Leita í fréttum mbl.is

Pakkar og læti

Pungurinn loksins kominn í bólið eftir ævintýralega skemmtileg og velheppnuð jól. Okkur fannst eins og það væri aðfangadagur.

Hamborgarhryggurinn heppnaðist fullkomlega! Allt nema Sauerkrautið í raun, það kom eitthvað fönkí út. En vert er þó að hrósa kokkinum fyrir einstaklega djarfa viðreynslu við Sauerkrautið. Ekki allir sem komast svona nærri bragðinu í fyrstu tilraun.

Sebas beið spenntur eftir pökkunum. Hann fékk að opna einn fyrir mat og það reyndist vera Ironman kall. Vakti lukku.

Svo eftir mat fékk hann fullt af dóti. Í raun allt of mikið náttúrulega. Hann fékk Vidda úr Toy Story, trommusett frá okkur, bílskúrsbílastöð frá Cars, og fullt í viðbót. En það sem vakti mesta lukku var Spiderman búningur. Hann gjörsamlega apeshittaði. Hef aldrei séð hann svona. Mjög fyndið.

Hann opnaði þann pakka og sá búninginn og byrjaði strax að rífa sig úr sparifötunum. Hann var kominn á sprellann á núll punktur einni.

Hann var Spiderman það sem eftir lifði kvölds. Hann spurði hvort hann mætti sofa í þessu.....og hvernig gat ég sagt nei.

Þannig að það er þreyttur og glaður spiderman inn í pabbabóli núna einhversstaðar lengst inn í draumalandi.

Ég og Beta erum sjálf þreytt eftir þennan hamagang og hjúfrum okkur undir sæng inn í stofu hlustandi á Bubba á bylgjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 153222

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband