hörkukisi sem kallaði ekki allt ömmu sína. Mamma átti í erfiðleikum með að láta hann í búrið.

Ég eiginlega vorkenni honum smá. Aleinn á götunni og engum þótti vænt um hann. Hann er reyndar ekki farinn ennþá. Hann er núna á dauðadeildinni hjá dýralækninum í Garðabæ. Dead puss walking.

RIP ljóti vondi köttur

Vonandi fara göturnar í kisuríki betur með þig


himinn og haf opnast

Það er allt að gerast í dag. -Tvær nýjar bækur að detta í hús sem ég er búinn að vera bíða eftir síðan eistun gengu niður. Keith Richards ævisagan og Mötley crue sagan. -Fæ kannski að prófa Titleist 695 mb í vikunni að sögn. -Og svo það...

Afmæli

Pétur og Stefán Ólafur(Stólafur) eiga afmæli í dag. Bloggið óskar þeim til hamingju og meigi þeir eiga góðan dag.

Stórtíðindi!

Það var að berast í hús stórfrétt frá lundinum. Pabba tókst að klófesta vonda köttinn sem stelur alltaf matnum hans Pjakks. Þau heyrðu hljóð í nótt, þegar kötturinn fór inn um lúguna hans Pjakks. Þau kipptu í spottann og fallhlerinn sem pabbi hafði...

draumur

mig dreymdi að Arsene Wenger yrði rekinn. Martröð....harla.

part 2

Hef sjaldan verið jafn eftir mig eftir eitt ferðalag. Er ég orðinn svona gamall eða? Kannski bara orðinn of feitur andskoti. Út að hlaupa á morgun. Gleymdi að segja frá því í gær að ég fór á Greifann. Fékk mér Stallone mínus laukur. Hún var himnesk. Svo...

Ferðin á heimsenda

Settist uppí bílinn. Setti í gang og byrjaði Road trippið með tónlist í botni. Stoppaði í N1 og lenti aftur á Paolo afgreiðslumanni. Ég hélt fyrst að hann væri frá máralandi en hann var svo hress að ég spjallaði aðeins við hann. Kemur á daginn að hann er...

of hress þessi?

see more Lolcats and funny pictures

eyri er kennd er við Akur....here I come

mun skottast núna á eftir norður á Akureyri. Ekki seinna vænna. Hef ekki komið þangað síðan síðastliðið sumar (eins og frægt er orðið). Mun ekki skipta niður um gír þangað til ég er kominn í gluggasæti á Greifanum með eitt stykki ,,Stallone mínus laukur"...

and Rohan will answer!

mig dreymdi eitthvað um eitthvað og það eina sem ég man kristaltært er þessi setning. ...and Rohan will answer! ég googlaði þetta og eins og ég vissi þá er þetta úr LOTR. ARAGORN: The beacons of Minas Tirith! The beacons are lit! Gondor calls for aid!...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband