Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Díler

Ég byrgði mig upp af Titleist Prov1 og x þar sem verðmunurinn er töluverður hérna og á Íslandi.

Ég kaupi boltana af strák sem er við veginn sem liggur upp að La Cala. Hann heitir Raúl og reddar mér the goodstuff þegar mér vantar.

Ég ætlaði að kaupa 50 stk á 50€ en viðskiptunum lauk með því að ég fór heim með 105 kúlur og 90€ léttari.

Kúlan á 0.86€ sem er aðeins ódýrar en á Íslandi þar sem kúlan kostar ca 4€ til 4.5€. Reyndar eru þetta notaðar kúlur en ég kaupi bara mjög vel farnar og það sést lítið á þeim.

Raúl gaf mér númerið sitt ef ske kynni að mig bráðvantaði kúlur (sem mér fannst soldið fyndið). Hann henti meira segja nokkrum auka kúlum í pokann til að leyfa mér að prófa Srixon AD333 kúlurnar. Hann er að koma mér á bragðið.

Samband okkar Raúl er ekki ólíkt sambandi dílers og neytanda.


Pimp

Fór á reingið í morgun eftir hálfan mánuð í hvíld og kom með skottið á milli lappana heim í mat. Það gékk ekkert eftir og sveiflan var ekki til staðar. Öll höggin byrjuðu til vinstri og fade-uðust svo til hægri, eins ljótt og hægt er.

Ég pantaði strax tíma hjá Mark Duncan, kennara mínum og við munum kíkja á þetta á morgun.

Fór svo 18 á Evrópu og spilaði mun betur en ég hélt. Spilaði á +4 frá hvítum sem er lækkun á forgjöf um einn punkt. Þess má geta að það var rosalegt rok þannig að ég er sáttur. Ætla samt í kennslu á morgun til að skerpa á þessu.

Sjáum til hvort ég get ekki mjatlað mér aftur í sömu sveiflu og rythma sem ég var svo þægilega kominn í fyrir þessa hvíld/ferðalag/veikindi. Ég hef 4 daga til stefnu.


tja,hvað skal segja

Ég fór úr límingunum við að horfa á þennan leik á netinu. Ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur. EN það er eitt sem truflar mig soldið.

Íslendingar voru ekkert að leika neinn gæða handbolta. Það tala allir um að við höfum verið að leika glimrandi vel. Mér fannst við leika mistækan, sæmilegan handbolta. Málið er bara að svíarnir voru svo arfaslakir að við náðum að merja sigurinn.

Ekki finnst mér neitt afrek útaf fyrir sig að vinna þetta svía lið þegar það er í svona ástandi. Ég meina, frábært afrek að komast til Peking en við þurfum að bæta leik okkar til muna ef við eigum að eiga eitthvað erindi á olíumpíuleikana.


mbl.is „Sænskir pappakassar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hósti

Ég er búinn að vera heima í einangrun í nokkra daga en er samt með djúpann ljótann hósta. Ég held að ég sé samt ekki veikur lengur en vildi bara ekki taka neinar áhættur. Ætlum að fara í mat til tengdó núna og kannski maður fari á eftir að vippa og pútta aðeins. Ég er hræddur um að úthaldið hafi rírnað um nokkra tugi prósenta, verður fróðlegt að sjá hvað lungun leyfa mér, þyrfti helst að koma nokkrum hringjum undir beltið núna á næstu þrem dögum áður en ég kem til Íslands.

Litli er orðinn svo skemmtilegur og knúsinn. Hann kemur stundum og tekur í puttann á manni og vill leiða mann um allt. Á morgnana tökum við hann úr rúminu sínu og setjumst í sófann. Þar kúrir hann hjá manni og horfir smá á barnaefnið. Svo tekur hann reglulegar syrpur á mjása þar sem hann leggst ofan á hann og segir aaa góður, kyssir hann og rífur svo í hann (af ástúð).

Þá er bara mánu/þriðju/miðvikudagur eftir hérna á Spáni.

hlakka til á einn boginn en kvíði hræðilega fyrir að skilja þau hérna eftir á hinn boginn.

 


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband