Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

on the prowl

Casio Fatso leitar að söngvara

Þarf að vera með pung, geta haldið laglínu og öskrað.

og að sjálfsögðu þarf sá hinn sami að vera fjallmyndarlegur og með attitjúd


family guy

jæja.....þá er komið að þessu

kominn tími á eitt gott Family Guy maraþon

Mun taka síson 9 í nefið á næstunni. Svo tíu.


Gleðilegt sumar

ég elska þegar sumarið kemur svona skyndilega án þess að láta vita

Tók lit og allt

Ekki Beta

Hún er súr


Golfhringur nr 1

Fór minn fyrsta golfhring á Íslandi í dag.

Fórum dagsrúnt uppá Geysi og spiluðum í bongóblíðu

Ég endaði á +1 sem var langt fram úr væntingum. Þetta voru samt bara 9 holur, samt goodshit

Spilaði frá gulum í þetta sinn og hér er hringurinn

1.Par 5. Mótvindur. Ás í pullfade og endar á miðri braut en stuttur. Kiksaði blending rétt áfram. Tók 56° beint upp í loftið og náði ekki inn á grín. Vippaði ílla og skildi eftir 3 metra pútt. Setti púttið í fyrir pari.

2.Par 5. Mótvindur. Ás slæsaður yfir aðra braut og yfir áttundu braut! Ótrúlega lélegt högg. Hakkaði fullkomið sexujárn í uppstillingu fyrir næsta högg. Tók aftur sexu á 150m því það var mótvindur og svo vildi ég tryggja að vera nógu langur og komast yfir þessa godamn á sem sker brautina. Pin high en 10m til hægri. Samt á gríni. Tryggði púttið og ísí par.

3.Par 4. Meðvindur. Tók ásinn og reyndi við grínið. Púllfeidaði höggið en var heppinn og endaði á lítilli ey með fullkomna legu. Lítið 60° vipp inn á grín og tryggði parið. Par

4.Par 4. Meðvindur. Púllfeidaður ás á miðja braut. 100% 56° högg sem fór 99 metra. Meter yfir stöng. Tap in fugl og kjéllinn mættur. Fugl.

5. Par 3. Meðvindur og 124m í pinna sem var nálægt ánni. Ég var ekki viss með hvort P-ið eða 9-an væri járnið. Tók níuna og lenti pin high og skoppaði út í á. Moþafokk. Tók víti og vippaði 3cm frá holu. Skolli.

6. Par 4. Tók 13° 3 tré sem ég var með í láni frá Golfskálanum. Þrusu stöng því ég dró boltann fallega alveg eins og ég hefði teiknað höggið. Endaði þó 30cm utanbrautar í drasli. Hakkaði honum áfram. Vippaði svo aðeins of langt og tvípúttaði. Skolli.

7. Par 3. Hliðarmótvindur. Tók 6 járn á 150 mtr og dró hann frá ánni inn á grínið. Ísí tvípútt. Par

8. Par 4. Meðvindur. Slæsaði ásinn hægri megin við aðra braut. Tók níu á 133 metrum inná grín. 3 metra pútt var pínu of fast og í staðin fyrir að fara ofan í þá skoppaði hann uppúr aftur. Tap in par. Par

9. Par 5. Meðvindur. Púllfeidaður ás á miðja braut. Tók 13° 3 tréið og reyndi við grínið í tveim. Náði því auðveldlega þrátt fyrir mikið feid. 200mtr högg sem endaði pin high en um 30 metra hægra megin við pinna. pitchaði allt of langt yfir pinna. Púttaði fyrir fugli og skildi eftir um 3cm. Ísí par.

+1 og snilldar göngutúr með Sebastian, Betu og Davíð Kára. Svo var tengdó og félagi hans á golfbíl.

Frábær endir á góðri helgi


Gigg nr 2

Héldum tónleika í gærkvöldi. Þetta var þrusustuð. Casio Fatso spilaði dramatískt fuzz skotið rokk. Og gerði það bara ágætlega. Mikil framför síðan á fyrsta giggi

Svo kom DJ Póski og sigraði heiminn með þéttum playlista

Ég var ánægður með mætingu. Fólk á öllum aldri. Allt frá Sebastian, 5 ára, til ömmu hennar Sögu bassaleikara sem er 88 ára gömul. Casio Fatso spannar víðan markhóp.

Ég var þó sérstaklega ánægður með að sjá Kjarra og frú. Gott að fá sérfræðing til að hlýða á og gefa góð ráð.

Hann vann sér þar með inn 7 ára passa inn á öll baksvið sem Casio Fatso mun hafa aðgang að.


Gey

Spurning hvort maður ætti ekki bara að drífa sig í golf á morgun!

Ekki seinna vænna

Gey Sir goes to Geysir?


áminning

ég minni á tónleika á Kónginum á morgun kl 22:30

Casio Fatso treður upp
svo verður Dj Póski að þeyta skífum og rugl tilboð á barnum

FRÍTT INN!!!!


það sem ég er að hugsa akkurat núna

Fékk slæm tíðindi í dag. Óli framkvæmdarstjóri Gkg hné niður í gær á 15.teig og varð bráðkvaddur. Þekkti hann í gegnum gkg en ekkert meira en það. Maður verður samt slegin við að heyra svona. Sérstaklega í ljósi þess að maður sjálfur er heppinn að vera á lífi.

Veit að svona umræðuefni eru ekki vinsæl en þetta er bara nákvæmlega það sem fer í gegnum hausinn á mér núna

Njóta þess að vera á lífi á meðan það er

Gera eitthvað skemmtilegt og hugsa í lausnum

Ekki gleyma sér í vandamálum og veseni

Lifa í núinu og skemmta sér

Ætla að halda tónleika á morgun og hafa gaman. Fá Betuna mína og Sebbster til að horfa á. Vini og kunningja. Það verður fjör. Bless


delusions of grandeur

Held að ég hafi samið besta lag allra tíma!

Það er lokalag settsins hjá okkur í Casio Fatso og heitir Don't stand up

Verður mjög sennilega lag sumarsins næsta sumar ef plön ganga upp

Alltaf gaman að vera spenntur yfir lögunum sínum. Maður heldur alltaf að maður sé að finna upp hjólið. En svo semur maður annað lag og ÞAÐ er besta lag ever.........oh well, það er allavega gaman að ganga í gegnum þetta ferli :)

Ef ég héldi ekki að þetta væri besta lag allra tíma þá myndi ég einfaldlega sleppa því að semja það. Srsly. Ekki séns að ég nenni að semja bara basic g-c-d gripalög. Þarf alltaf að vera samið á unique hátt og helst að ganga stærðfræðilega upp.

Tékkið á þessari snilld(engar væntingar) á laugardagskvöldið á Kónginum uppí Grafarholti kl 22:30

Frítt inn happy hour er 2 bjórar og 2 skot á 1000kr

Þetta verður vinalegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband