Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

slagsmál

Sáum slagsmál í dag. Fór á Subway í Skeifunni og það var hnakki á eftir mér í röðinni. Ok. Ég var að borga og þá kemur einhver mjór gaur uppað honum.

Mjór gaur: ,,blessaður"
Hnakki: ,,ÉG ÞARF AÐ TALA VIÐ ÞIG"
Mjór Gaur: ,,nú! hvað"
Hnakki: ,,viltu að ég geri það hér FYRIR FRAMAN ALLA!?"
Mjór Gaur: ,,bíddu, hvað meinaru"
Hnakki: ,,Bíddu bara í eina mínútu"
Mjór Gaur: ,,wtf!"
Hnakki: ,,Ég ætla að segja þér það sama og þú sagðir Villa"

Mjói gaurinn labbar út. Ég iða af spenningi og klára að borga. Labba svo hægt að dyrunum þannig að hnakkinn er rétt fyrir aftan mig þegar ég kem út.

Þá sé ég hvernig hnakkinn labbar rösklega í áttina að gaurnum. Stimpingar og pústrar.

Ég sest inn í bílinn og segi Betu frá þessu. Ég segi henni að keyra nær þeim svo við sjáum bardagann. Beta þorir því ekki!

Ég reyndi að tjónka við henni en hún vildi bara fara!

Note to self: Ekki fá Betu í að vera getaway driver ef ég ræni banka

Allavega þá sá ég að hluta til hnefahögg, stimpingar og læti. Komnir áhorfendur að taka myndir með símum og allt!

Gaman


Metallica og Lou Reed

Strímaði nýju Metallicu/Lou Reed skífuna

kalt mat: Hún sökkar meira en allt sem getur sökkað

Flott hugmynd í fyrsta laginu. Hefði mátt brjóta það hinsvegar upp í staðin fyrir að endurtaka sama riffið í 5 mín. Gera eitthvað úr laginu. Samt töff.

Svo bara vesen þangað til í síðasta laginu. Aftur. Flott hugmynd en við erum að tala um að lagið er 19:30 mín að lengd! Það hefði verið hægt að gera eitt 6 mínútna lag sem væri geðveikt.

Í heildina þá er þetta bara Lou að lesa ljóð yfir annað hvort þrumandi Likkuriffum eða tilviljanakenndu surgi.

Ég vissi svo sem að þetta yrði útkoman.

Tveir risar í tónlistarheiminum að reyna að vinna saman. Alltof mikil gagnkvæm virðing. Enginn þorir að segja neitt. Enginn sem segir ,,nei, þetta fíla ég ekki".

Finnst bara eins og Metallica hafi sóað sirka 2-3 góðum lagahugmyndum í þessa plötu.

Move on


Góður skítur

Hún er orðin svo lifuð að röddin hennar er orðin eins og Marianne Faithfull 


Týputal

Talandi um týpur, hvað eru margar til? sirka

KK
Hippsterinn (wannabe hipp og kúl, yfirleitt mjór)
Krúttið (lopapeysa, one with nature, alskegg)
Hnakkinn (vöðvatröllið í þrönga bölnum)
Pappakassinn (í jakkafötum með slick hár)
Ótýpan (allir aðrir)

KVK
Hippsterinn (wannabe hipp og kúl, yfirleitt þybbin)
Krúttið (sama og KK nema alltaf þybbin)
Nóboddís flís (gengur yfirleitt í flíspeysu og nóboddís fötum, alltaf þybbinn)
High Flyer (Í slick fatnaði á háum hælum. Viðskiptakonan)
Trukkurinn (Í karlmannsfötum, ALLTAF með stuttu hár)
Gellan (í ögrandi fötum og allt gengur út á athygli)
Ótýpan (allir aðrir)

Meirihluti fólks fellur í ótýpu flokkinn. Því miður. Væri skemmtilegra ef fleira fólk væru týpur. Það myndi lífga upp á samfélagið.


týpur

Hef gaman af týpum. Minna gaman af ótýpum.

Sérstakt uppáhald eru þeir sem vilja vera géggað öðruvísi í fataburði.

Þetta er ákveðin prósenta af þjóðfélaginu. Allir að reyna að vera öðruvísi og eru því nákvæmlega eins.

Óheppin.

Hef séð uþb sjöhundruð svona stelpur niðrí 101

Litaðar sokkabuxur, helst skærgrænar, karrígular eða rauðar.
Sægræn kápa
Ullarhúfa, heimaprjónuð
Allar með hárið í snúð
Flestar bústnar (big boned)

Svo tölum við um new wave hippsterinn

Níþröngar buxur
Gleraugu án styrkleika
Hárgreiðsla sem lítur út eins og banani að renna niður Áskirkju
Trefill, mjög stór og íburðarmikill
Tágrannur

Hef ekkert á móti svona fólki. Elska að sjá týpur. Veit bara ekki hvort þau átti sig á þessu vandamáli sínu. Vilja vera öðruvísi en eru nkl eins og allir í 101.

Leiðinlegri eru ótýpurnar. Eins og ég og margir sem ég þekki.

Allt yndælisfólk en setur ekki í stílinn. Ekkert afgerandi við það.

Spurning um að velja sér týpu og taka þetta alla leið.

PANT VERA EARLY ELTON JOHN!


wiki

Hata þegar ég leita að upplýsingum á google og ramba óvart inn á íslenska wikipedia draslið. Það koma oftast upp bæði ísl og enska.

Auðvitað vill maður enska stöffið. Mun meiri upplýsingar.


Risaeðlur sem gæludýr

Er að lesa grein í Wired um gaur sem langar í risaeðlu sem gæludýr.

Það er mjög sennilegt að það verði að veruleika.

Hænur eru nefnilega keimlíkar risaeðlum genalega séð.

Og það sem gerir honum kleift að endurvekja risaeðlugenið í hænum er útaf nokkru sem ég hef haldið fram í þónokkurn tíma.

Nefnilega....

Þróun lífforma er ekki straumlínulöguð heldur gerist í pínu stökkum fram og til baka. Sem dæmi má nefna hár á líkama. Sumir fæðast með bringuhár (pínu á eftir) og aðrir ekki með nein hár (pínu framar í þróun). Svo eru náttúrulega til þeir sem eru mitt á milli.

En það sem er athyglisvert er að stundum fæðast dýr með mjög brenglaða hluti eins og hala, þrjár geirvörtur eða rosalega mikið hár á öllum líkamanum.

Þetta eru leifar af fortíðinni og þar sem þessi blessaða þróun er ekki straumlínulöguð þá poppa upp við og við svona öfga gömul genadæmi.

Þessi gaur ætlar að nýta sér það og reyna að triggera þessi gömlu afbrigði risaeðlna í hænum. Stundum koma upp dæmi þar sem hænur fæðast með tennur, stundum með pínu leifar af puttum og þessa fídusa getur hann staðsett og hleypt réttu genastökkunum af stað og fengið risaeðlu!

Jei

Chickenasauros

Þetta finnst mér athyglisvert og ekki síður gaman að mín kenning skuli vera rétt.

Þeir kölluðu mig ruglaðan! Þeir kölluðu mig brjálæðing!

En hver hlær núna!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband