Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta mót sumars í 7. sæti af 254

Vaknaði kl 6 eða réttara sagt, SEBAStian vaknaði kl 6 og var ekkert að gúddera snús takkan eins og svo oft. Þannig að ég tók early start á daginn sem var bara fínt. Brunaði af stað út á Hellu kl 7 á mitt fyrsta mót í sumar. Mættur 8 og tók 30 mín upphitun.

Var bara í stuði og átti 2 mtr pútt fyrir fugli á fyrstu sem ég krækti. En til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á +6 og er jafn í 7-10 sæti eins og stendur af 254 keppendum. Held að það skýrist endanlega um kl 22 þegar allir eru komnir í hús. Ósennilegt að þetta breytist.

Alfreð er í þriðja á pari vallar. Það eru svo heimamenn í tveim efstu sætunum á 2 og 1 undir pari. Svo er annar heimamaður í fjórða á +3 og svo annar gæji líka á +3 og einn á +5.

Svo ég, annar strákur og Ólafssynir(Haukur og Siggi Rúnar Gkg félagar) á +6

skorið var:

par-skolli-par-skolli-fugl-fugl,par,skolli,par = +1
par,skolli,par,dobbúl,par,par,skolli,par,skolli = +5

Dobbúllinn kom eftir vanmat á vindi á par 3 braut. Varð of stuttur og átti eftir snúið vipp sem ég nelgdi yfir. Púttið til baka var ömurlegt og náði ekki að bjarga næsta pútti.

Þessi sex högg yfir par skrifast bara á almennt 30% lélegri spilamennsku en á æfingahring. Þegar maður kemur í mót þá er spennan meiri og pínu öðruvísi tilfinning í sveiflunni. Þannig var ásinn ekki jafn öruggur, samt aldrei í veseni. En í kjölfarið voru innáhöggin sem ég átti eftir pínu erfiðari. Þess vegna skildi ég eftir aðeins fleiri metra í holuna og þ.a.l. erfiðari pútt. Basic.

Það sýnir sig bara á að ég notaði friggin 36 pútt!!! sem er viðbjóður. Bara tvö einpútt, tvö þrípútt og rest tvípútt.

Ég spilaði með þrem hökkurum sem hétu bibbi, nonni og finnsi. tæplega fimmtugir æskuvinir úr árbænum sem gerðu ekkert annað en að skjóta hvorn á annan allan hringinn. Varð soldið þreytt. Ég kom í hollið þeirra vegna forfalla Gumma Hrafnkels sem er einmitt vinur þeirra. Hann beilaði.

Allavega, sæmilega sáttur bara við fyrsta mótið og vonandi minnkar þetta 30% misræmi á æfingarhringjum og mótahringjum með sumrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara til gamans að geta, þá voru þetta feðgarnir Andri og Óskar sem voru í 1 og 2 sæti. Óskar pabbi hafði sigurinn! :)

Það var skuggalega gaman að slá af grasi! Völlurinn lofar góðu fyrir sumarið!

Maður hefði viljað setja fleiri pútt í, en það kemur í sumar...

Þú misstir af "strákurinn" fistpump á 18 greeni hjá mér :D

Ace (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

nei, ég heyrði það frá sjöttu braut.

Til marks um hve lélegur pútterinn var hjá mér þá notaði ég 36 pútt og þ.a.l. engin ástæða til að nota ,,strákinn"

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 2.5.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 153178

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband