Leita í fréttum mbl.is

Karlalæti

Karlalæti, Hrútasviti, Hanasvelgja og Tippatog.......

Allt þetta er samnefnari yfir ákveðna hegðun.

Þegar nokkrir karlmenn hittast þá skapast stundum svona stemming. Menn að reyna að vera rosalega harðir og geta nánast ekki tjáð sig nema með stælum og wannabe fyndni.

Það virðist vera kappkefli að missa ekki kúlið. Taka sjálfan sig rosalega alvarlega og ekki gefa neitt færi á sér.

Ég er voða lítið þannig.

Ég er sennilega sú persóna sem tekur sig hvað minnst alvarlega. Alltaf reiðubúinn að vera fyndinn á kostnað sjálfs míns.

Það finnst svona körlum veikleikamerki.

Það er yfirleitt frekar neikvætt væb í svona hópi. Oftast einhver að gera lítið úr einhverju, hvort sem það er manneskja eða atburður.

Öfga skoðanir eru vinsælar. Eitthvað er ýmist algjörlega fáránlegt eða einhver ótrúlega heimskur.

Ótrúlega vinsælt að kalla einhvern ,,kjélling" ef sá hinn sami gefur pínu færi á sér.

Þetta er áhugaverður hópur. Gaman að fylgjast með svona hegðun og geta séð þetta utanfrá. Þetta er svo hlægilega sorlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í hvaða partýi varst þú eiginlega? Get samt alveg ímyndað mér að til séu svona "karlagrobbs"hópar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2011 kl. 09:50

2 identicon

Hvern eða hverja erum við að fara að lemja?

GKG crewið í málið!

Ace (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 10:46

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Þetta er alheims vandamál. Ekki bara nokkrir karlgrobbs hópar. Þetta viðhorf er bara mjög algengt. Menn vilja ekki sýna veikleika og eiga á hættu að verða skotspónn.

Ég svo sem lenti ekki í þessu eða neitt. Þetta er bara eitthvað sem ég hef tekið eftir yfir langan tíma.

Finnst þetta svo merkilegt. Og óskiljanlegt hvernig menn nenna að standa í þessu.

GKG Crewið....stand down....until further notice

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 1.7.2011 kl. 19:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert strákur og átt ekki að gráta.... Vertu ekki þessi kerling strákur, hreyndu að herða þig upp.....  Strákar væla ekki....

Ætli þessar inprentanir og margar fleiri eigi ekki einhvern þátt í þessu? Og það eru ekki bara pabbar sem segja svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2011 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband