Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Vissir þú að....

Það er hægt að hagræða peningakasti sér í vil. Rannsóknir sína að með því að æfa sig þá geturu fengið eina hliðina upp í allt að 68% tilfella. Allt spurning um að kasta alltaf eins upp og telja snúningana. Svo á maður alltaf að velja hliðina sem byrjar upp. Hún kemur upp í 51% tilfella í lokin því hún er með meira airtime en sú sem snýr niður í byrjun.

Af hverju hefur flugvélamatur svona slæmt orðspor? Einfalt. Maður finnur 20% minna bragð af sykri og salti inn í flugvél. Það hefur með þrýstinginn inn í vélinni að gera. Flugfélögin vita af þessu og reyna að öppa sykurinn og slíkt til að vega á móti. Það er ekki að virka sem skildi.

Í boði Wired.


Placeholder nöfn

Við notum Jón Jónsson en þessi lönd nota...

Ísland: Jón Jónsson
USA: John Doe
UK: Joe Bloggs
Þýskaland: Otto Normaluerbraucher
S-Afríka: Koos Van Der Merwe
Ástralía: Fred Nerk
Belgía: Jan Janssen
Argentína: Juan Pérez
Indland: Ashok Kumar
Ítalía: Mario Rossi
Írland: Séan Citizen


Málvísindi

Hvernig segja Frakkar nafnið Hörður?

Einfalt. Þeir opna bara munninn og ekkert kemur út. Ekkert hljóð!

Þeir bera ekki H-ið fram
ö og ð eru ekki til í frönsku
r-ið er silent og ur-endingin dettur niður

Útfrá þessu er hægt að álykta að þegar Frakki segir ekki neitt, þá sé hann í raun að segja Hörður.

Frakkland er allt fullt af fólki segjandi Hörður út um allt!

Eitthvað til að hugsa um næst þegar þið farið til Frakklands


Travolta mættur

Funny Pictures - Cheez Platter
see more Lolcats and funny pictures

Kusk

ú ú ú ég gleymdi að telja upp að ég meika ekki kusk á sturtubotni eða við sturturnar í búningsklefa. Það er eitthvað ógó við það. Kusk af tám, milli táa og allskonar af fólki sem ég þekki ekki, oft eldgömlu, liggjandi blautt á gólfinu.

Ég labba oft á tánum í búningsklefum til að forðast þetta. Það er sjón sem er sögu ríkari skal ég segja ykkur. Fullvaxinn karlmaður að tip tóa nakinn í búningsklefa með vanþóknunarsvip.


Sækó vanafastur

Var að pæla í því, ég stoppa alltaf örbylgjuofninn 1 til 2 sek áður en hann klárar að telja niður. Ég geri það því hljóðið pirrar mig. Ekki af því að mér finnst gaman að ímynda mér að ég vinni sem sprengjusérfræðingur og sé að stöðva yfirvofandi sprengingu rétt í tæka tíð.

Nei.

Fátt er meira óþolandi en þegar einhver setur í örbylgjuofninn og bíður alla leið. Svo ég tali nú ekki um dauðasyndina að fá áminningar píp.

Þetta píp getur gert mig brjálaðan. Líka pípið í vekjaraklukku.

Fleiri sækó vanar sem ég geri ósjálfrátt:

Ég set mjólkina í ískápinn í réttri röð þannig að sú sem rennur fyrst út er fremst. Það er nú eiginlega bara basic. Nánast skynsamlegt.

Ég sný klósettpappírnum alltaf eins þar sem hann hangir. Þannig að hann flæði niður að framan.

Fer alltaf fyrst í hægri skálm á buxum. Hljómar skringilega, en ef þú pælir í því þá gerir þú það örugglega líka. Kannski ekki örvhentir.

Dauðhreinsa tannburstann minn eftir notkun. Nánast. Ég má allavega ekki sjá neitt á honum. Finnst viðbjóðsleg sú tilhugsun að gera það ekki.


viðbrögð

Svona bregst hann við að sjá tvöfaldan regnboga. Svona bregst ég alltaf við þegar ég sé Betu ganga inn í herbergi. 


Quiet on set

Er að fara taka upp bíómynd. Mæting kl 8:30 í einhverju húsi á eftir. Svo verða tökur út um allan bæ. Ég leik Sigursvein. Hann er eini karakterinn sem lifir af í myndinni. Allir hinir deyja.

Myndin er paródía um upphaf-miðju og endi.

Til að gera langa sögu stutta þá er ég staddur upp á háhýsi í upphafi (maður er þá uppi og horfir út yfir hafið, upphaf). Svo er ég á einhverjum tímapunkti á miðjunni sem verður líklegast miðjan á Valbjarnarvelli. Fæ svo verkefni um að finna endann á pulsu. Finn hann og er þá farinn í gegnum þessa kvikmyndaklisju sem er upphaf-miðja og endir.

Frekar súrrealísk mynd. Hugmyndina átti Róbert sem er í Hljómsveitin Ég(gáfu út Plata ársins). Svo útfærði Óli Thorvaldz þetta betur með loka handriti. Óli þessi er að tala inn á flest á stöð tvö. Talar m.a. fyrir Diego. Óli er leikstjórinn og Toggi sér um tæknilega útfærslu. Toggi er gæjinn sem gerði Keflavík Kingston, BSÍ, heimildarmynd um Bítlabæinn og fleira.

Kvíði mest fyrir því að þurfa vera upp á háhýsi í Borgartúninu klæddur aðeins í skyrtu, bindi og stuttbuxur. Þannig er það skv handriti allavega. Verð bara að hugsa hlýjar hugsanir svo ég frjósi ekki.


gamli í barnaúlpunni

Það er maður sem ég sé daglega sem er í eins úlpu og Sebastian á.

Mér finnst það alltaf jafn fyndið.

55 ára gamall kall eða svo í nákvæmlega eins úlpu og þriggja ára sonur minn!

Það er eitthvað svo mis. Hlæ alltaf inn í mér þegar ég sé hann ganga framhjá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153209

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband