Leita í fréttum mbl.is

Ferðin í bíó

Ætluðum í bíó í gær. Allt uppselt í Álfabakka kl 22 þannig að við rétt náðum síðustu miðunum í kringlunni. Jei.

Þetta var sirka kl 20 og því tveir tímar í myndina. Við tók afslöppun og hún varð svo mikil að við sofnuðum bæði. Vorum í djúpum REM svefni þegar síminn hringdi kl 21:50!

Við stukkum upp og hlupum út til að ná bíóinu. Þegar við mættum þá var salurinn stútfullur.

Samt voru nokkur sæti laus á stangli og ég fór í málið. Spurði hina og þessa hvort þetta væri nokkuð frátekið. Allt frátekið. Svo sá ég tvö djúsí sæti laus þarna inn á milli og færði mig nær.

Biggi í Maus sat þar við hlið og ég brosti til hans mínu blíðasta. Nei, hann sagði að þessi væru líka frátekin.

DEM! einu lausu sætin voru á fremsta bekk. Við settumst því þar. Ömurlegt. Fékk instantlí þennan líka rokkna hálsríg. Ég þurfti actually að hreyfa hausinn til að sjá allan skjáinn.

Þarna niðrí á fremsta bekk var líka þessi viðbjóðslega mannslykt. Ekki beint svitalykt(ekki nógu súr) heldur svona lykt sem kemur af einbúum eða eitthvað álíka. Frábært.

Í hléi þá fannst mér þetta ekki ganga lengur og við biðum efst í salnum eftir að myndin byrjaði aftur og bara chilluðum þar í tröppunum.

Ég sat á gólfinu og beta á sirka 30 af þessum hörðu bláu sessum sem voru uppstaflaðar þarna efst.

Það var fínt. Fín upplifun.

Svo var mér litið yfir salinn eftir sirka 5 mín. Hvað er það fyrsta sem ég sá.....tvö laus sæti á efsta bekk, hlið við hlið. Á besta stað.

Mér fannst þetta svo mikil móðgun við mig, svo mikil svívirðing að ég vildi ekki setjast í þessi fokkin sæti. Ekki séns.

Það var fínt að vera bara í tröppunum.

Ó by the way....bitchin mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 153171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband