Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
5.5.2012 | 17:37
Gratis Sebas
Fórum pínu í Smáralindina þar sem ég og Sebs kíktum á skemmtigarðinn
Veit ekki hvað málið er en fríir leikir elta þennan dreng uppi
Ég borgaði ekki einn einasta leik!
Hann tók guitar hero og rústaði leiknum. Fór á skeljarnar og allt með gítarinn. Tók vídjó af því
Svo tók hann ókeypis ferð á gulu mótorhjólunum.
Svo voru þarna nokkrir körfuboltar sem hann henti.....áleiðis....í körfuna.
Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2012 | 22:37
Tregi
Keypti Peavey Classic 50 af Bergþóri Morthens í kvöld. Eða skipti reyndar á honum og Mesa/Boogie MKIII þar sem mun auðveldara er að róta Peavey og ég losa um 50þ krónur í leiðinni :)
Allavega...Sebas kom með mér
Í bílnum á leiðinni heim þá sagði ég honum frá því að Bubbi væri bróðir hans og leyfði honum að heyra uppáhalds lagið mitt með honum.
Svartur Hundur af sex skrefa plötunni
Þeir sem þekkja lagið vita að það er frekar sorglegt og fjallar um hve Bubbi saknar Brynju enda samið um það leyti sem þau skilja. Rosalega persónulegt.
Svo klárast lagið og Sebastian segir
,,pabbi, þetta er soldið sorglegt"
Ég var ekkert búinn að tala um lagið. Hann skynjaði tregann.
,,já, ég veit vinur...finnst þér það ekki bara fallegt?"
,,ég er kominn með tár"
Þá snéri ég mér við og sá að hann var alveg að fara að gráta
Þá útskýrði ég fyrir honum að stundum eru svona lög bara falleg og það er allt í lagi að verða sorgmæddur yfir því.
reyndar var komið kvöld og fram yfir háttatímann hans og minn orðinn sybbinn.
Ég breytti svo bara um umræðuefni og spurði hvaða hressa lag hann vildi fá núna.
,,ég vil aftur sorglega lagið"
Finn á mér að hann á eftir að verða dramatískur eins og ég. Enda hálfur spánverji.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2012 | 20:04
fallegi lúserinn
Hátalarinn í gemsanum mínum er ónýtur og ég heyri ekkert í fólki. Þannig að þegar einhver hringir þá verð ég að láta viðkomandi á speaker til að heyra enda annar hátalari þá í gangi.
Þetta er algjört bögg
En bara útaf því að fólk heldur að ég sé þroskaheftur lúser
Ég meina, hver labbar um og talar við fólk í gemsa alltaf á speaker!
Athyglissjúkt fólk og lúserar
Bara að láta alla vita.....ég er kannski lúser en ekki útaf þessu!
Þetta er af íllri nauðsyn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2012 | 21:03
Sigursteinn afi
Ég lenti á spjalli við afa sem er áttatíuogeitthvað ára gamall virðulegur fyrrverandi héraðslæknir.
Ég sagðist vera í hljómsveit
,,á hvaða hljóðfæri spilið þið?"
,,2 gítara, bassa og trommur"
Þá hnussaði í mínum ,,iss, það vantar alla harmonikku í þetta"
...og gamli brosti út í annað
Hann var músíkalskur með eindæmum en tók samt alltaf bara sama lagið þegar hann var nálægt píanói eða nikku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2012 | 20:15
standa upp
Fórum á fabrikkuna. Fengum okkur bæði salat. Mjög gott.
Það voru þrjár afmælistilkynningar á meðan við vorum þarna
2 báðum um lagið ,,stattu upp" með bláum Ópal. Og svo kom lagið í þriðja sinn seinna óumbeðið
Maður yrði sturlaður á að vinna þarna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2012 | 01:08
dagar
8. maí Silversun Pickups
19. maí Casio Fatso
28. maí Sigur Rós
19. júní Smashing Pumpkins
Gott sumar í uppsiglingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 22:39
kvörtun
moðerfokkin skipulagsdagar! right?!
Djöfull er ég leiður á þessum kvikindum
6 þannig dagar í leikskólum R.víkur yfir skólaárið
Ég skil ekki af hverju fólkið á skrifstofunum, leikskólastýrur og stjórar sjá ekki bara um þessa ,,vúdú misteríus" skipulagningu og miðli henni til kennara og leiðbeinenda á sirka 1-2 dögum á ári!
Nú er ég fyrstur til að vilja hærri laun fyrir þessa starfsstétt en skipulagsdaga...........not so much
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 19:53
kröfuganga
Börger og kokteill í bleikri skyrtu og fake rayban
Pulsa og kókómjólk með fake elvis
Keiluhöllin og allir leikir ókeypis af einhverjum ástæðum (feðgarnir fóru hamförum)
Góður matur
Út í garði að leika í fótbolta og frisbí
ísrúntur
Seldum sófa á 30þ og tókum alsherjarhreingerningu og umstokkun á íbúðinni
Þetta var okkar krafa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 00:10
arriving
Of monsters and men have arrived!
Þau eru nr 83 á lista yfir vinsælustu gítartöb í heimi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar