Leita í fréttum mbl.is

Ævintýraferð

Þar sem dagurinn bauð uppá rigningu þá kom María mér á óvart með óvissuferð. Við fórum til Palacio de ferias y congreso sem er huge bygging þar sem ráðstefnur og hátíðir eru haldnar. Húsið er í Picasso stíl og þegar maður keyrir framhjá því við innkomu til Málaga kemst maður ekki hjá því að taka eftir skrítnum stílnum sem stendur í stúf við raunveruleikann.

Af hverju fór María með mig þangað? Jú, hún hafði séð auglýst stóra exposición de golf þar sem allt sem viðkemur golfi var á sýningu fyrir gesti og gangandi. Þarna voru flestir golfklúbbar svæðisins með bása að kynna starfsemi sína, grasasérfræðingar að kynna grasarækt, sundlaugar, golfvallahönnuðir, golf útbúnaður og margt fleira.

Við tókum smá golfsprett á einum af mörgum Nintendo Wii stöðvunum sem buðu upp á að fólk prófaði þessa skemmtilegu leiki, og það reyndist stuð.

Svo fórum við í golfhermi þar sem ég tók 18. holuna á St. Andrews í nefið. Tók upphafshögg með einhverjum driver sem ég fann og nelgdi kúlunni 70 metra frá gríni. Svo var það wedge sem endaði 2 metra frá holu og nærstaddir tóku andköf af hrifningu. Fékk svo ekki að pútta þar sem það var ekki hægt í þessum annars miðlungshermi. Þannig að ég lauk holunni á tveim höggum þar sem parið er fjórir og nokkuð sáttur bara með örninn Wink

Við kíktum svo í iðnaðarhverfið eitt þarna rétt hjá til að gá hvort við fyndum puma heildsalan sem segist vera þarna. Það var náttúrulega ómögulegt þar sem um milljón, ég endurtek, milljón heildsalar eru þarna með sínar skemmur. Puma bíður þá bara betri dags, en það sem við höfðum uppúr krafsinu í þessari leit okkar voru hórurnar á hringtorgunum. Við skemmtum okkur konunglega við að fylgjast með köllum í bílum prúttandi verð fyrir það sem hórur gera á annað borð.

Við enduðum leiðangurinn á að fara í búð til að kaupa inn fyrir afmæli Sebastians þann 19.apríl. María keypti heljarinnar tertu með mikka mús og fullt af pulsum í pulsupartíið sem verður hér annað kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband