Leita í fréttum mbl.is

Flutt inn

Við erum flutt inn í 140 fermetra íbúð með 30 fermetra svölum sem snúa að hafinu og sól mestallann daginn. Grill, garðstólar og læti, eins og ég grilla nú mikið.

anyways....helduru að kallinn finni ekki nokkur þráðlaus net á vappi í loftinu hérna í íbúðinni....4 wi-fi og bara eitt lokað og læst.....þannig að ég er hér að stelast á einhverju neti sem ég veit ekki hver á, held jafnvel að þetta sé public net fyrir húsabyggðina hérna....kemst að því síðar þegar eigandinn kemur í heimsókn. Þ.e. eigandi íbúðarinnar, sem by the way heitir Jesús Gil, hvorki meira né minna (fyrir þá sem ekki vita þá hét Borgarstjóri Marbella því nafni áður en hann dó fyrir nokkrum árum) gæti verið eitthvað skyldmenni.

Sebastian er kominn með sitt eigið herbergi og í nótt er fyrsta nóttin sem mamma hans sefur ekki nálægt honum. Það tók langan tíma að sannfæra hana um að taka skrefið, og enn er hún frekar stressuð.

Allavegana þá er eitt herb. laust og ónotað þar sem fyrstur kemur fyrstur fær. Þeir sem hafa áhuga á au-pair stöðu, kaddý stöðu eða að vera baðvörður í sundlauginni hérna vinsamlega látið mig vita.

Var ég búinn að minnast á að ÞAÐ ER FREEKIN SUNDLAUG Í 5 METRA FJARLÆGÐ FRÁ ÚTIDYRAHURÐINNI MINNI.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

ótrúlega cool takk fyrir að auglýsa þessar stöður lausar,

við tökum kaddý og baðvörðinn .

sendu mér myndir verð að fá að sjá þetta....

Kveðja Kate and Bert 

Kata og Albert (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:30

2 identicon

Ég get útvegað barnapíu  Björn er alveg brilljant í því djobbi

Perla (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 153181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband