Leita í fréttum mbl.is

Fifa10

Það er FIFA 10 íslandsmeistaramót í gangi. Pétur og Guðni eru með lið í keppninni og þeirra riðill var að keppa í gærkveldi. Tvö efstu liðin myndu komast áfram í úrslitakvöldið.

Ég mætti snemma til þeirra til að hita þá upp og æfa. Enda titlaður þjálfari liðsins sem þeir kalla Neverton. Ágætis nafn[segir liverpool maðurinn og glottir].

Þeir tveir á móti mér, ég LP og þeir Chelskí. Tókum tvo leiki og needless to say þá rústaði ég þeim. Ég reyndi að koma með uppbyggjandi komment á stundu sem þessari og minntist á að þeir hafi þá allavega fengið góða upphitun og æfingu í að vera í vörn.

Þessir tapleikir hjá þeim reyndist svo vera góð upphitun eftir allt því þeir mættu í mótið sem sært dýr og unnu fyrsta leikinn 6-0.

Tóku svo næsta leik einum manni færri.

Unnu svo þriðja leikinn einnig einum manni færri.

Á þessum tímapunkti voru þeir öruggir áfram í úrslitakvöldið og áttu aðeins einn leik eftir og nægði jafntefli til að tryggja sér fyrsta sæti riðilsins og verðlaun uppá tvo kassa af bjór og tvo leiki.

Þeir voru Chelskí og andstæðingurinn var LP. Staðan var 3-3 þegar 2 mín voru eftir. Stungusending inná Torres og hann skorar. 4-3 fyrir hinum og fyrsta og eina tapið staðreynd.

Þeir luku því keppni þetta kvöldið með 9 stig, jafnir í fyrsta sæti en með aðeins lakari markatölu. Þeir unnu liðið sem vann en þar sem markatalan gilti þá enduðu þeir í 2.sæti.

Þess má geta að það er alltaf innbyrðis viðureignir sem telja í svona riðlakeppni og eru þeir því hinir sönnu sigurvegarar, en þessar amatör reglur, settar af gæjunum í Game Tíví, eru total crap.

Hef aldrei séð Pétur jafn svekktan. Hann stormaði út, og dúndraði tyggjóinu í jörðina. Rosalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153179

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband