Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
14.4.2012 | 18:11
golfo
Búinn að spila mikið golf undanfarna daga
Tók þennan klassíska vor fílíng
Byrjaði vel og fór svo versnandi
En.....helvíti góð upphitun fyrir sumarið sem er handan hornsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2012 | 18:09
The return of the Mac
Heimferð í dag. Nánar tiltekið í kvöld. Nánar tiltekið á morgun
Förum í loftið kl 1:30 að staðartíma og lendum 4:20 á íslenskum tíma
Fínt að nýta nóttina í flug. Hef aldrei skilið af hverju fólk er á móti því. Dauður tími hvort eð er
Hlakka mikið til að sjá mæ píps
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2012 | 19:39
Dramatísk saga af baráttu SIR og PÓS
Þetta var epic bardagi á milli mín og Póska (Pétur Óskar) í dag. Hann byrjaði á tripple-fugl-dobbúl. Ég var kominn með 3 högg á hann strax í upphafi.
Hann var allan tíman að reyna að klóra í bakkann. Það tókst á níundu.
Þá spýtti ég í lófana og komst aftur yfir
Það var ekki fyrr en á sautjándu sem hlutirnir fóru að skýrast.
Ég allan tíman yfir.....Póski grípur til sinna ráða
Ég er að fara taka innáhöggið á þessari par 4 sautjándu braut þegar Póski hrópar til mín ,,ég er kominn inn á grín!"
Ég bara huh?
Þarna stóð kvikindið, 30 metrum fyrir framan mig(enda big hitter) og hafði sneikast til að gera á undan mér!
Þetta er alþekkt dirty trick frá gömlu fari. Gera á undan til að setja pressu.
Bastard
Ég fipast við þetta og slæ út í vatn
Bálreiður enda ég svo á tripple en Póski sneikar 10 metra pútti ofaní fyrir fugli!
Fjögurra högga sveifla og leikurinn búinn
Ég átti lokapúttið og beygi mig svo niður til að ná í kúluna. Þegar ég rís upp þá er Póski kominn óþægilega nálægt mér á svipstundu out of nowhere og hvíslar í eyra mér með pervertískum blæ.
,,Þú ert alveg eins og Man city. Ert á toppnum en glatar svo öllu í lokin"
Þarna var rýtingnum snúið í sárinu
Við tókum svo aftur níu holur í smá holukeppni. Hann sló í pinnann af 130m færi á áttundu til að merja sigur.
Það er enginn skömm að tapa fyrir svona meistara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2012 | 18:14
Strákurinn, Kjéppinn, The Myth
Fór nokkrar holur í dag
Kom fyrst inn á 35 punktum sem kom mér á óvart.
Vippaði og púttaði mun betur. Eðlilega.
Sló líka falleg högg og drævaði inn á grín á einni
Byrjaði á fugli og læti
Eftir þennan 18 holu hring átum við og fórum svo aftur út að spila
Hér fer lýsing á því sem var að gerast í höfðinu á mér á þeim hring:
Skolli ,,hmmmm ekki fugl eins og síðast, hlýt að vera orðinn þreyttur"
Par ,,nei, nei hvaða vitleysa, strákurinn á nóg inni"
Skolli ,,nei, nú er ég orðinn þreyttur. Kominn á +2 eftir þrjár"
Par ,,enga vitleysu. Ég er ferskur sem nýútskriðinn lundaungi"
Skolli ,,Jæja, þá kom að því, strákurinn loksins orðinn þreyttur"
Dobbúl ,,Þreyttur.is....."
Dobbúl ,,yup"
2 OB og x-uð braut ,,stick a fork in me...I'm done"
Par ,,yeah wha evaaa bitches, I'm outta here"
Ég snarhætti eftir 27 holur
Gjörsamlega búinn á því. Þrekið ekki meira en þetta.
Fór bara heim í langa sturtu og baðaði mig því næst í Aloe Vera, enda vel brunninn.
Talandi um það subject....það er ekkert verra en að vera brunninn í hársvörðinum. Tékk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2012 | 21:07
labbakútur
Fór í bæjarrölt um Alicante. Labbaði af mér sokkana. Mældi þetta á google earth áðan og í beinni línu þá var þessi leið 5.6km
Þannig að þetta voru örugglega um 10km allt í allt. Því maður var náttúrulega að skoða og spígspora út um allt.
Fann tvær mjúsíkbúðir. Ekkert merkilegt þar inni. Þannig að ég keypti bara eina jacksnúru á 1000kr til minningar. Kostar örugglega um 3þ hérna heima.
Fór í hina obligatory H&M heimsókn. Það var hins vegar ekki barna- né herradeild þarna þannig að ég keypti bara eitthvað fallegt handa Betu.
Fór svo í Springfield og keypti mér killer bol
Labbaði svo í um 3 tíma í leit að kaffihúsi með wifi access. Fann um þrjá bari. Allir með wifi eeeeen virkaði aldrei neitt. Þannig að ég át bara hamborgara og fór. Versti hamborgari sem ég hef fengið.
Á morgun er svo fullur golfdagur. 36 holur. Golfbíll. Tan og læti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2012 | 14:27
1.dagur
Kominn til España
Fór í háttinn eftir ferdalagid kl 5 ad stadartíma
Átti svo teig kl 8:30
Sjénsinn
Ég svaf frekar út og maetti ferskur kl 13
Tók bara 9 holur thví ég gleymdi ad taka med mér drykki og var thví adframkominn
Spilamennskan var lala midad vid ad hafa spilad sídast í ágúst eda svo
+4
Thad sem var ad voru púttin. 3púttadi sem enginn vaeri morgundagurinn
4 skollar og rest par
Aetla svo núna bara ad fara ad leika mér í púttum og vippum
Flott vedur. Smá gola. Sem er fínt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2012 | 23:57
Endur fyrir löngu
Við fórum að gefa öndunum í dag
Með fullan brauðpoka af dýrindis brauði
Röltum upp að öndunum og byrjuðum að henda brauði
Engin sýndi áhuga!
Ekki einu sinni eitt einasta augnaráð!
nei, nei.............helvítis endurnar voru bara SADDAR!
Ég hef bara aldrei heyrt annað eins rugl
Hef sjaldan verið eins móðgaður
Hér erum við komin. Með brauð í poka. Öll að vilja gerð. Ætlum að GEFA þeim að borða. Litlu skinnunum.
Ég verð eitthvað að endurskoða þessar heimsóknir niður að tjörn!
Búm TISS!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 11:03
........
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Farið varlega þarna úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 10:58
Dagurinn
Allir nýbaðaðir
Töffaraföt
Rölta niður laugaveginn með DK í vagni
Pulsuát
Almenn blíða
Syngja í bílnum
Vöfflur
Vor í lofti
Heimsækja ömmu og afa
Casio Fatso æfing
Hljómar eins og plan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 22:48
ofmat
Er að fylgjast með Masters á netinu. Þulirnir eru góðir. Fyrir utan eitt atriði.
Þeir tala eins og þessi grín og þessi völlur séu það erfiðasta sem þessir kylfingar eiga eftir að gera í lífinu.
Jú, það er erfitt að pútta þarna og slíkt. En só fokking what! Þetta er bara leikur. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað mikilvægt eða skipti máli í lífinu. Þannig séð.
úúú grínin eru hröð.....úúú þetta horn er erfitt
Whatever
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar