Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
26.9.2011 | 10:17
ATH
Nokkrar athugasemdir:
1. Erró er með stærstu eyru sem ég hef séð (sá hann í sjálfstætt fólk)
2. Gömlu umbúðirnar á kókómjólkinni eru betri (staðfest)
3. Golf er vanmetið á Rúv (nánast engin umfjöllun)
4. Kurt Cobain var white trash og lélegur karakter(er aftur að glugga í dagbókina hans. Fíla samt Nirvana)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 21:22
Devi ever fíaskó
Að vera gítarleikari snýst 87% um að finna rétta hljóðið, 10% um lúkkið og rest í færni.
Eins og alþjóð veit þá hef ég verið að pæla soldið í gítareffektum uppá síðkastið.
Ég fann eina stelpu í Portland, Oregon sem gerði pedala sem ekki voru eðlilegir. Fullt af stöffi sem framkallar eitthvað í líkindum við það sem ég vil spila.
Pedallinn sem vakti fyrst athygli mína heitir Silver Rose.
Pantaði hann og er búinn að bíða í milljón ár. Er virðist.
Ég nenni ekki bið þannig að ég hringdi bara í hana og spurði hvað málið væri!
Kemur á daginn að hún var að lenda í veseni með eitthvað stöff og pedallinn alltaf að bila. Þess vegna væri þessi bið í pedalinn.
Needless to say þá hef ég ekki lengur áhuga á þessum pedal.
Kemur líka á daginn að þessi stelpa er ekki stelpa heldur strákur. Devi Ever er sem sagt transgender. Áhugavert. Þess vegna er þessi ,,stelpa" svona fær í að lóða saman pedala.
Staðan í dag er þannig að ég er núþegar búinn að kaupa distort pedal af henni sem heitir Devistortion. Svo er ég að bíða eftir að hún drullist til að lóða saman tvo pedala í viðbót og senda þá út í búð.
Búðin þar sem ég kaupi allt mitt stöff heitir Prymaxe Vintage. Þeir eru í New Jersey og demó-a stöff á youtube. Hressir gaurar að tala við í síma. Einn með svona ekta gyðingarödd og annar með ekta negrarödd. Kallar mig alltaf ,,brotha"
Allavega þá heita pedalarnir sem ég bíð eftir Soda Meiser og Aenima. Þetta eru fuzz pedalar og saman mynda þeir hljóð sem ég tel vera málið.
en FOKK!
Af hverju þarf maður alltaf að bíða eftir stöffi. Af hverju er ekki hægt að fá allt strax!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 13:26
fótboltaæfing
Fórum á fyrstu fótboltaæfingu Sebastians. Fórum í Kórinn hjá Breiðablik. Milljón krakkar.
Þetta var nú bara aðallega hreyfing fyrir krakkana. Hlaupa hingað og þangað.
Svo þegar æfingin var búin þá kom Sebas til mín
,,hvenær byrjum við að spila fótbolta?"
skil hann vel. Miklu skemmtilegra að spila heldur en að hlaupa um eins og bjáni.
Þannig að við fórum sjálfir bara að sparka saman.
Sebas er svo tilbúinn í að fara á alvöru æfingar. Hann er orðinn nánast jafnvígur á hægri og vinstri því ég sagði honum einu sinni að þannig yrði hann bestur. Duglegur að æfa sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2011 | 22:37
pirr
FOKK fótbolti
FOKK premiership
FOKK fantasí
FOKK!!!!!!!!!!!!!
ps af hverju er ekki hægt að kaupa bara messi og ronaldo í enska! Það myndi gera þetta svo miklu auðveldara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2011 | 21:29
tíðindi
Keypti mér Gibson Les Paul Hard case tösku í dag
That´s all
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2011 | 20:27
kex
elska Kost. Sendi Betu inn til að kaupa hluti. Með einu skilyrði. Hún yrði að koma út með eitthvað exotic handa mér.
mmmmm
Kex og safar sem ég hef aldrei séð áður.
ógéðslega gott
Beta did good
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2011 | 20:10
tóti tölvukall
Sebas er á fullu í Toy Story 3 psp leiknum. Hoppandi út um allt. Svo þarf gamli að koma og hjálpa honum endrum og eins þegar hann festist. Viðurkenni að ég dett pínu þá inn í þetta. Helvíti skemmtilegt.
Það endar alltaf með því að Sebas segir
"pabbi, ég skal hjálpa þér"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2011 | 08:54
bíllausi dagurinn
Var að frétta af því að það var bíllausi dagurinn í gær.
ok
Við héldum upp á það með því að keyra extra mikið og kaupa okkur nýjan bíl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2011 | 08:54
tónleikar
Keypti nokkra tónleikamiða fyrir okkur.
Beta fer á of monsters and men í okt
En kjéllinn fer á Nýdönsk í nóv
Nýdönsk ætla að flytja Deluxe í fullri lengd í fyrsta sinn ever í tilefni 20 ára afmæli skífunar.
Þess má geta að hún var tekin upp á 6 dögum. Allt á analog, ekkert digital. Þeir settu sér skorður eins og Stefán gítarleikari mátti bara nota 3 sánd. Ekkert reverb eða delay.
Enn sannast að Björn Jörundur er aðal gæjinn. Hann á stefið í Landslagi skýjana og ást mín á þér. Svo eins og allir vita þá á hann náttla hjálpaðu mér upp, fram á nótt og öll þessu bestu.
Hann er þessi hljómsveit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2011 | 21:31
Verso
Keyptum okkur Toyota Verso í dag á 1.850.000 og seldum yarisinn á 380þ
Fórum úr árg 99 yfir í 08 með 200þ innborgun plús 28þ á mánuði. Finnst það vera vel sloppið.
Þessi bíll er huuuges miðað við yarisinn. Finnst ég vera að keyra í úttlöndum þegar ég er inni í honum. Það gerir lyktin og svo líka þá hef ég oft fengið svona háa bíla á leigu á Spáni.
Við erum í skýjunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar