Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
30.9.2011 | 21:13
klúrt
Hvað er málið með Grafarvog?
Fórum að sækja pitsu í Rimahverfið, við vorum aðeins of snemma þannig að við rúntuðum aðeins. Nokkrum götum síðar fórum við framhjá Spönginni!
Spöngin og Rima-eitthvað?
http://is.wikipedia.org/wiki/Sp%C3%B6ng_(%C3%A6xlunarf%C3%A6ri)
http://www.urbandictionary.com/define.php?term=rim%20job
Þarf ég að segja meira?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2011 | 00:11
söngur
Hata að syngja!
nennir einhver að taka að sér að syngja inn á lög?
Djöfull er það ekki ég. Hef ekki þetta drama í mér. Kemur bara mumbl út.
Er mun frekar dularfulli rythmagítarleikarinn sem samdi lögin og stendur alltaf pínu til vinstri.
Skilyrði:
þarf að vera með tippi, pung og helst nokkur bringuhár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2011 | 23:12
uuuuu næsti pedall sem ég fæ mér. Staðfest!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2011 | 20:15
álfur út úr hól
Sebas sagðist hafa talað við álf.
ég fór að grilla hann um þetta til að sjá hvort hann væri bara að skálda þetta
SIR: ,,nú! hvað heitir hann?"
SEB: ,,rómverjaálfur"
SIR: ,,ok en hvað heitir hann?.....Bjarni?"
SEB: ,,nei, hann heitir rómverjaálfur!"
SIR: ,,ok, í hvernig fötum var hann?"
SEB: ,,í svona prinsa fötum"
SIR: ,,og hvað sagði hann?"
SEB: ,,hann er hræddur við stóra fólkið, hann vill bara tala við mig"
SIR: ,,nú!" [sagði ég quietly shittzing my pants]
allt eitthvað pínu loðin svör. Ekkert sem klárlega gaf jiggið upp.
Svo fór hann eitthvað að tala um tröll og slíkt.
SIR: ,,tröll eru ekki til, bara í sögum og slíkt"
SEB: ,,ok"
SIR: ,,en álfar eru kannski til"
SEB: ,,sumir trúa því, sumir trúa því ekki"
SIR: ,,uuuuu það sem HANN sagði!" [sagði ég frekar sáttur við málfræðisnillingin hann son minn]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2011 | 00:56
vó, þessi á skilið Thule....eða....nei...kannski ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 22:22
Er á leiðinni á námskeið...
Beta er búin að skrá mig á karlanámskeið!
Hér á eftir er lýsing á námskeiðinu sem fylgdi með umsókninni:
.
.
.
.
.
.
Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið.
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
... ... ...
Fyrri dagur:
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT?
Skref fyrir skref með glærusýningu.
KLÓSETTRÚLLUR, VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
Hringborðsumræður.
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður, nokkrir sérfræðingar (konur).
AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans, stuðningshópar.
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi, opin umræða
SEINNI DAGUR
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir.
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNU AÐ GEFA HENNI BLÓM.
Power point kynning.
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manni sem spurði til vegar.
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir.
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni.
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann.
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 10:39
Cobain mótsögn
Er að lesa aftur dagbók Kurt Cobains. Las hana síðast fyrir um 6 árum.
Það er gegnumgangandi væll í þessu hjá honum. Hversu allt sé erfitt og slíkt.
bú friggin hú!
En svo er líka athyglisvert að hugsa til þessa tíma. Í kringum 1990 var mun meira ströggl að gera tónlist.
Í dag getur hver sem er niðurhlaðið forriti og spilað inn í tölvuna og leikið sér endalaust með þetta.
Bankamenn sem vinna 9-17 geta gefið stöff út og orðið rokkstjörnur.
Í þá daga var þetta meira þannig að menn sem gerðu tónlist tóku það alla leið. Þurftu að lifa líferninu með. Vera fátækir, ströggla og helst hata allt sem var normalt. Aðrir gerðu ekki tónlist.
Hann talar soldið um vesenið að láta taka upp demó og gera plötu. Senda svo upplýsingar um bandið og demó út um allt.
Svo er hann alltaf svo mótsagnarkenndur því hann hatar alla sem vilja vera frægir og slíkt en svo er hann á fullu við að reyna að meika það.
Does not compute
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2011 | 14:44
ég er limitless
Sáum limitless með Bradley Cooper. Helvíti góð ræma. Beta sofnaði náttúrulega en....hún er löglega afsökuð í þetta sinn.
Cooper tekur lyf sem gerir honum kleift að nota 100% heilans í stað um 20%
Needless to say þá verður hann forseti bandaríkjana
Einfalt
En allavega, þá er sena þarna sem útskýrir soldið eins og mér líður.
Í fyrsta sinn sem hann tekur lyfið þá tekur hann íbúðina sína í gegn. Þrífur allt hátt og lágt.
Í svona ham fer ég stundum.
Ég er þannig að ég nenni ekki að vera síþrífandi og takandi til. Ég geri það í skurkum. Þá dett ég í Mr Propper, eins og Beta kallar mig.
Ég sé allt skýrar og fer sem tasmaníudjöfull um íbúðina og tek til.
Mætti kannski vera oftar sem ég dett í limitless Mr Propper haminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2011 | 11:08
Newsflash!
THIS JUST IN!
Það er kominn þriðji tvífarinn!
Maður sást á rölti á Akureyri og hann var sláandi líkur mér.
Hann gengur undir nafninu ,,nördalegi ég"
Þá eru komnar þrjár útgáfur af mér á vappi
Rokkara ég
Siðmenntaði ég
Nördara ég
og allt bara á Akureyri!
Sérstakur fréttaritari bloggsins fyrir norðan, Kristján Sturluson, skýrði frá þessum sláandi tíðindum.
P.s. hvað var pabbi eiginlega að gera fyrir norðan fyrir sirka 30 árum?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2011 | 10:22
gott partí
litli pungur er byrjaður að staupa sig!
Hann fílar best að fá mjólkina úr litlum skotglösum. Hann er nefnilega ekkert sérlega spenntur fyrir pelum þannig að við prófuðum að láta hann bara súpa úr skotglasi.
Allt annað líf.
Svo er líka fínt að sprauta mjólkinni beint uppí hann með sprautu.
Í gærkvöldi var því sem eitthvað villt partí hafi farið hér fram.
Sprautur og skotglös á víðavangi!
hit me with some more milk hombre!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar