Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Coldplay

hentu 30% U2 saman við 30% Rihanna og blandaðu því með 40% af einhverju óáhugaverðu og þá færðu út þennan nýja disk með Coldplay

En....þetta var bara fyrsta hlustun

Skemmst er að minnast hve Every teardrop....vann á með hverri hlustun.

En fyrsta hlustun segir crap

því miður


Kallinn minn

Ég segi mjög oft við Sebas

,,kallinn minn"

Veit ekki af hverju

,,jæja kallinn minn, núna þurfum við að fara náttfötin"
,,jæja kallinn, eigum við að koma"

eða eitthvað álíka.

Hafði svo sem ekkert tekið eftir þessu fyrr en um helgina þegar Sebas var í tölvunni og vantaði smá hjálp og sagði við mig

,,elsku kallinn minn, nenniru að hjálpa mér"

Fannst fyndið að þessi litli pungur væri að kalla MIG,,kallinn minn"

monkey see, monkey do


Klúbbmeistarinn---3 ár síðan

Það eru 3 ár síðan ég varð klúbbmeistari La Cala út á Spáni. Í tilefni þess þá er hér færslan um meistarahringinn. Hola fyrir holu.

1.hola:Par5: Erfið upphækkandi hola sem er hcp 1. Mjög testí svona sem fyrsta hola dagsins. Ég tók nervus dræv og var stuttur en samt á braut. Næsta högg var blendingur og mjög lélegt högg sem endaði nálægt trjám í 135 metra fjarlægð. Þriðja höggið var því 7 járn, feidað til hægri í kringum tréin og tókst mjög vel til. Var samt aðeins of langur og endaði í sandi. Gott glompuhögg en klikkaði á par púttinu. Skolli.

+1

2.hola:Par3: Extreeeeeme niðurhallandi hola og pinninn var í 180 metra fjarlægð. Mjög mjótt grínsvæði og bönker sem umlykur allt grínið þar í kring. Tók 6 járn og lenti hægra megin við grín í brekku og fékk members bounce og endaði á gríni. Átti 5 metra pútt fyrir fugli sem rétt geigaði. Par.

+1

3.hola:Par4: Með góðu upphafshöggi hér fer maður of langt og lendir í tjörn. Þannig að strategían er að feida ásinn til hægri til að tapa um 10-20 metrum. Tókst ekki og höggið var beint en sem betur fer lélegt og því 10 metra stutt frá tjörn. 60° frá 65 metrum sem er of langt en lendir í brekku og spinnast 5 metra til baka pin high. Set 3 metra fuglapúttið ofan í og dagurinn rétt að byrja. Fugl.

E

4.hola:Par4: Ágætt dræv en feidar aðeins til hægri og endar í þykku röffi og í asnalegri upphallandi legu. Tek 7 járn frá 130 metrum og boltinn snýst frá hægri til vinstri um 50 metra í loftinu og ég enda rétt utan gríns. Vippa ágætu vippi þaðan en á extreme erfitt pútt fyrir pari. 2 metra niðurhallandi extreme hægri til vinstri pútt sem ég smyr í holuna að hætti hússins. par.

E

5.hola:par4: Upphafshögg púllað smávegis til vinstri og lendir í bönker en skoppar uppúr honum og endar á perfect stað. 60° frá 44 metrum of stutt. Þruma fuglapúttinu í holuna frá um 3 metrum. Fugl.

-1

6.hola: par4: Hola í niðurhalla með mjög þröngu lendingarsvæði, oft tekur maður bara blending og skilur eftir 8-9 járn. En þar sem ég var með sjálfstraustið í botni þá tók ég ásinn og þrykki kúlunni á miðja braut. Can I get a hóóóó.....Núverandi meistarinn setti t.d. þrjá bolta útí ruslið og var útúr keppninni eftir það, tölfræðilega og sálfræðilega. Tek 54° í 90 metra högg og lendi pinhigh en spinna 6 metra tilbaka. Rétt klikka á fugl púttinu. Par.

-1

7.hola:par5: Þessi hola liggur öll meðfram hlíð og beygir ávallt til vinstri meðfram hlíðinni. Allt hallar til hægri þar sem ruslið er, en merkt með rauðum hælum. Maður getur bara tekið blending því annars yfirskýtur maður brautina og endar í víti. Tek því blending og fer beint í draslið. Víti. Tek því þriðja höggið þar með 6 járni og þarf að leggja upp. Fjórða höggið var í 100 metra fjarlægð og ég notaði 54° sem endaði pin high en 4 metrum til hægri. Mjög erfitt par pútt yfir hrygg sem klikkar. Skolli.

E

8.hola:Par3: 100 metra högg með 54° aðeins of langt og meter fyrir aftan grínið. Pútta í niðurhalla sirka 10 metra pútti og geri það vel, rétt geigar. Par.

E

9.hola:par4: Tek Tiger línuna og kötta vel af brautinni, frábært upphafshögg. Á 100 metra extreme upphalla eftir og tek W. Tek lélegt högg sem er fat og næ ekki inná grín og enda 15 metrum fyrir framan grínið og á, enn og aftur, michelson lobb fyrir höndum. Breyti högginu á síðustu stundu og ákvað að taka normal hátt chipp. Hefði betur sleppt því, ég var of stuttur og enn ekki á gríni. Fjórða höggið var því reitt chipp og skildi eftir 1 og hálfan meter til baka. Testí pútt sem ég set niður. Skolli.

+1

Fyrri níu því á +1 og +7 í heildina. Var að spila svona lala golf en samt enn í baráttunni. Þefa það uppi að tékkinn var á +2 og samtals +6 og svíinn á +3 og samtals +7. Spennandi.

10.hola:par4: Hola þar sem maður tekur oft blending til að spila seif. Ekki í dag mi amigo. Ágætt upphafshögg og átti einungis 60 metra eftir í pinna. 60° flott högg og skil eftir 4 metra pútt. Allir vorum við í góðu fuglafæri. Ég set fyrstur niður mitt fuglapútt og tékkinn og svíinn fylgja svo í kjölfarið. The race is on. Fugl.

E

11.hola:par4: Önnur hola þar sem maður tekur blending oft á tíðum. Í þetta sinn tek ég greyið og hitti að sjálfsögðu lélegt högg sem feidar til hægri. Er útí háu röffi og kúlan rétt hékk uppi og ég átti 70 metra eftir með extreme upphallandi legu. Boltinn var mjög hátt uppi miðað við fæturnar og ég miðaði því 30 metrum til hægri. 54° sem sveigjast vel til vinstri eins og við var að búast en of mikið. Samt á gríni en á ómögulegt 20 metra pútt eftir. Tékkinn smyr öðru högginu sínu meter frá stöng og hann var því í bílstjórasætinu. Ég skoða mitt 15 metra pútt vel og dúndra því svo í friggin holuna en fagna ekki því ég er kúl. Tékkinn klikkar svo á sínu einfalda pútti og ég strax byrjaður að semja bloggið í huganum um vinningshringinn. Fugl.

-1

12.hola:par3: extreme niðurhallandi 120 metra högg og ég tek 54° sem er kylfu of lítið og ég skil eftir 15 metra langt pútt frá grínkanti sem þarf að ferðast yfir tvo hryggi. Ég negli púttinu langt fram yfir holuna og á 3 metra pútt tilbaka fyrir pari. Klikka á því og strax kominn aftur niður á jörðina. Skolli.

E

13.hola:par4: Ágætt upphafshögg en í nastí mjög þykku röffi 70 metra frá pinna. Tek frábært högg með 54° úr þessu rusli og enda um 15 metrum frá holu. Mjög sáttur. Set þetta monster pútt í miðja holu án þess að svitna og finnst ég vera heitur sem teitur í púttum, en fagna samt ekki því ég er kúl. fugl.

-1

14.hola:par5: Feida ásinn til hægri en er samt á braut. 190 metrar eftir í niðurhalla og mjöög mjótt grín þar sem bönkerar hylja hægri hliðina og tjörn þá vinstri. Tek því skynsamlega ákvörðun um að vera of stuttur og feida 5 járn 20 metrum frá gríni. Skil eftir mjög erfitt högg þar sem vatnið er bakvið holuna og bönker á milli mín og pinna. Ekkert grín til að vinna með og ég slæ bara seif 60° vel vinstra megin við pinna. Dúndra þvínæst þessu 10 metra pútti í fyrir fugli og finnst ég vera fallegasti maður á jörðinni. Fugl.

-2

Þegar þarna var komið við sögu þá var ég á samtals +4 og tékkinn á +5. Spennan magnast.....

15.hola:par4: Erfið par 4 og ég slæ lala dræv á miðja braut. Á 135 metra eftir og tek 8 járn því grínið er í upphalla. Frábært blint högg á perfect línu en 3 metrum fram yfir holu. Tékkinn tekur líka blint högg og endar á gríni pin high en 20 metrum til hægri. Hann skilur eftir meterspútt fyrir pari sem hann setur í og ég tvípútta. Par.

-2 og ég á því enn 1 högg.

16.hola:par3: Upp í móti og erfið aðkoma. Ég slæ 4 járn og lendi í tréi en fæ frábært ólógískt bounce frá tréinu og enda bara 2 metrum frá gríni. Einn marshallinn sem var að fylgjast með sagði að þetta var fáránlega heppið kikk af þessu tréi og í 99% tilfella hefði kúlan átt að kastast til vinstri inní rugl og týnast. Vippa 30cm frá holu og gott par staðreynd. Hjúkk. Par.

-2

Tékkinn setur niður ómögulegt, fáránlegt 20 metra pútt í niðurhalla fyrir fugli og við orðnir jafnir og tvær holur eftir.(jafntefli hefði dugað honum til sigurs).

Ég þurfti sem sagt allavega einn fugl í viðbót til að vinna.

Á þessum tímapunkti var fólk komið til að fylgjast með. The General Manager og aðrir háttsettir menn voru komnir til að fylgjast með hver yrði næsti Meistari Klúbbsins. Taugarnar þandar.

17.hola:par4: Lélegt dræv en fær heppnis skopp yfir bönker og á 135 metra eftir. Tékkin slær annað höggið fyrst og skilur eftir 10 metra pútt í extreme niðurhalla. Mjög erfitt. Ég hugsa því. It´s now or never. Smyr þvínæst áttu járni meter frá stöng. Tékkinn er, undarlega, of stuttur í sínu pútti og skilur eftir meterspútt fyrir pari, sem hann setur í. Ég á sem sagt meter eftir en í niðurhalla og pínu vinstri til hægri. Set það örugglega í og fagna gífurlega. Fugl.

-3

Fyrir lokaholuna átti ég sem sagt 1 högg á tékkann. Aðrir voru orðnir áhorfendur af þessari baráttu milli myndarlega piltsins og Remax skrímslisins. Svínn segir svo á átjánda teignum. Well guys, the last hole, good luck. KABLOOIE. Ég snarhvítna og verð gífurlega óstyrkur. Ég sé titilinn í hyllingum og finnst ég vera með aðra höndina á bikarnum. Sem er, að sjálfsögðu, mjög slæmt því öll einbeiting hverfur þá út um gluggann.

18.hola:par5: Brautin liggur í miklum upphalla í fyrsta högginu en maður getur samt ekki tekið ásinn því þá fer maður yfir brautina og týndur bolti. Ég hefði átt að taka blending og spila seif, svona eftir á að hyggja, en ég tók 3 tréið, vin minn. Ég var mjög óstyrkur fyrir þetta högg, meira heldur en á fyrsta teig. Feida höggið til hægri og ég var ekki viss hvort kúlan hefði farið í draslið. Tékkinn átti frábært högg á miðri braut. Við keyrðum upp og leitum að boltanum í smá stund. Svo heyri ég kallað, hey, it´s here in the bunker. Hef sjaldan verið jafn ánægður að vera í bönker og í þetta sinn. Slæ léttan blending með feidi uppúr bönkernum þar sem það er gott hátt högg sem fer ávallt yfir glompubrún. Slæ aðeins of mikinn sand og enda 106 metrum frá pinna í röffi og miklum upphalla í staðin fyrir að vera í 50 metra fjarlægð. Tékkinn púllar 3 tré til vinstri og er einnig í röffi.

Sló fullkomið PW uppúr röffinu og enda á gríni nokkra metra frá pinna í niðurhalla. Ok. Nánast öruggt par og tékkinn verður að ná fugli til að jafna (og vinna keppnina). Hann yfirslær pinnan og endar 10 metrum frá holu og á erfitt niðurhallandi pútt til að knýja fram sigur.

Hann rétt klikkar og mér nægir því að tvípútta og ég skil eftir einhverja 20 cm sem ég tappa í fyrir sigri. Tékkinn reyndi að brosa í gegnum tárinn en hann var mjög vonsvikinn og talaði við fáa eftir þetta.

Fráfarandi meistarinn var snöggur til og var fyrstur til að óska mér til hamingju. Aðrir fylgdu í kjölfarið og hendin á mér orðin aum eftir öll þessi handabönd. Myndir voru teknar, bros brosuð og þakkir færðar.

Þannig var það. Lokahringurinn á -3 með 27 pútt(mörg úber löng). Veit ekki hvað kom yfir mig en eftir á að hyggja þá er þetta sennilega eini hringurinn sem ég hef tekið í svona zone-i. Bara pjúra einbeiting, alveg fram að 18. teig.

Gaman að rifja þetta upp. Þess má geta að ég hugsa oft um þennan hring er ég ligg á koddanum og reyni að sofna. Þennan hring og svo hringinn á Valderrama. Fer yfir þá högg fyrir högg.

Gaman að eiga þessar minningar


dagurinn í dag

Fórum í kjötsúpu á Skólavörðustígnum í dag. Nenntum ekki að bíða í biðröð þannig að við fórum bara á Café París og fengum okkur súkkulaðiköku.

Ég, Beta, Sebastian, Davíð Kári, mamma og pabbi

Það var kalt en samt innan velsæmismarka

Hver nennir að fá sér kjötsúpu þegar maður getur fengið súkkulaði!

Basic


Stórvirki

 

Ég sem ætlaði eitthvað að fara að pikka lagið upp á gítar og reyna að spila það.

Sá þetta svo.

Gleymum þessu bara og látum fagmennina um þetta.

3 gítarar að vefa sig saman í stórvirki í nær 14 mín. Þetta hlýtur að vera nálægt því að vera besta frammistaða sem ég hef séð. 

Hápunktur þeirrar annars vanmetnu sveitar, Zwan. 


Draumur í dós

Mig dreymdi Þumalputtaregluna, Knock Knock brandara og Tom Hanks

WHAT DOES IT ALL MEAN!

Tom var að heimsækja mig sérstaklega og brast í uppistand. Hann talaði um að býflugnabú væru ekkert hættuleg. Ekki nema maður brjóti það og snúi því á rönguna, þá koma alvöru flugurnar út og elta mann.

Pínu steikt

En sennilega var þetta svona ítarlegur og góður draumur útaf því að þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem maður fær einhvern samfelldan svefn. Náði svefni frá 2:30 til 7

Gerist varla betra


moment of epicness

Sennilega eitt besta lag Billy Corgans

 

 

.....when everything feels like rain.......

 

EPIC! 

 


Tiger og ég

Eins og áður hefur komið fram þá eiga Tiger Woods og ég mikla samleið í lífinu.

Við eignuðumst barn á sama tíma
Við skildum á sama tíma
Við vorum báðir lélegir í sumar

Spurning hvað gerist næst?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 153156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband