Leita í fréttum mbl.is

GræjuPerrinn

Hæ, ég heiti Sigursteinn og er græjuperri. Hæ Sigurður!

Ég hef hættulega gaman af því að grúska í græjum. Hef verið að dunda mér við að kaupa gítargræjur undanfarið.

Keypti fyrst Digitech RP90 multi effektinn á 7500kr. Hann kostar nýr sirka 17þ. Nokkuð góð kaup. Grúskaði í honum þangað til að ég sá að það vantaði eitthvað.

Mig vantaði nefnilega Loop station. Keypti Boss RC-20xl stationið á 20þ. Kostar nýtt 52þ!!!! Það sér ekki á því þannig að þetta voru sirka kaup aldarinnar.

Eftir að hafa fiktað og leikið mér með það tæki áttaði ég mig á því að ég þarf ekkert svona loop tæki. Enda er ég ekki á leiðinni í trúbbann á næstunni. Ef ég vil leika mér í loopum þá nota ég bara cubase.

Seldi því tækið bara aftur. Á friggin 25þ kjell. Auðveldasti 5þ kjéll sem ég hef þénað. Var ekkert sérstaklega að reyna það. Sagði bara fólki að koma með tilboð. 25þ er samt helvíti gott verð fyrir einhvern sem ætlar sér eitthvað að nota tækið af alvöru.

Allavega, RP90 tækið var fínt en svo vildi til að einhver svaraði auglýsingu minni um leit að multi effektum seint. Hann bauð mér Zoom G2.1u tækið á 10þ. Kostar nýtt um 20þ. Svo ég keypti það bara líka.

Það hefur usb tengingu umfram RP90. Þá get ég plöggað gítar í tækið, tækinu í tölvu, opnað cubase og notað þessa effekta við að taka upp. Svo er tækið mun hraustara byggt. Mjög sturdy.

En aðal munurinn finnst mér vera í effekta uppbyggingu. Núna get ég búið til hljóð með allt að 9 effektum í einu. Tekið hvern effekt fyrir sig og stillt hann eftir þörfum og bætt við smátt og smátt til að gera flotta effektakeðju. Þetta er allt mun betur skipulagt heldur en RP90 því sá gerir þetta meira fyrir mann og þ.a.l. færri möguleikar til að gera eitthvað sér SIR legt.

Svo er líka hljóðið betra í zoom heldur en í digitech. Distortionið er fallegra, ekki eins digital. Svo eru clean tónarnir betri líka.

Allavega....hver vill kaupa RP90 af mér :)

En í alvöru talað þá er það tæki helvíti fínt líka. Á von á því að tækið seljist mjög hratt. Spurning hvort það myndist gróði af því líka. Þá þarf maður nú bara nánast að fara gefa þetta upp. Stofna bissness.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband