Leita í fréttum mbl.is

R7

Ásinn minn kæri er nú minn besti vinur. Hann er fallegur og bara rock solid. Negli þessu kvikindi bara þangað sem mig langar.

Járnin eru ágæt. Nokkur sem dragast aðeins of mikið til vinstri. Sérstaklega í dag því vindurinn var soldið að ýkja þann effeckt á níundu (8 járnið) og á 14 (7 járnið).

54° og 60° frá 50 metrum og niður úr, vippin meðtalin, eru ekki nógu góð. Get sheivað 7 högg í dag af skorkortinu með góðu bættu stuttu spili (ef maður hefði getað klínt þessu aðeins nær og allt gengið upp í púttum).

Pútterinn var semí lala. Ekkert of góður en ekkert hræðilegur.

Niðurstaðan er sú að ég þarf að bæta þetta stutta spil þó nokkuð og svo vill ég aðeins kíkja á járnin.

Hef þróað með mér soldið sérstaka sveiflu þar sem ég tek kylfuna soldið flatt aftur og á það á hættu að draga boltann. Ég gerði þetta í upphafi til að forðast að ýta boltanum til hægri á þessari út og inn sveiflu. Aðeins of ýkt en ég hætti mér ekki til að fara til baka því járnin eru ágæt eins og er EN ekki fullkomin.

Þetta er með það side effekt að ég á inni fjölmarga metra í lengd. Því með því að fara aðeins brattara aftur og láta svo kylfuna detta niður og ráðast á kúluna að innanverðu myndi ég græða heilmikið power. Kíkið bara á Sergio (soldið ýkt dæmi kannski), hann fer upp og pompar svo niður af krafti. Ég hins vegar fer ekki þarna upp, heldur held mér bara á þessari flötu inn línu í aftursveiflunni og missi því af þessu tækifæri að fara upp til að hlaða í úmpfið eins og ég kalla það.

Einhverjar ráðleggingar? Allar skoðanir velkomnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 153159

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband