Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

fótósession

Casio Fatso tók fótósession í kvöld. Þurftum alvöru myndir af bandinu í auglýsingaskyni útaf Reykjavík Live.....og bara almennt séð

Það var spes

það var lítið um að menn væru að henda sér í rokkpósur

Það var samt ýmislegt sem þurfti að varast

Ekki krossleggja hendur, ekki vera of kát, ekki líta spekingslega í allar áttir

Passa klisjurnar

Finnst við koma bara ágætlega út

Getið séð myndirnar hér

https://www.facebook.com/CasioFatso


Fyrstu tónleikar Casio Fatso!

Casio Fatso mun spila á Reykjavík Live Festival sem verður í næstu viku

https://www.facebook.com/events/133897310077370/

Það verður spilað á Gamla Gauknum, Glaumbar, Prikinu, Frú Berglaugu & Rokkinn hamborgaratrukk

Yfir 50 atriði verða á boðstólnum og þar á meðal listamenn á borð við Valdimar – Ensími - Retro Stefson - Brain Police - Dj Margeir - Bloodgroup - Ojba Rasta - Legend – Kimono – Forgotten Lores - Emmsjé Gauti – Úlfur Úlfur - Reykjavík! - Berndsen - Þórunn Antónía - Vintage Caravan - Techno.is - Endless Dark-
Agent Fresco - RetRoBot- Rvk Soundsystem - Tilbury - Kiriyama Family
og................CASIO FATSO

Við spilum á fimmtudaginn 17.maí með Agent Fresco, Morgan Cane og nokkrum öðrum.

Veit ekki enn á hvaða stað við verðum á en það kemur í ljós síðar

Mjög spennandi

Svo verðum við á Kónginum þann 19.maí


weird leyni gigg

Tókum leyni gigg á Kónginum í kvöld. Svona rétt til að mixa hljóðið rétt og fá þetta til að hljóma sæmilega.

Barinn tæmdist eftir leikinn sem var þarna fyrr um kvöldið þannig að þetta var perfect.

Vorum þarna um kl 21, barinn tómur og við húkkuðum allt upp og slíkt. Þvílíkt vesen.

Svo hófst stilleríið, hækka í þessu, lækka í hinu bla bla

Tók um klukkutíma

kl 22 vorum við tilbúnir að taka fyrsta lagið

Eftir um 10 sekúndur af laginu gengu 25 manns inn í halarófu!

Við stoppuðum að spila og skildum ekkert í því hvað væri að gerast. Fullt af fólki að mæta á barinn á þriðjudagskvöldi?

Markmiðið var ekki að spila fyrir fólk heldur að æfa live showið í friði

Nei, nei, þá var þetta söfnuður úr kirkjunni þarna við hliðiná að koma í kveðjupartí fyrir gjaldkeran sem var að hætta(hann er að fara til Kanada)

ok, við fórum bara á barinn í smá pásu.

Svo byrjar þetta fólk bara að syngja, halda ræður, gefa gjafir og svo syngja meira!

Við héldum að einhver hefði jafnvel laumað sveppum í drykkina okkar því þetta var svo súrrealíkst fyrsta leynigigg

Þurftum að bíða til um 23:10 þegar við hreinlega nenntum þessari vitleysu ekki lengur og byrjuðum bara að spila.

Fólkið náði hintinu og týndist út hvert af öðru

Nema ein.....hún kom uppá svið og vildi syngja með

Ég þurfti að segja henni að hunskast niður af sviðinu

súrrealíkst kvöld


Bíórýni: The Avengers

Við fórum sem sagt í bíó í kvöld.

The Avengers

Hún er frábær

Fyrsta alvöru þrívíddar myndin sem ég sé. Þar meðtalin Avatar og allar þessar wannabe 3D myndir!

Þær hafa alltaf haft svona þrívíddar móment þar sem tæknin er sýnd sem nokkurs konar show off.

The Avengers.........ekkert svoleiðis. Bara alvöru þrívídd í gangi sem þjónaði tilgangi myndarinnar.

Ég mæli eindregið með þessari ræmu og það er skylda að fara á hana í bíó

Annars ertu bara að sjá helming myndarinnar

Good shit ræma

Fyrir hverja sekúndu sem þú lætur líða án þess að sjá þessa mynd í bíó deyr lítill rassálfur!

Þetta er á þinni samvisku.....mundu það!


The Avengers

Það skemmtilegasta við bíóferð er bílferðin heim

Eftir góða mynd....sérstaklega góða ofurhetjumynd þá er Captain Siggi Þór Stark ávallt í stealth mode

Ég ók um götur Reykham city með minn nýja ofurkraft að vopni

Skilvirkni!

Ég.....ER.....Efficiencyman!

Skynjun mín er ofurvirk og ég finn ávallt bestu leiðina að takmarkinu með því að nota sem minnsta orku

Merki góðrar myndar í bíó fyrir SIR er þessi áframhaldandi ímyndum að ég sé inn í myndinni. Að það vari lengur en bílferðin heim er klárlega merki 5 stjörnu myndar.

Við náðum í DK til tengdó. Ég fann í bílnum á leiðinni heim frá þeim að ofurkraftur minn fór dvínandi. Það var lítill Hulk í aftursætinu sem reyndist vera kryptónít á ofurkraft minn.

Það var klár fylgni á milli tíðni öskra Hulksins og dvínandi brynju ofurkrafta minna.

Hann kom mér aftur á jörðina


Peavey

aaaawwwwww yeah!

Peavey Classic 50 er sem hugur manns

Fór og vældi í gegnum kvikindið í kvöld.......hunang!

Keypti hann af Begga Morthens

GCD magnarinn mættur!

Sæll

Svo er volume pedallinn frá Greifunum

Gerist þetta harðara!


fannst þetta of gott

http://hahgay.com/

Silversun Pickups

Strímaði nýju Silversun Pickups plötunni.

Eftir eina hlustun þá fæ ég á tilfinninguna að syntha gaurinn í bandinu sé að fá of veigamikinn sess.

Smá vonbrigði en er samt pottþétt plata sem vinnur á.

Man að mér fannst singúllinn ekkert spes í fyrstu 2-3 skiptin

Núna er hann flottur

Þessi skífa verður samt pottþétt ekki á pari við fyrstu tvær frá þeim.

Vantar meira fuzz skotið hunangs sánd á hana til þess.

Vantar fleiri hardcore gítarriff

vantar fleiri clear cut húkka

En allavega......alltaf gaman að hlusta á þau því þau eru með svo distinctive þykkt og flott sánd.


HauBaus

Beta plataði mig í Bauhaus. Labbaði þaðan út með risa málverkamynd af Manhattan. Sáum krana sem við keyptum á 20þ um daginn á 10þ í bauhaus........svekkjandi

Boys II Men

Var spenntur fyrir opnun nýrrar búðar í Smáralindinni. Hún heitir Boys og er með strákadót

Fór þangað í leit að derhúfu og rauðum skóm.

Búðin stóð undir nafni og var sannarlega fyrir stráka. En kannski single, undir tvítugt stráka.

Ekki mig

Því miður

Sá reyndar ágætis rauða skó en þeir kostuðu 20þ

Vil bara eyða sirka 7þ í rauða skó

Svo finn ég bara ekki derhúfu sem mér finnst töff. Þær eru allar svipað óspennandi hérna á Íslandi. Ég vil svona Dennis Rodman húfu í trucker style með rosalegu glysi framan á.

Held áfram að leita


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband