Leita í fréttum mbl.is

Golfhringur nr 1

Fór minn fyrsta golfhring á Íslandi í dag.

Fórum dagsrúnt uppá Geysi og spiluðum í bongóblíðu

Ég endaði á +1 sem var langt fram úr væntingum. Þetta voru samt bara 9 holur, samt goodshit

Spilaði frá gulum í þetta sinn og hér er hringurinn

1.Par 5. Mótvindur. Ás í pullfade og endar á miðri braut en stuttur. Kiksaði blending rétt áfram. Tók 56° beint upp í loftið og náði ekki inn á grín. Vippaði ílla og skildi eftir 3 metra pútt. Setti púttið í fyrir pari.

2.Par 5. Mótvindur. Ás slæsaður yfir aðra braut og yfir áttundu braut! Ótrúlega lélegt högg. Hakkaði fullkomið sexujárn í uppstillingu fyrir næsta högg. Tók aftur sexu á 150m því það var mótvindur og svo vildi ég tryggja að vera nógu langur og komast yfir þessa godamn á sem sker brautina. Pin high en 10m til hægri. Samt á gríni. Tryggði púttið og ísí par.

3.Par 4. Meðvindur. Tók ásinn og reyndi við grínið. Púllfeidaði höggið en var heppinn og endaði á lítilli ey með fullkomna legu. Lítið 60° vipp inn á grín og tryggði parið. Par

4.Par 4. Meðvindur. Púllfeidaður ás á miðja braut. 100% 56° högg sem fór 99 metra. Meter yfir stöng. Tap in fugl og kjéllinn mættur. Fugl.

5. Par 3. Meðvindur og 124m í pinna sem var nálægt ánni. Ég var ekki viss með hvort P-ið eða 9-an væri járnið. Tók níuna og lenti pin high og skoppaði út í á. Moþafokk. Tók víti og vippaði 3cm frá holu. Skolli.

6. Par 4. Tók 13° 3 tré sem ég var með í láni frá Golfskálanum. Þrusu stöng því ég dró boltann fallega alveg eins og ég hefði teiknað höggið. Endaði þó 30cm utanbrautar í drasli. Hakkaði honum áfram. Vippaði svo aðeins of langt og tvípúttaði. Skolli.

7. Par 3. Hliðarmótvindur. Tók 6 járn á 150 mtr og dró hann frá ánni inn á grínið. Ísí tvípútt. Par

8. Par 4. Meðvindur. Slæsaði ásinn hægri megin við aðra braut. Tók níu á 133 metrum inná grín. 3 metra pútt var pínu of fast og í staðin fyrir að fara ofan í þá skoppaði hann uppúr aftur. Tap in par. Par

9. Par 5. Meðvindur. Púllfeidaður ás á miðja braut. Tók 13° 3 tréið og reyndi við grínið í tveim. Náði því auðveldlega þrátt fyrir mikið feid. 200mtr högg sem endaði pin high en um 30 metra hægra megin við pinna. pitchaði allt of langt yfir pinna. Púttaði fyrir fugli og skildi eftir um 3cm. Ísí par.

+1 og snilldar göngutúr með Sebastian, Betu og Davíð Kára. Svo var tengdó og félagi hans á golfbíl.

Frábær endir á góðri helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 153222

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband