Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Bananakallinn

Ég og Sebastian vorum staddir í lyfju í lágmúla um daginn að bíða eftir afgreiðslu lyfseðils.

Er við stóðum þarna þá skyndilega segir restless Sebastian

,,hey pabbi! sjáðu þessa kalla!"

ég lít við og sé þá að við stöndum við hliðiná risa smokkastandi. Fullum af allskonar smokkum og nokkrum með svona bananakalli. Einn kallinn á brimbretti, einn logandi, einn glóandi etc....

ég bara ,,mhm, ég sé"

Lyfja var stútfull af fólki, flestir hóstandi og rest gamalt fólk

uppáhalds crowdið mitt

SEB: ,,HVAÐA BANANAKALL VILT ÞÚ VERA PABBI?"

,,fokk" hugsaði ég ,,nenni ekki að ræða um smokka við 5 ára guttann minn fyrir framan allt þetta fólk"

,,Bara......þessi" sagði ég

SEB: ,,HAHA ÞESSI Á BRIMBRETTINU?"

,,já já, þessi á brimbrettinu"

SEB: ,,EKKI ÞESSI MEÐ ELDINN?"

,,mmmmmm"

SEB: ,,PABBI! EKKI ÞESSI MEÐ ELDINN?"

,,jú jú, þessi með eldinn"

SEB: ,,ÞESSI MEÐ ELDINN ER UPPÁHALDS BANANAKALLINN MINN"

,,mhm, flott"

SEB: ,,PABBI.........HVAÐ ER ÞETTA ALLT?"

,,FOOOOOOOKK!!!!!!!!!!!"

Ég snarlega breytti um umræðuefni og fór beint í sjampó deildina til að fela mig


þögn

phjúff. Ég hafði bara ekkert að segja þarna í sirka 10 daga. Soldið mikið að gera hjá kjéppenum um þessar mundir.

Eins og flestir vita þá er tónleikahald með Casio Fatso doldið ofarlega í huga

Tökum gigg annað kvöld á Þýska Barnum

Frítt inn, allir velkomnir

Fyrsta band á svið verður sirka kl 21:30

Við komum svo sirka kl 23 og lokum kvöldinu með rokkpung og stælum


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband