Leita í fréttum mbl.is

Sjálfboðar

Það var urmull af sjálfboðaliðum á Volvo Masters og allir rauðklæddir. Sumir voru power drunk með það litla vald sem þeim var íhlutað. Valdið fólst í því að sjá til þess að áhorfendur hefðu ekki hátt og færu ekki inná brautirnar nema á þar til gerðum stöðum.

Það var hins vegar einn helvíti góður sem var að hleypa fólki yfir brautir. Hann var á sirka miðri fyrstu braut og var opna böndin sem girtu brautirnar af. Sergio Garcia var búinn að stilla boltanum upp og var að fara slá þegar einhver rammur spánverji þurfti endilega að komast yfir brautina. Hann labbaði í mestu makindum og tók ekki eftir neinu og hugsaði bara um sjálfan sig eins og þeim er einum lagið.

Sá gamli kallaði til hans um að flýta sér en spánverjinn tók því svo rosalega ílla og stoppaði og byrjaði að hvumsa og hvamsa um hitt og þetta. Hvurslags eiginlega þetta væri, einhver að birsta á MIG, þvílík óvirðing, og slíkt.....

Gamli sagði þá einfaldlega, drullastu þá bara til að standa þarna, ég mana þig, stattu á miðri brautinni þar sem þú ert núna.

Vittu til, spánverjinn áttaði sig þá á stöðu sinni og sá Sergio og fleiri bíða eftir honum og ákvað að hraða sporunum aðeins svo hann fengi ekki Taylor Made lógóið brennimerkt á ennið.

Ég var þarna skammt frá og hafði mikla skemmtun af. Þegar ég labbaði framhjá kallinum, tók ég í hendina á honum og lýsti yfir samþykki mínu á hvernig hann höndlaði svona dólga. Hann brosti í kampinn og greinilega ýmsu vanur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn fyndið þetta:

 einhver að birsta á MIG, þvílík óvirðing, og slíkt.....

Pétur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:01

2 identicon

He he he hefði viljað sjá þetta.

kata (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband