Leita í fréttum mbl.is

Ég og biðraðir

Við fórum sem sagt á Harry Potter. Í hléinu fór ég á röltið til að teygja aðeins á bakinu(og horfa á fólk). Beta kallaði í mig og bað mig um að kaupa eitthvað að drekka fyrir sig ef röðin væri ekki of löng.

Ekkert mál.

Eða hvað. TA TA TA DAMMM!

Ég og biðraðir eigum ekki saman. Það voru sirka 10 kassar opnir. Sirka 15 manns í biðröð í öllum röðum.

,,Ok Biðraðaguð, sirka jafnt í öllum biðröðum. Nú er þetta bara slembi, úllen dúllen doff."

ég valdi miðjuröðina. Svitinn perlaði á enninu á mér er ég steig inn í hana og hugsaði með mér:

,,Ó þú miskunasami Biðraðaguð, nú getur þú ekki refsað mér því ég tók úllen-inn á þetta. Engin frekja í gangi hér"

Viti menn, biðraðir tæmdust í kringum mig! Sem ég væri sjálfur Harry Potter

,,Expextum Petróleum Biðraðríum!"

Púff. Allar aðrar biðraðir hurfu. Nema mín.

Þá laumaði einn gæji sér úr minni röð til að joina aðra röð, enda okkar orðin langlengst. Þetta var 45 ára gæji með son. Ég varð svo hlessa að ég sór þess eið að falla ekki í þá grifju. Grifjuna sem ég lendi yfirleitt alltaf í. Nefnilega, að skipta um röð og festast bara þar í staðin og horfa upp á gömlu röðina hreyfast.

Ég er, eftir allt saman, biðraða cursed.

Þannig að ég þraukaði og þraukaði. Þangað til að myndin var byrjuð og fólk var actually farið að fara úr röðum. Þá loksins opnuðust mér leiðir og á endanum stóð ég þarna ásamt einhverjum 7 manneskjum sem eftir voru. 5 af þeim afgreiðslufólk.

Skipti mig engu máli. Ég ætlaði að klára þessa fokkin biðröð og storka örlögunum. Bjóða Biðraðaguðinum birginn.

Ég missti af sirka 5-7 mínútum af seinni hálfleik.

En Beta fékk Fantað sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvor

Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:34

2 identicon

Taka 2

 Hvor fékk afgreiðslu á undan þú eða þessi 45 ára?

Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:35

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Gæjinn auðvitað. Ég fylgdist með því er hann mjakaðist hægt og bítandi frammúr mér. Mjög erfitt process. En ég stóðst þessa aflraun.

Þetta var náttúrulega bara alheimurinn að ballansa út okkar góðu heppni að fá góð sæti í upphafi myndar. Segir sig sjálft.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 25.11.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband