Leita í fréttum mbl.is

Stílbrot

Það er margir golfkennarar til og einnig mörg afbrigði af kennslunni sjálfri.

Í morgun voru þrír kennarar á reinginu, einn spænskur og tveir finnskir.

Feiti finnski kennarinn var bara með einn nemanda, kvenkyns, og gjörsamlega missti sig í unaðslegum lýsingum á sveiflunni. Ég var við hliðina á þeim og heyrði þessa finnsku rödd gnýstast í eyra mitt og hreinsa í leiðinni allan eyrnamerg sem eftir var.

Hann tók þann pól í hæðina að tala lágt, á mælikvarða finna, og vera eins unaðslegur og hann gat. Þó ég skilji ekki finnsku, sem betur fer, þá var greinilegt að þetta var nokkurn vegin eftirfarandi:

"svona elskan, þetta var lagið. Úúú jeee, þarna þekki ég þig. oohhh þetta er fallegt, Áfram svona, jeeee gæskan, meira, meira, meira."

mælt á róandi, unaðslegri og barítónslegri rödd (á finnskan mælikvarða).

Hinn finnski kennarinn var með 6 manns í kennslu. Þau byrjuðu á sama tíma og ég byrjaði að slá. Hann raðaði þeim í hring og lét þau gera teygjur til að byrja með. Skynsamlegt. Ég teygði einnig í upphafi.

Munurinn á þeim og mér var sá að ég sveifla kylfunni í kringum mig og liðka mig þannig upp, enda er það eina hreyfingin sem ég mun framkvæma við golfiðkunina. Ég byrja með 100% flata sveiflu og lækka kylfuna svo smátt og smátt niður og enda með normal sveiflu. Tekur kannski 3-5 mín. Þau hins vegar voru að framkvæma allskonar teygjur sem ég bara skil ekki hvernig tengjast golfi. Þau voru í sirka 20 mín að teygja.

Svo byrjaði kallinn á að tala við þau, sennilega um golf (samt ekki viss), og fór síðan og sló kúlum á meðan hann talaði við þau. Fólkið var sem sagt búið að hita upp í 20 mín og voru svo núna að horfa á kennarann slá boltum á meðan hann, seemingly, jós úr viskubrunni sínum.

Þetta varði í sirka 10 mín.

Svo loks fékk greyið fólkið að slá nokkrum boltum í sirka 30 mín á meðan hann gékk á milli eins og kóngur í ríki sínu og hjakkaði andrúmsloftið í spað með sinni baritón röddu sem minnti, again, á kríu sem hafði nýlokið 5 daga fyllerí þar sem hún drakk ekkert nema G&T og reykti vindla.

Talandi um að kaupa köttinn í sekknum.

Sá spænski virtist vera bara normal kennari. Var með einn nemanda og stóð hjá honum og leiðbeinti.

Það er ekki oft sem sá spænski virðist vera eðlilegur miðað við annað fólk.

En jú, ef finnar eru nálægt, dettur einhvern vegin allur standard aðeins neðar. Again, ég byggi bara mína sleggjudóma á eigin reynslu, enda get ég ekkert annað gert. Annað væri hippókritikal, hræsni og vitleysa. Blandað saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 153212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband