Leita í fréttum mbl.is

Synchronized Toothbrusing (R)

Ég er frekar góður í Synchronized Toothbrushing (R). Ég er að reyna kenna Betu og skóla hana til en fram að þessu finnst mér vanta allan takt í þetta hjá stelpunni.

Synchronized Toothbrushing (R) er listin að hreyfa sig í takt við annan sem er að tannbursta sig á sama tíma og þú. Þá stendur fólk saman í speglinum, oft annar fyrir aftan hinn, og leikur sér að allskonar hreyfingum í takt. Ýmist til hliðar, upp, niður og í raun bara allt sem manni dettur í hug. Í takt.

Varúð! Aldrei reyna þetta á morgnanna. Það eru byrjendamistök. Þá er fólk sjaldnast hresst og ekki jafn líklegt til að framkvæma þetta vel.

Fínt er að bíða eftir að það kvöldi vel og allur galsi sem oft vill koma sé til staðar. Því meiri galsi í fólki, því betri verður frammistaðan. True story.

Það sem Betu vantar aðallega núna er kreatíf. Hún apar bara eftir á þessum tímapunkti. Hún þarf bara meiri æfingu og sjálfstraust til að fara í sínar eigin hreyfingar.

Þetta kemur allt saman með kalda vatninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband