7.3.2010 | 17:32
Heimskt fólk
Fórum og sáum 5 mín af leikritinu því Sebas hafði akkurat engan áhuga á þessu barnakjaftæði. Ég reyndi að gera þetta spennandi með því að segja að úlfurinn væri að koma og slíkt. Hann bara leit á mig og gaf frá sér nonchalant vibe. Eins og hann væri of gamall fyrir svona crap.
Við ráfuðum því um safnið og sebas lenti í fight við ungling. Þessi wannabe gothari var ekkert að gá að sér og dúndraði Sebas nærri því niður. Sebas rétt hélt jafnvægi en gotharanum var slétt sama og hélt ótrauður áfram eins og ekkert hafði í skorist, engin afsökun eða neitt. Hann leit ekki einu sinni upp.
Ó, hann leit upp 5 sekúndum síðar þegar ég bodychekkaði hann harkalega, íshokkí style, þar sem ég kom labbandi eftir Sebas.
Ég sagði honum að gá að því hvar hann labbaði.
Ég þoli ekki svona heimskt fólk. Ég meina...þú ert staddur í barnadeildinni þar sem uþb 50 lítil börn eru á ferðinni og þú bara anar áfram eins og tankur.
Ekki á minni vakt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 09:59
BB safn
Sunnudagar eru barnadagar á borgarbókasafninu. Við þangað!
Opnar kl 13 og lokar 17. Kl 15 verður brúðuleikhús þar sem Pétur og úlfurinn verður sýndur.
Höfum farið þangað áður. Það er ógó skemmtilegt fyrir lítinn pung að sprikla þar innan um allar bækurnar og leikföngin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 19:58
Hvað ætti maður að kjósa?
EÐA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 13:40
Út um gægjugatið leynist Garðabær
Við vorum að gægjast út um gægjugatið á útihurðinni í morgun. Eftirfarandi er samtal sem þá átti sér stað:
Ég: ,,Nau Sebastian! erum við að gægjast út?"
Seb: ,,já"
Ég: ,,hver er þarna úti?"
Seb: ,,uuuu Garðabær"
Hann sagði meira að segja Garðabær með svona duh! tóni. Eins og ekkert væri augljósara.
Mér fannst þetta vera snilldar svar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 13:34
Sans bleyja
Drengurinn tók fyrstu nóttina án bleyju. Ég lét hann pissa rétt fyrir svefn. Setti hann svo nánast sofandi á dolluna kl 12 og út kom piss. Svo kl 3:30 rumskaði hann. Ég gerði þá þau leiðu mistök að hafa á orði hvort honum væri ekki mál. Það var sem ég hafði ýtt á hnapp því samstundis pissaði hann á sig.
Note to self: ekki spurja, bara setja á dolluna.
Það var samt ekkert stórmál. Ég vippaði honum úr og setti hann á settið. Þar kláraði hann og svaf svo til sjö bara á nærunum.
Ég náði að snúsa hann í einn og hálfan tíma með því að tala hann til og kveikja á barnaefninu. Svo gat hann ekki meir kl 8:30 og ég dobblaði hann til að fara inn að vekja afa sinn.
Ég heyrði mínútu síðar, hinu megin í húsinu, ,,AFI! FARA Í BAKARÍ!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 13:22
það er sem ég segi....spurning um að byrja aftur í old spice
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 13:03
Keef
Í ævisögu Keith Richards er vandlega farið yfir allt á hans ferli. Mick Jagger er soldið málaður sem síðri manneskja. Soldið sem tækifærissinna og hommalegum vælukjóa.
Á meðan Keith vildi alltaf bara spila tónlist og var straight forward þá kemur jagger út sem gæji sem vildi geðgt show, marga búininga, make up og sýndarmennsku.
Ef ég hef lært eitthvað í gegnum tíðina þá er það að lesa á milli línanna. Vissulega er Jagger meiri showman en örugglega ekki jafn mikið sissí og Keith vill láta vera.
Ég man t.d. þegar ég las ævisögu Seve Ballesteros. Þá kom það út eins og allir aðrir væru hálfvitar. Seve hafði alltaf rétt fyrir sér og bæði stjórnendur ameríku og evrópu túrsins voru svo vondir menn. Í flestum verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur voru oftast einhverjir árekstrar. Svo fattaði maður náttlega að það var Seve sem var hálfvitinn. Ekki allir hinir.
Allavega, það er líka áhugavert að á sjöunda áratuginum var Keith gjörsamlega útúr dópaður á heróíni. Jagger þurfti þá nánast að sjá um Stones eins síns liðs. Svo á áttunda áratuginum þá tók Keith sig á og var fjölskyldumaður. Maður bara....já, gott hjá honum. Svo kemst maður að því að það að vera clean og góður gæji, fjölskyldumaður og ekkert í veseni þýddi að hann tók lítið sem ekkert heróín en drakk í staðinn sirka flösku á dag, var í hassí og snortaði kókaín sem ryksuga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 12:47
listna
Það hefur verið algjör pása í nýrri tónlist hjá mér þessa dagana. Er bara sokkinn í Rolling stones útaf þessari ævisögu sem ég er að lesa.
highlights:
mothers little helper
Fool to cry
beast of burden
miss you
mixed emotions
paint it black
anybody seen my baby
love is strong
Lady Jane
Áður var ég bara í David Bowie. Þegar þessi bók er búin byrja ég á ævisögu Bowie þannig að þá verður hann sennilega aftur kominn á fóninn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 20:04
Check listi Íslandsmeistarans
Sveifla:
Staða
- Standa uppréttar
- Flippa mjöðm til vinstri
- Hafa kylfugrip vinstra megin við kylfuhaus
- Ýta vinstri öxl fram til að skvera axlir við höggstefnu
- Ekki draga kylfuna inn
- Snúa öxlum alveg svo að ég verði ekki laid off í topp stöðu
- Halda hægri fæti niðri lengur
- Halda rassi kjurrum, þ.e. ekki ýta honum fram
- Leiða með vinstra handarbaki
- Þegar sveifla er í lokarstöðu, draga auga í pung og þykjast vera einbeittur
Staða
- omg! of flókið til að ég nenni að lýsa því, muna bara að hafa kylfuhausinn skveran við stefnu ásamt öxlum.
Sveifla
- Sveifla hægar og lengra aftur
- leiða með vinstra handarbaki
Pútt
Staða
- muna að halda gripinu meira til vinstri en ég held ég þurfi (treysta því sem Úlli segir)
- vinstri öxl fram til að skvera axlir við stefnu
Stroka
- Sveifla hægar og lengra aftur
- sveifla bara með öxlunum
- klára stroku og ekki líta upp of fljótt
Þetta er svona það sem ég er að pæla í í augnablikinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 18:50
Golf pælingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 18:36
Harður í horn að taka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 15:12
spurning um að fá sér Old Spice
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 11:00
Note to self
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 20:28
The annoying orange
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2010 | 19:46
Pljen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 11:39
Ein besta slagsmála sena ever!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 21:29
Pamela
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 15:34
wassssssaaaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar