17.3.2010 | 10:51
Fantasí
Það er hörð barátta í fantasí deildinni minni. Þar berjast 20 menn um að standa uppi sem sigurvegari í lok leiktíðar enska boltans. Ég hef verið að skiptast á fyrsta sætinu við Póska og Bigga núna undanfarið.
Þetta hefur allt verið í járnum.
Í síðustu umferð átti Aston Villa tvöfalda umferð þannig að allir þrír hugsuðum við þetta taktískt og seldum Fabregas og keyptum inn einn gæja frá AV og settum hann sem fyrirliða.
Þeir keyptu Milner en ég A. Young. Mothafusking Milner skoraði svo og fékk bónus. A. Young gerði ekki rjésgjét.
Slæm ákvörðun sem kostaði mig fyrsta sætið. En þetta er ekki búið. Það eru nokkrar umferðir eftir.
Ég er með ás uppí hendinni fyrir næstu umferð. Sjúgum til hvað gerist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 20:57
Sterk fylgni
Þá veit ég það. Það er jákvæð fylgni milli þess hve góður þú ert í golfi og svo skotbolta. Því lægra skori sem þú nærð í golfi því meiri líkur eru á því að duga sem lengst í skotbolta.
Simmi vann fyrsta skotboltann á æfingu áðan. Svo tók Alfreð, stigameistarinn, næsta session.
Við fórum sem sagt í skotbolta í staðin fyrir að hlaupa þar sem það var leikur á vellinum og allskonar hindranir á hlaupabrautinni.
Tökum cooperinn bara í næstu viku.
En ég bætti mig í armbeygjum og planka. Tók 51 og bætti mig um eina. Bætti mig svo um 5 sek í plankanum.
Ég fæ því auka viku til að hlaupa af mér spikið fyrir cooperinn. Þarf á því að halda.
Bloggar | Breytt 17.3.2010 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 18:08
Hressandi listi
Gerði playlista fyrir cooperstestið. Hann er bara fimm lög og öll úr smiðju At the drive-in. Arc Arsenal, Pattern Against User, Sleepwalk Capsules, Mannequin Republic og Cosmonaut.
Hressandi keyrsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 18:04
Staðreynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 16:17
Coopers
Það er coopers test á eftir kl 19. Svo armbeygju test ásamt pallatesti. Man nú ekki alveg hvað ég hljóp síðast en ætla að shattera það með eitthvað viðbjóðslega fast í eyrunum frá Likkunni.
Tók 50 armbeygjur síðast. Hef ekkert æft það síðan þannig að ég býst nú ekki við miklu þar. Sjúgum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 23:49
How I met your mother
Ég mæli með síðasta þættinum í How I met your mother í fyrstu seríu. Þáttur númer 22. Atriðið frá mínútu 19:10 til enda er tearjerker. Það er farið úr blissness to the sadness á núll punktur einni.
Það sem gerir senuna er að sjálfsögðu lagið með Bloc Party sem hljómar undir.
Svipar soldið til ross og rachel senunar í denn. Man nú ekki hvaða lag var undir þá en það er svipað build up.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 18:23
Útihlaup
Ég fór út að hlaupa í góða veðrinu. Hljóp tvo hringi í kringum Reynisvatn og henti mér þrisvar niður og gerði armbeygjur.
Djöfull er tvisvar erfiðara að hlaupa úti.
Þetta eru 3.5km og frekar rough terrain þar sem ég þurfti að hoppa yfir allskonar hindranir á leiðinni. Drullupollar og leðjusvöð sökum rigningar undanfarið.
Ég hlustaði á Death Magnetic að sjálfsögðu.
Svo sippaði ég prótein í mig og er núna á leiðinni á golfæfingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2010 | 15:14
Death Magnetic
Það er Metallica þema hjá mér núna. Er nýbúinn með ævisögu hljómsveitarinnar ,,All that matters" og hún er góð. Endurvakti að sjálfsögðu gamla rokkara neistann og hef farið í gegnum allar plöturnar.
Var núna að rúlla í gegnum Death Magnetic, heilar 75 mínúturnar, straight. Þessi skífa er últimate. Úber. Hún er geðg. Sennilega besta rokk plata sem gerð hefur verið. Án djóks.
Þeir vildu gera mjög þunga og kraftmikla plötu og það er nkl það sem hún er. Ólíkt St. Anger sem er bara léleg og vantar allar melódíur þá er þessi full af melódíum, riffum, trommuþunga og sál.
Þeir settu meðvitað engin gítarsóló á St. Anger en það er sem Kirk sé með sprengjur í höndunum á Death Magnetic.
Það sem er öðruvísi við þessa plötu er að þeir kúpluðu Bob Rock út úr klefanum og settu Rick Ruben inn á takkana. Rock kom til sögunar á svarta albúminu og alveg fram að Death Magnetic. Myndi segja að hann hafi ekki gert góða hluti fyrir Likkuna því þetta er myrkur tími í sögu hljómsveitarinnar. Eina góða skífan er sú svarta. Svo kom Load, Reload og St. Anger. Allt crap (með bara nokkrum sæmó lögum inn á milli).
Þeir hefðu betur haldið sig við FLemming Rassmusen sem stjórnaði Ride the lightning, Master of puppets og ...And justice for all. Eða bara fengið Rick Ruben strax eftir það.
Anyways, er að fara renna í gegnum ,,A year and a half in the life of Metallica" vídjóið.
Held að það sé mikilvægt að drífa bara í því til að ná því út úr kerfinu. Svo ég geti haldið áfram með lífið. Svo lofa ég að byrja að hlusta á meira töff og kúl tónlist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2010 | 12:08
Fyndið fólk
Sá myndina Funny People á laugardagskvöldið. Hún var fín. Byrjaði mjög vel, datt aðeins niður rétt fyrir lokin en reddaði sér svo. Hún fær þrjár og hálfa af fimm.
Þetta er um frægan grínista, leikin af Adam Sandler, sem greinist með sjúkdóm og fer í smá tilvistarkreppu. Hann fer að mingla við yngri grínista og sér villu síns vegar á endanum. Meðal leikara er Seth Rogen, Jonah Hill, Jason Schwartzman og fleiri þekktir gæjar.
Ég mæli eindregið með henni og ekki hafa áhyggjur af Adam Sandler. Hann er ekki í hlutverki vangefins fábjána eins og alltaf, heldur er hann bara þessi klassíski heimsþekkti grínisti sem er orðinn þreyttur á að vera alltaf einn án vina og er í raun frekar alvörugefinn ef eitthvað er.
Ég hló mest af brandaranum sem Jonah sagði, enda minn uppáhalds grínisti í dag. Hann var nýkominn úr bíói.
"Hey guys, I was just at that new Harry Potter movie. Man, Harry's getting old. In fact, he's so old we should probably start calling him Harold Potter."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 23:11
Merki um gott partí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 14:23
Efnafræða Alí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 14:22
Danger Zone
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2010 | 13:45
Old school GSP
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2010 | 10:57
Pissuskála code of ethics
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2010 | 10:30
Dvergurinn í Undralandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 13:15
Tvö ný lög í djúkaranum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 12:45
The Bicycle thief
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 11:01
Ný könnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 10:59
könnun búin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 10:53
Prump á bretti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 153676
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar