Leita í fréttum mbl.is

Klipping

Jæja, þá er ekki hægt að fresta því lengur, ég verð víst að láta reyna á klippara þessa lands. Ég er frekar kvíðinn því ekki ber ég mikið traust til þessara starfstéttar á Spáni.

Ég fer í klippingu í La Cala spa-inu, í þeirri trú að þar sé fólk aðeins meira professional heldur en rakarinn á horninu.

Ástæðan fyrir þessari tortryggni er að ég hef farið tvisvar áður í klippingu hérna á spáni. Reyndar fyrir nokkrum árum en það gékk ekkert rosalega vel. Í fyrra skiptið labbaði ég út eins og þýskur hermaður á villigötum. Í seinna skiptið var það eldgamall rakari af gamla skólanum sem klippti mig, inní einhverju herbergi þar sem hann söng fyrir mig, án djóks. Mig minnir að textinn hafi verið um löngu gleymdar ástir eða eitthvað því um líkt. Það var kósý, en klipping var andstæðan við kósý.

Við eyddum fyrri partinum af deginum í La Canada verslunarmiðstöðinni í Marbella. omg. ótrúlega stór og flott. Þar eru búðir eins og HM,Zara,Massimo Dutti, USA Golf, og allar hinar. Huge.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband