Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Lögga

heyrðu, var að sjá slagsmálin útaf mótmælunum á youtube. Bíddu, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á Íslandi áður.

Maður skilur báða aðila. Mótmælendur að mótmæla, ok, ekkert mál.

En löggan vill að sjálfsögðu dreifa mannskapnum því mótmælendur voru að blokka bensínstöð og komu í veg fyrir að ég og þú hefðum getað tekið bensín. Skil lögguna líka.

Svo byrja mótmælendur að ógna löggunni og þeir bregðast þá við og handtaka þannig aðila (skiljanlega), þá byrja fleiri að væla og fleiri handteknir í kjölfarið.

Ég held að ég verði nú bara að standa á bakvið lögguna eftir að hafa hugsað þetta aðeins.

Niðurstaða: Mótmælendur mega mótmæla, en ekki svo að þeir skerði frelsi mitt og ógni lögreglu.


Sól

Þvílíkur sólar dagur,,,,omg.

Það var sizzlandi, bullandi, glimrandi sól í dag og ég með brett upp ermar til að reyna að jafna bóndabrúnku dauðans út.

Fór að pútta í morgun og hvíldi puttana. Fór svo á range-ið eftir hádegi og það gékk ágætlega þrátt fyrir sviðasársverki í kjötinu á puttunum. Fór svo eftir á að pútta aftur og vippa.

Er núna á leiðinni í saltbað og svo er það leikurinn.

FIN.


Puttar

Er með rokkna svöðulsár á puttum beggja handa sem orsakar það að ég get ekkert slegið. Fór því að pútta í morgun og var þar dágóða stund.

Reyndar fórum við fjölskyldan fyrst uppá range í morgun til að tékka á hvort ég gæti sveiflað og tókum vídeó af sveiflunum í leiðinni. Frábært að geta séð sjálfan sig og sína sveiflu án þess að borga morðfjár fyrir það. Ég skellti þessu inn í forrit sem ég á sem heitir V1 Home 2.0 og get greint sveiflurnar fram og til baka og teiknað inná myndina til að rannsaka þetta nánar. Ég set mína sveiflu upp og við hliðiná set ég t.d. Tiger eða Adam Scott og ber sveiflurnar saman til að sjá hvar ég stend.

niðurstöður: ég byrja of snemma að taka vinstri hönd inn fyrir búkinn í aftursveiflu (í staðinn fyrir að færa hendurnar beint aftur og bíða aðeins lengur) og fer því á of mikinn baseball feril. Það orsakar að í upphaf niðursveiflu á ég það enn til að færa hendurnar út sem aftur orsakar það að í framsveiflu fara hendurnar allt of bratt upp.

Lausn: Aðeins minni baseball ferill (fara meira beint aftur og upp) og fara þá loks í upphafi niðursveiflu niður á við (niður-sveifluferillinn fari aftar/neðar en aftur-sveifluferillinn). Þannig sveifla ég meira í kringum búkinn.

Það lítur út fyrir að ég hafi of-leiðrétt fyrri villu sem var einmitt að ég sveiflaði ekki nógu mikið á baseball.

Slæmu höggin áður fyrr fóru alltaf til hægri, svokallað fade. Núna fara þessi högg til vinstri, svokallað draw.

Hvernig væri nú bara að fara beint.


Sólbruni

Ég tók nettan túrista á þetta í dag og var í stuttbuxum í golfi. Ég á buxur sem hægt er að renna skálmunum af. Enda er ég líka kafbrunninn á kálfunum fyrir vikið. Mission accomplished.

Ég er með svo svaðalega bóndabrúnku að ég verð að reyna að dreifa brúnkunni aðeins betur út um líkamann. Hausinn og hendurnar eru tanaðar og núna eru kálfarnir í átaki.

Er að horfa á all star leik þar sem í sama liðinu eru Zidane/Cantona/Raúl/karembeu/Lizarazu/Cruyf og fleiri á móti Ravanelli/sonny Anderson og fleirum. Stuð

Ég er búinn að láta panta fyrir mig Footjoy Athletics Alsvarta golfskó. Þeir gerðu það fyrir mig í Proshoppinu í La Cala. Kemur á fimmtu/föstudaginn. Skórinn sést á linkinum að neðan, nema hvað minn mun vera alsvartur sökum leti við að þrífa og hirða skó yfir höfuð.

http://www.onlygolfapparel.com/ProductImages/foot_joy_mens/2008_us_56763.jpg

 


Sebastian labbar

Sebastian labbaði sín fyrstu þrjú skref í lífinu án hjálpar.

Hann var byrjaður að standa án stuðnings en núna virðist hann hafa ákveðið að tími sé kominn til að kanna heiminn óstuddur. Enda er hann orðinn eins árs og dags gamall, ekki seinna vænna.

7, rétt í þessu labbaði hann 7 skref. þvílík framför.

7 er góð tala.

 

 


Eurovision winner

Lag Bosnia & Herzigovina er öruggur sigurvegari í keppninni. Þetta lag er magnað. Fyrsta júróvisjón lagið sem keppnin hefur alið af sér sem telst gott og eðlilegt og fyrir venjulegt fólk til að hlusta á.

http://www.eurovision.tv/event/artistdetail?song=24492&event=1468

smellið á ofangreindan link og ýtið á play til að horfa á vídeóið af laginu góða.


Finnar

Veislan í gær var nýbúin þegar við heyrðum fréttirnar með finnana sem fórust í rútuslysinu. Þetta gerðist nokkrum tímum eftir að við höfðum keyrt þennan sama veg í vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Það segir nokkuð þegar ég, siggi speed, keyrði á 70-80 á vegi þar sem hámarkshraði er 120. Rosa rigning og rosa vindur. Vegurinn var háll sem áll.

Fyrir þá sem ekki hafa séð fréttirnar þá fórust sem sagt 9 finnar í rútuslysi hérna rétt hjá okkur á veginum okkar sem við keyrum vanalega til að komast til Málaga. Það var fullur ökumaður á jeppa sem reyndi að taka fram úr rútunni en mistókst einhvern veginn sem orsakaði slysið. Ekki ökumaður rútunnar eins og mbl heldur fram. Finnarnir voru á leiðinni útá flugvöll á leiðinni heim til Finnlands eftir velheppnað frí.

Vegurinn var lokaður af í fjölda klukkustunda, þvílík biðröð sem hefur myndast örugglega, omg.


Myndir af afmælinu komnar í hús

AfmælisbarnLitla fjölskyldan á Spáni

 

Fleiri myndir í albúmi


Sebastian Sigursteinsson Varón

Litli pungur er 1.árs í dag. Fyrsta afmælið hans fór fram með ágætum og mikil skemmtun þar á ferð.

Við fórum á hótel að borða með tengdó þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Komum síðan heim í eftirrétt þar sem kaka og læti voru á boðstólnum.

Hann var baðaður í gjöfum og er núna í fanginu á mömmu sinni að framlengja lúrinn sem hann tók eftir að amma hans og afi yfirgáfu svæðið.

Í öðrum fréttum er það helst að hér er skítaveður með roki og rigningu. Veðurguðirnir heiðruðu Sebastian með alvöru íslensku veðri sem er frábært því ávallt er gott að kúra heima í inniveru á slíkum degi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband