Leita í fréttum mbl.is

Massi

Það var 82° C hiti hérna í morgun. Allavegana inní sánaklefanum þar sem ég var.

Fór í ræktina í morgun og svo í sánu þar sem ég var í 82° hita í 30 mín. Þeir segja að þetta sé hollt fyrir vöðva og húð. Ég trúi þeim. Mér líður alltaf mjög vel eftir sánu, bæði á líkama og sál.

Ég spilaði við Þjóðverja og Ástrala um daginn sem voru einhverskonar viðskipta félagar. Ástralinn var eins og Steve Irwin heitin (wild life gæinn sem dó) og þjóðverjinn var eins og blanda af Swartzenegger og Andrés líkamsræktar fitness manni.

Djöfull var þjóðverjinn hallærislegur. Það voru 4 kellingar að spila fyrir framan okkur og gerðu það mjög hægt. Svo hægt að þjóðverjinn kvartaði á öllum holum.

einu sinni reyndi hann að segja brandara á sinni bjöguðu þýsk/ensku. hann sagði:

Þjóðverjinn: What?

Ég: excuse me!

Þjóðverjinn: oh. they said something, but it was yesterday. HAHAHAHA

Ég: ókey

5 mínútum síðar fattaði ég hvað hann var að reyna að segja. Hann meinti að kellingarnar voru svo hægar fyrir framan okkur að ef þær segja eitthvað þá heyrist það á morgun.....ó hó hó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 153156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband