Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Ivan Draco

Fór í golfrannsókn í dag. Ég var rannsakaður með tillit til liðleika í fótum, hrygg og tippi. Djók. Bara fótum og hrygg.

Mér leið eins og Ivan Draco í Rocky III þar sem ég stóð þarna í rauðum stuttbuxum, ber að ofan með um 376 litlar kúlur límdar á mig.

Svo voru teknar myndir með 8 huuges vélum sem voru allt umhverfis mig á meðan ég sveiflaði.

Þannig gátu þeir teiknað upp mynd af mér með hjálp forrits.

Kúl.

Það sem kom í ljós var að ég er með fínan liðleika en eitt stakk þó í stúf.

Ég var einstaklega liðugur á vinstri fæti.

Það kom mér ekki á óvart.

Hefur verið leynivopnið mitt í mörg ár.


týpa

Kristján Sturluson kom í heimsókn. Hann tjáði mér nokkuð athyglisvert.

Hann hafði tekið eftir að ég ætti tvo mismunandi tvífara.

Hann hafði séð eina rokkara útgáfu af mér og líka eina alvörugefnu týpu.

Gaman væri að vita hversu margar týpur maður gæti fundið af sjálfum sér.


tilkynning

Mugison er insane performer!

nöff sed.

Vil ekkert segja um Bubba annað en að vonandi á hann eftir að koma aftur með eitthvað áhugavert og vel sungið í framtíðinni.


dagurinn

Spilaði í bol í dag í frábæru veðri á flottum velli. Ég og Bjarki skemmtum okkur vel. Reyndar eru grínin ekkert rosaleg. Frekar hæg og stundum bömbí.

Tommi fékk að fljóta með á heimleiðinni. Finnur ekki betri DJ en DJ T-Dog. Hann spannaði allt spectrúm tónlistarsögunnar. Tilþrifamikið.

Horfðum á leikinn í einhverju þorpi rétt hjá vellinum.

Gaman að sjá Wenger grenja.


shottracker

Er að fylgjast með Óla á pga hér:

http://www.pgatour.com/shottracker/#/current/r013/current/group/25/

hver þarf sjónvarp þegar maður hefur þetta.


ble

Sofnaði kl 1:30 í gær og vaknaði kl 4:40. Ég, Henning og Kjarri car pooluðum og vorum mættir tímalega.

Spilaði bara fínt golf

Tapaði fyrst fyrir Rúnari 4/3 og svo fyrir Andra 5/4

Nokkuð sáttur við það bara.

Fór aldrei í þessa leiki til að vinna þá neitt sérstaklega. Vildi bara vera með. Hefði ég unnið þá hefði það bara verið bónus.

Gullfallegt veður og allir í stuði.

Við að æfa ekki neitt í sumar þá er ég að lenda kúlunni mun fjær pinna og skilja eftir lengri pútt. Þess vegna er skorið pínu hærra. Það var vitað. Er bara ánægður að vera aldrei í veseni.

Callaway Razr var að virka fínt. Gott prik.


Íslandsmótið í holukeppni

Prófaði TP Burnerinn í fyrsta sinn utandyra. Til að gera langa sögu stutta þá...nei. Virkar ekki.

Ætla að spila með annað hvort Callaway Razr eða R11 á morgun.

Byrja kl 8:26 á móti Rúnari Arnórs. Tek svo heimamanninn Andra eftir hádegi og loks Bjarka úr GKG á laugardeginum.

Á ekki von á miklu gengi en alltaf gaman að vera memm.

Supposedly 32 bestu kylfingar landsins.

Ekki leiðinlegt að vera partur af þeim hópi.


ryð

FOKK!

Ég er kominn inn í Íslandsmótið í Holukeppni!

Af biðlista

Fokk, er ekkert búinn að æfa, seldi dræverinn og ekki búinn að spila með þann nýja.

Spurning um að dræva bara með gítarnum í staðin.

Ég kenni Henning um þetta allt saman. Hann minnti mig á að skrá mig í mótið.

Curse you!


May the Fuzz be with you!

FOKK!

Get ekki beðið eftir Silver Rose

Þegar hann kemur ætla ég að bóka herbergi í TÞM og perrast einn með allt í botni frá kl 18 til kl 01.

Þá mun ég eiga eitt distortion, einn multi effekt(með milljón hljóðum) og 4 fözza.

Boss DS-2
Zoom G2.1Nu
Big Muff
Fuzz Face
Silver Rose(sem er sambland af Big muff og Super fuzz)
Hyperion

hmmmm pínku of mörg fuzz.

Ætla að selja Hyperion og Fuzz face. Fæ um 17-18þ fyrir þá.

FOKK!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153179

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband