Leita í fréttum mbl.is

Likkan og Petur

Hljóp 40 mín í ræktinni í dag við rómantískan undirleik sveittu punganna í Metallicu. Það jafnast ekkert á við smá thrash rokk við hlaup. Ég hlusta bara á það hressasta með þeim við slík tækifæri.

Bulletproof playlisti: Öll lög númer eitt á fyrstu fjórum skífunum hjá þeim og öll síðustu lögin fyrir utan Ride the lightning.

1: Hit the lights 4:16 (kill ´Em all)
1: Fight fire with fire 4:45 (Ride the lightning)
1: Battery 5:10 (Master of puppets)
1: Blackened 6:41 (...And justice for all)

Battery er sérstaklega að gera gott mót.

Þarna ertu kominn með tæplega 22 mínútur.

Svo fer maður í lokalögin á fyrstu fjórum sans Ride the lightning.

10: Metal Militia 5:10 (Kill ´Em all)
08: Damage Inc 5:31 (Master of puppets)
09: Dyers Eve 5:13 (...And justice for all)

Þá er maður kominn með sirka 37 og hálfa mínútu. Þá er bara eftir að taka smá bónus lag að eigin vali. Fer eftir stemmingunni.

Í dag ætlaði ég bara að hlaupa og hvíla pekksana og hendur þannig að ég fór því bara beint inní teygjuherbergið eftir brettið og stillti á Peter Gabriel og tók 100 kviðæfingar og teygði vel á.

Peter Gabriel er essential hlustun við teygjur. En þá bara skífan "Up".
Ég mæli með:

Sky Blue 6:37
I grieve 7:25
more than this 6:02

Þarft ekkert fleiri lög en það. Í raun er bara nóg að taka fyrri tvö.


Ástarhjal við afgreiðsludömu

Þar sem ég keypti bókina í gær lenti ég á tali við afgreiðsludömuna. Hún var sirka 60 ára gömul og í hermannajakka með kögri.

Hún skannaði bókina en ekkert gerðist. Hún var greinilega ekki í kerfinu hjá þeim. Hún bara vúps.

Ég kom þá með þennan obligatory brandara sem óhjákvæmilegt er að stynja út úr sér við aðstæður sem slíkar. ,,nú hva! er hún bara ókeypis".

Hún leit ekki upp, greinilega vön þessum klassíker, og sagði ,,nei vinur, það er sko ekkert ókeypis í þessum heimi".

Þar sem mér finnst gaman að tala við almúgan þá hélt ég áfram og sagði ,,jú, ást".

Þá leit mín upp, skannaði mig með augunum og sagði ,,kannski til að byrja með".

Rétti mér svo eintakið af ,,How to make love like a pornstar" og sagði ,,gjörðu svo vel".

Mér fannst einhvern vegin eins og hún hafi sigrað þetta samtal. Hvort hún læsi eitthvað í að ég væri að kaupa þessa bók eður ei skal ósagt látið. En titillinn hjálpaði allavega ekki mínum málflutningi.

note to self: rannsaka hvernig í andskotanum ég kem mér í þessar aðstöður.


Bókajól

Ég keypti mér bók í gær. Það var nú ekki seinna vænna. Hún fer bara aftast í biðröðina því núna er ég með fjórar aðrar sem bíða eftir að vera lesnar. Góssentíð fyrir mig.

Ég bara varð að kaupa hana því ég hafði tekið eftir henni áður og langað í. Svo var hún svo ódýr miðað við viðfangsefnið, stærð og mikilvægi bókarinnar.

Þetta er ævisaga, sjöunda ævisagan sem ég les í röð held ég. Þessi fer yfir ævi Jenna Jameson.

Hún heitir ,,How to make love like a pornstar"

Þú klikkar ekki með svona titli.


Ull

Fór í ræktina. Hljóp 5k á 36:30. Ekki það að ég hafi verið að flýta mér. Tek nefnilega þann pól í hæðina að hlaupa frekar hægar og í lengri tíma heldur en hraðar og í skemmri tíma. Ábending frá Alfreð.

Ég var nú samt í um 40 mín á brettinu þar sem ég rölti smá spöl eftir þessa 5k. Ég var nefnilega fastur í þætti á Discovery Channel um Ull. Hvernig hún er framleidd frá A til Ö.

Áður hafði ég horft á þátt á þessari ágætu stöð um olíuborpall fyrir utan Noreg.

Hressandi.

Það var annað hvort það eða þá E Hollywood true story af Brittney Spears! Ekki að fara gerast á minni vakt.

Tók svo brjóst, bak, kvið og hendur.


SP að leita að bassa/hljómborðsleikara

Billy Corgan úr Smashing Pumpkins heldur áheyrnarprufur til að finna nýjan bassaleikara og hljómborðsleikara á næstunni. hmmm kemur ekki á óvart. Þetta er eins og með Seve Ballesteros, maður les allskonar tilvitnanir í hann þar sem hann segir alla aðra vera vandamálið. En í raun er hann, að sjálfsögðu, bara vandamálið.

Frekjuhundur sem getur ekki unnið með neinum en þarf á því að halda því annars verður tónlistin hans allt of drama-inspired easy forget músík.

Rakst á netta málsgrein sem segir allt sem segja þarf um mína hugmynd um hvernig þetta hefði geta þróast ef vel hefði verið haldið utan um Smashing pumpkins. Ef Corgan hefði ekki verið svona mikið fífl.

"In my opinion, the spiritual and musical successor to the "classic" Pumpkins is found in The Silversun Pickups. In my mind, they are what the Pumpkins would sound like today in an alternate universe where Jonathan Melvoin never died and Billy Corgan didn't try to become Trent Reznor."

Í öðrum fréttum er það helst að ég er farinn í ræktina. Bless.


Ævisögur

Búinn að lesa Keith Richards ævisöguna, hún var frábær. Svo ég summi þetta upp, Keith er hetja og besti rokk gítarsnillingur sem tónlistarsagan hefur gefið af sér. Mick Jagger er homma fífl sem gerir allt fyrir peninga og vill ávallt bara ota sínum tota fram. Hinir í hljómsveitinni skipta engu máli.

Ef ég á að nefna einn mínus við þessa bók þá er hann sá að höfundur er allt of barnalegur í skrifum sínum. Eins og ofangreind málsgreinir sýnir þá var hann nánast blindaður af Keith. En maður les bara á milli línanna.

Núna er ég byrjaður á ,,All that matters" sem er saga Metallica. Hún byrjar vel.


Hreyfing

Ég er byrjaður í rækt sem heitir Hreyfing. Hef farið núna tvo daga í röð. Núna er ég stirður og með strengi. Sem er vel.

Það kom mér á óvart hve miklu auðveldara er að hlaupa á bretti en úti. Á mánudaginn skvetti ég 5km á 35 mín fram úr erminni og hefði getað hlaupið miklu lengur. Í gær tók ég bara 4km á 30 mín.

Ég ætla að leggja áherslu á hlaupin. Taka kannski um 60 mín í það á endanum með því að vinna mig aðeins upp í því. Jafnvel 40 mín fyrst svo æfingar svo 20 mín í lokin.

Svo langaði mig bara að hafa þetta einfalt. Taka magaæfingar, ehem sorrí Henning, KVIÐæfingar, magaæfingar eru víst eitthvað sem maður gerir þegar maður borðar eða sippar bjór í sig. Kviðæfingar, bakæfingar, hendur og brjóst. Fjögur stykki af æfingum og láta það nægja.

Er á viku prufu passa. Ætla svo að kaupa tveggja mánaða kort á tvisvar 6900, sem mér finnst frekar góður díll.

og já, ég ætla að fara alla virka daga. Og enga neikvæðni svo. Ég man þegar ég sagði fólki að ég væri að hlaupa úti og ætlaði bara að gera það. Þá mætti ég ekkert nema neikvæðni.

Jú vissulega voru miklar líkur á að maður héldi það ekki út, alveg eins og maður á kannski ekki eftir að halda út að fara 5 sinnum í viku núna, EN for god sakes, það hjálpar pottþétt ekki að heyra letjandi háðsglósur um að það sé óraunhæft og slíkt.


eitt gamalt og gott

Highlights: 1:17 til 1:36 


Uppruni putta- og fokkjúmerkisins

Skemmtilegt er einmitt frá því að segja að þessi puttabending Gerrards á rætur sínar að rekja til þess tíma er englendingar og frakkar voru í eilífu stríði.

Þegar frakkar náðu að taka einhverja englendinga til fanga þá skáru þeir jafnan þessa tvo putta af þeim. Það var vegna þess að englendingarnir notuðu einmitt þessa putta við að skjóta úr bogum sínum á frakkana.

Þegar englendingarnir fréttu af þessum ljóta sið frakkana þá flössuðu þeir sem voru ekki handteknir puttunum framan í frakkana í næstu orrustu til merkis um að þeir væru enn með sína putta og að frakkarnir mættu eiga von á að fá eitt stykki ör á milli augnanna ef þeir pössuðu sig ekki.

önnur saga segir frá uppruna ,,fuck you" merkisins. Þegar englendingar náðu í eitt stykki frakka sem fanga þá skáru þeir miðjufingurinn af honum sem notaður var í að draga bandið í boganum aftur. Því ólíkt englendingunum notuðu frakkar bara einn putta.

Ef að fanginn slapp einhverra hluta vegna þá sýndi hann englendingunum puttan og hrópaði ,,plume-tu" í næstu orrustu. En eins og gefur að skilja þá heyrðist nú ekki mikið á milli víglína og þetta skildist sem ,,fuck you". Það, ásamt því að sjá miðjuputtann uppréttan skapaði svo þessa hefð við móðganir út um gjörvallan heim.


mbl.is Framkoma Gerrards skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feðgarnir að horfa á Liverpool leik.

Feðgarnir að horfa á Liverpool leik. Já, þeir eru svona leiðinlegir á að horfa [skrifar sigursteinn og vonar eftir að engin taki eftir að hann smudge-aði bumbuna og his right manboob í burtu] 

pungs


Neikvæðni

What's going on in the kitchen segi ég nú bara. Af hverju er fólk svona neikvætt? Ég ákvað að tékka á fréttunum og fór á vísi.is Fyrsta frétt: ,,Kemst stundum ekki fram úr rúminu" (fötluð kona fær ekki þjónustu) Önnur frétt: ,,Mamma fyrirgefðu mér allt"...

Useless knowledge of the day

Entomophagy is the scientific name for insect eating. There are more than 1,450 recorded species of edible insects. Many species of insects are lower in fat and higher in protein and have a better food-to-meat ratio than beef, lamb, pork, or chicken. Ok,...

rigguð kosning

HEY! ekki vera með þessa stæla -------------------------------------> Hættið að eyða cookies og kjósa aftur nei yousonsofbitches. Bara ég má gera það.

Tvær myndir

...

Spegill, spegill herm þú mér. Hvað er besta dagblaðið?

Allir kannast við hið gamla húsráð að nota dagblöð við að þrífa spegla. Maður spreyjar úðanum léttilega yfir glerið og nuggar svo dagblaðinu saman kurluðu hressilega yfir og eins og um galdur væri að ræða, hverfa öll óhreinindi sem dögg fyrir sólu. EN...

Kosning

Ég sé að meirihluti kjósenda styður ákvörðun mína um kaupin á Titleist 695 MB kylfunum. Það gleður mig. en svona í alvörunni þá óska ég ykkur bara gleðilegs mánudags.

Auglýsingar

Þegar ég hlusta á auglýsingar á x-inu þá minnir það mig stundum á þetta: Annars finnst mér mest pirrandi auglýsingarnar í dag vera simmi að auglýsa dominos og alltaf allar auglýsingar frá herra hafnarfirði í gegnum

FM hyskið talar um kynlíf

Ég hlusta yfirleitt á x-ið þegar ég nenni ekki meiri custom made ipod tónlist. En það er nú ekki alltaf hlustandi á það svona eins og þegar koma auglýsingar og þegar sett er lag númer tvö á öðrum diski the cure t.d.. Þegar það gerist þá ýti ég á takkan...

Sveppi Geirfugl á KFC að panta sér feitan kjúlla

Við snæddum á KFC í kvöld. Við vorum með snjáldrið niðursokkið í kjúklingnum þegar Sebas lítur upp, reisir hendina upp, bendir og öskrar. ,,papa! Sjáðu, SVEPPI" Ég lít við og sé í eins meters fjarlægð söngvarann í geirfuglunum. Þessir sem sungu ,,byrjaðu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband